Chelsea í úrslit eftir tveggja marka sigur á Man Utd Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2020 19:08 Spænski markvörðurinn hefur átt betri dag en í dag. vísir/Getty Chelsea mun mæta Arsenal í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í ár en þetta varð ljóst eftir 3-1 sigur liðsins á Manchester United á Wembley í dag. Leikurinn var markalaus þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar Olivier Giroud kom Chelsea í forystu í uppbótartíma en alls var 13 mínútum bætt við fyrri hálfleikinn vegna meiðsla sem Eric Bailly varð fyrir. Síðari hálfleikur var svo aðeins nokkurra sekúndna gamall þegar Mason Mount tvöfaldaði forystu Chelsea en óhætt er að segja að spænski markvörðurinn David De Gea hafi ekki verið sannfærandi milli stanganna hjá Man Utd. Harry Maguire varð svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net áður en Bruno Fernandes klóraði í bakkann fyrir Man Utd með marki úr vítaspyrnu. Lokatölur 3-1 fyrir Chelsea sem mætir Arsenal í úrslitum keppninnar þann 1.ágúst næstkomandi. Enski boltinn
Chelsea mun mæta Arsenal í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í ár en þetta varð ljóst eftir 3-1 sigur liðsins á Manchester United á Wembley í dag. Leikurinn var markalaus þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar Olivier Giroud kom Chelsea í forystu í uppbótartíma en alls var 13 mínútum bætt við fyrri hálfleikinn vegna meiðsla sem Eric Bailly varð fyrir. Síðari hálfleikur var svo aðeins nokkurra sekúndna gamall þegar Mason Mount tvöfaldaði forystu Chelsea en óhætt er að segja að spænski markvörðurinn David De Gea hafi ekki verið sannfærandi milli stanganna hjá Man Utd. Harry Maguire varð svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net áður en Bruno Fernandes klóraði í bakkann fyrir Man Utd með marki úr vítaspyrnu. Lokatölur 3-1 fyrir Chelsea sem mætir Arsenal í úrslitum keppninnar þann 1.ágúst næstkomandi.