Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk Brescia þegar liðið fékk SPAL í heimsókn í botnslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag.
SPAL leiddi í leikhléi en Brescia kom til baka með tveimur mörkum Jaromir Zmrhal, það síðara í uppbótartíma venjulegs leiktíma.
Þrátt fyrir sigurinn eru Birkir og félagar enn níu stigum frá öruggu sæti þegar fjórum umferðum er ólokið þar sem Genoa vann Lecce 2-1 í kvöld.