Myndband: Mini John Cooper Works GP fer Nürburgring á 8:03 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. júlí 2020 07:00 Mini John Cooper Works GP. Væntingarnar voru miklar fyrir Mini John Cooper Works GP, jafnvel áður en hann var frumsýndur í nóvember síðastliðnum. Vélin, tveggja lítra, fjögurra strokka með forþjöppu, skilar 302 hestöflum. Þetta er því öflugasti og hraðskreiðasti Mini sem framleiddur hefur verið. Yfirbyggingin er jafn svakaleg og vélin með vindskeið og sérsmíðuðum stuðurum og sílsum. Vélin er 74 hestöflum en hefðbundin John Cooper Works sem þykir nú enginn snigill. Mini hefur ekki gefið út opinberan tíma fyrir Nürburgring en segir þó að bíllinn fari hringinn á undir átta mínútum. Youtube-rásin Sport Auto fór hringinn á sínum eigin bíl, til að sannreyna staðhæfingu Mini. Þeirra bíll í höndum ökumannsins Christian Gebhardt fór hringinn á 8:03,85 sem er ekki undir átta mínútum. En kannski nógu nálægt til að ætla megi að Mini hafi eitthvað til síns máls með að hafa farið undir átta mínútur. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur
Væntingarnar voru miklar fyrir Mini John Cooper Works GP, jafnvel áður en hann var frumsýndur í nóvember síðastliðnum. Vélin, tveggja lítra, fjögurra strokka með forþjöppu, skilar 302 hestöflum. Þetta er því öflugasti og hraðskreiðasti Mini sem framleiddur hefur verið. Yfirbyggingin er jafn svakaleg og vélin með vindskeið og sérsmíðuðum stuðurum og sílsum. Vélin er 74 hestöflum en hefðbundin John Cooper Works sem þykir nú enginn snigill. Mini hefur ekki gefið út opinberan tíma fyrir Nürburgring en segir þó að bíllinn fari hringinn á undir átta mínútum. Youtube-rásin Sport Auto fór hringinn á sínum eigin bíl, til að sannreyna staðhæfingu Mini. Þeirra bíll í höndum ökumannsins Christian Gebhardt fór hringinn á 8:03,85 sem er ekki undir átta mínútum. En kannski nógu nálægt til að ætla megi að Mini hafi eitthvað til síns máls með að hafa farið undir átta mínútur.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur