Fótbolti

Guðrún lék allan leikinn þegar Djurgården tapaði fyrir toppliðinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðrún í einum af átta landsleikjum sínum. Henni tókst ekki að koma í veg fyrir tap í dag.
Guðrún í einum af átta landsleikjum sínum. Henni tókst ekki að koma í veg fyrir tap í dag. EPA-EFE/FILIPE FARINHA

Landsliðsmiðvörðurinn Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er lið hennar Djurgården tapaði 2-0 á útivelli gegn Kopparbergs/Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrir leikinn var ljóst að það væri á brattann að sækja fyrir Guðrúnu og stöllur hennar en lið Kopparbergs/Göteborg var á toppi deildarinnar fyrir leikinn og trónir þar enn eftir sigur dagsins. 

Julia Roddar gerði bæði mörk Kopparbergs/Göteborg í leiknum. Eitt í hvorum hálfleik.

Það virðist vera sem Djurgården sakni Guðbjargar Gunnarsdóttur en íslenski landsliðs-markvörðurinn er enn í barneignarleyfi. Gengi liðsins það sem af er leiktíð hefur verið langt frá því sem búist var við en Djurgården hefur nú tapað þremur leikjum af fimm í deildinni.

Situr liðið sem stendur í 9. sæti deildarinnar - af 12 liðum - með fjögur stig þegar fimm umferðum er lokið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×