Segir að Pearson hafi ekki gengið í skrokk á neinum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júlí 2020 10:00 Troy Deeney er fyrirliði Watford sem er rær lífróður í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty Troy Deeney, fyrirliði Watford, blæs á sögusagnir um að handalögmál hafi átt sér stað í búningsklefa Watford í hálfleik er liðið mætti West Ham á föstudaginn. Watford tapaði leiknum 3-1 og sögusagnir bárust af því að Nigel Pearson, þáverandi stjóri liðsins, hafi látið leikmennina heldur betur heyra það og rúmlega það í leikhléinu. Hann hafi gengið það langt að hann hafi slegist við einhverja leikmenn liðsins en Deeney segir það algjört bull. „Stjórinn lagði ekki hendur á neinn. Hann var svekktur og var heitur er hann talaði við okkur,“ sagði Deeney. „Enginn var að slást, enginn var laminn. Það voru engin handalögmál.“ "No-one was fighting, no-one was punched."Watford captain Troy Deeney has denied reports of a fight in the Hornets' dressing room during half-time in Friday's 3-1 defeat at West Ham.Full story https://t.co/rlEwYGL7rS #bbcfootball pic.twitter.com/uzUWzBwCov— BBC Sport (@BBCSport) July 21, 2020 Á sunnudaginn kom það svo í ljós að Watford væri búið að reka Pearson úr starfi og er hann því þriðji þjálfarinn sem fær rauða spjaldið frá Watford á leiktíðinni. „Þú kemur að þeim tímapunkti í fótboltanum þar sem þú ert ekki hissa lengur en ég myndi þó segja að þetta hafi kom mér á óvart og skellti mér niður á jörðina.“ Einnig bárust sögusagnir af því að fyrirliðinn Deeney vildi velja hverjir myndu spila en það segir hann einnig að sé algjör þvæla. „Troy [Deeney] mun ekki velja liðið því ég hef einnig lesið það. Ég er víst spilandi þjálfari.“ Unglingaþjálfarinn Hayden Mullins og markmannsþjálfarinn Graham Stack munu stýra Watford í síðustu tveimur leikjunum en þeir mæta City á útivelli í kvöld áður en Arsenal bíður í lokaumferðinni um helgina. „Við þurfum að virða þessa ákvörðun og leggja allt okkar traust á Hayden og Stacky sem eru góðir menn.“ Watford er þremur stigum á undan Aston Villa, sem er í fallsæti, og geta þar af leiðandi fellt Villa í kvöld, nái þeir stigi gegn City. Enski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Sjá meira
Troy Deeney, fyrirliði Watford, blæs á sögusagnir um að handalögmál hafi átt sér stað í búningsklefa Watford í hálfleik er liðið mætti West Ham á föstudaginn. Watford tapaði leiknum 3-1 og sögusagnir bárust af því að Nigel Pearson, þáverandi stjóri liðsins, hafi látið leikmennina heldur betur heyra það og rúmlega það í leikhléinu. Hann hafi gengið það langt að hann hafi slegist við einhverja leikmenn liðsins en Deeney segir það algjört bull. „Stjórinn lagði ekki hendur á neinn. Hann var svekktur og var heitur er hann talaði við okkur,“ sagði Deeney. „Enginn var að slást, enginn var laminn. Það voru engin handalögmál.“ "No-one was fighting, no-one was punched."Watford captain Troy Deeney has denied reports of a fight in the Hornets' dressing room during half-time in Friday's 3-1 defeat at West Ham.Full story https://t.co/rlEwYGL7rS #bbcfootball pic.twitter.com/uzUWzBwCov— BBC Sport (@BBCSport) July 21, 2020 Á sunnudaginn kom það svo í ljós að Watford væri búið að reka Pearson úr starfi og er hann því þriðji þjálfarinn sem fær rauða spjaldið frá Watford á leiktíðinni. „Þú kemur að þeim tímapunkti í fótboltanum þar sem þú ert ekki hissa lengur en ég myndi þó segja að þetta hafi kom mér á óvart og skellti mér niður á jörðina.“ Einnig bárust sögusagnir af því að fyrirliðinn Deeney vildi velja hverjir myndu spila en það segir hann einnig að sé algjör þvæla. „Troy [Deeney] mun ekki velja liðið því ég hef einnig lesið það. Ég er víst spilandi þjálfari.“ Unglingaþjálfarinn Hayden Mullins og markmannsþjálfarinn Graham Stack munu stýra Watford í síðustu tveimur leikjunum en þeir mæta City á útivelli í kvöld áður en Arsenal bíður í lokaumferðinni um helgina. „Við þurfum að virða þessa ákvörðun og leggja allt okkar traust á Hayden og Stacky sem eru góðir menn.“ Watford er þremur stigum á undan Aston Villa, sem er í fallsæti, og geta þar af leiðandi fellt Villa í kvöld, nái þeir stigi gegn City.
Enski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Sjá meira