Blikar taplausir á heimavelli í rúm þrjú ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2020 13:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki hafa leikið 23 heimaleiki í röð án þess að tapa. vísir/bára Breiðablik tekur á móti Val í kvöld í stærsta leik sumarsins til þessa í Pepsi Max-deild kvenna. Þetta er lokaleikur 7. umferðar. Valskonur freista þess þá að gera það sem engu liði hefur tekist í þrjú ár; að vinna Blika á Kópavogsvelli í deildarleik. Síðasta liðið sem sótti sigur á Kópavogsvöll var Þór/KA 2. júlí 2017. Akureyringar stigu þá stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-2 sigri á Kópavogsliðinu. Sandra Mayor kom Þór/KA yfir á 38. mínútu en Rakel Hönnudóttir jafnaði fyrir Breiðablik í upphafi seinni hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka skoraði Sandra svo sigurmark gestanna frá Akureyri. Síðan þá hafa Blikar ekki tapað á heimavelli sínum í Smáranum, í rúm þrjú ár eða í 1115 daga. Breiðablik hefur leikið 23 heimaleiki frá því liðið laut í lægra haldi fyrir Þór/KA, unnið 21 leik og gert tvö jafntefli. Markatalan er 77-14, Blikum í vil. Bæði Breiðablik og Valur hafa ekki tapað deildarleik síðan í september 2018, eða í tæp tvö ár. Liðin fóru bæði ósigruð í gegnum Pepsi Max-deildina í fyrra. Valskonur og Blikar gerðu jafntefli í báðum innbyrðis viðureignunum en unnu alla hina leikina, nema hvað Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á heimavelli sem reyndist dýrkeypt. Valskonur voru hársbreidd frá því að vinna á Kópavogsvelli í næstsíðustu umferðinni í fyrra. Fanndís Friðriksdóttir kom Val yfir en Heiðdís Lillýjardóttir jafnaði fyrir Breiðablik með síðustu snertingu leiksins. Það dugði þó skammt því Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflvíkingum í lokaumferðinni, 3-2. Valur er síðasta liðið sem vann Breiðablik í deildarleik, í lokaumferðinni 2018. Valskonur unnu þá 3-2 sigur á Blikum sem voru þegar búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Síðasta tap Vals í deildarleik kom í næstsíðustu umferðinni 2018. Liðið laut þá í lægra haldi fyrir Þór/KA á Akureyri, 4-1. Síðan þá hafa Valskonur leikið 25 deildarleiki í röð án þess að tapa. Valur vann fyrstu fimm leiki sína í Pepsi Max-deildinni í sumar en gerði jafntefli við Fylki í síðustu umferð, 1-1. Valskonur voru manni færri nær allan tímann eftir að Elísa Viðarsdóttir fékk rautt spjald í upphafi leiks. Hún tekur út leikbann í kvöld. Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Blikar eiga þó tvo leiki til góða á Valskonur. Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína án þess að fá á sig mark. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19:00. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Breiðablik tekur á móti Val í kvöld í stærsta leik sumarsins til þessa í Pepsi Max-deild kvenna. Þetta er lokaleikur 7. umferðar. Valskonur freista þess þá að gera það sem engu liði hefur tekist í þrjú ár; að vinna Blika á Kópavogsvelli í deildarleik. Síðasta liðið sem sótti sigur á Kópavogsvöll var Þór/KA 2. júlí 2017. Akureyringar stigu þá stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-2 sigri á Kópavogsliðinu. Sandra Mayor kom Þór/KA yfir á 38. mínútu en Rakel Hönnudóttir jafnaði fyrir Breiðablik í upphafi seinni hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka skoraði Sandra svo sigurmark gestanna frá Akureyri. Síðan þá hafa Blikar ekki tapað á heimavelli sínum í Smáranum, í rúm þrjú ár eða í 1115 daga. Breiðablik hefur leikið 23 heimaleiki frá því liðið laut í lægra haldi fyrir Þór/KA, unnið 21 leik og gert tvö jafntefli. Markatalan er 77-14, Blikum í vil. Bæði Breiðablik og Valur hafa ekki tapað deildarleik síðan í september 2018, eða í tæp tvö ár. Liðin fóru bæði ósigruð í gegnum Pepsi Max-deildina í fyrra. Valskonur og Blikar gerðu jafntefli í báðum innbyrðis viðureignunum en unnu alla hina leikina, nema hvað Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á heimavelli sem reyndist dýrkeypt. Valskonur voru hársbreidd frá því að vinna á Kópavogsvelli í næstsíðustu umferðinni í fyrra. Fanndís Friðriksdóttir kom Val yfir en Heiðdís Lillýjardóttir jafnaði fyrir Breiðablik með síðustu snertingu leiksins. Það dugði þó skammt því Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflvíkingum í lokaumferðinni, 3-2. Valur er síðasta liðið sem vann Breiðablik í deildarleik, í lokaumferðinni 2018. Valskonur unnu þá 3-2 sigur á Blikum sem voru þegar búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Síðasta tap Vals í deildarleik kom í næstsíðustu umferðinni 2018. Liðið laut þá í lægra haldi fyrir Þór/KA á Akureyri, 4-1. Síðan þá hafa Valskonur leikið 25 deildarleiki í röð án þess að tapa. Valur vann fyrstu fimm leiki sína í Pepsi Max-deildinni í sumar en gerði jafntefli við Fylki í síðustu umferð, 1-1. Valskonur voru manni færri nær allan tímann eftir að Elísa Viðarsdóttir fékk rautt spjald í upphafi leiks. Hún tekur út leikbann í kvöld. Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Blikar eiga þó tvo leiki til góða á Valskonur. Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína án þess að fá á sig mark. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19:00.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira