Segja Kínverja hafa reynt að stela rannsóknum á bóluefni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2020 18:38 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært tvo kínverska karlmenn, þá Li Xiaoyu og Dong Jiazhi, fyrir að reyna að brjótast inn í tölvukerfi bandarískra fyrirtækja sem unnið hafa að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ráðuneytið telur þá meðal annars hafa unnið fyrir kínversk stjórnvöld. Samkvæmt ákærunni, sem spannar 11 ákæruliði, hófust tilraunir tvíeykisins til þess að brjótast inn í tölvukerfi fjölda tækni-, lyfja og varnarmálafyrirtækja fyrir meira en áratug síðan. Eins kemur þar fram að þeim hafi tekist að stela miklu magni gagna frá Bandaríkjunum, en einnig frá Ástralíu, Belgíu, Þýskalandi, Japan, Litáen, Hollandi, Spáni, Suður-Kóreu, Svíþjóð og Bretlandi. „Í að minnsta kosti eitt skipti reyndu hakkararnir að kúga rafmynt út úr fórnarlambi sínu, með því að hóta að birta frumkóða á hugverki viðkomandi á netinu. Mun nýlegar reyndu hinir ákærðu að finna veikleika á tölvukerfum fyrirtækja sem vinna að bóluefni gegn Covid-19, tækni við prófun og meðferð við sjúkdómnum,“ segir í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins um málið. Gögn tengd bóluefninu eru þó ekki meðal þeirra gagna sem mennirnir eru taldir hafa komist yfir. Þá telur ráðuneytið að mennirnir hafi unnið fyrir leyniþjónustu Kínverja, og veitt henni upplýsingar. Mennirnir tveir eru ekki staddir í Bandaríkjunum og því ekki í haldi yfirvalda. Það var þó mat alríkissaksóknara að ólíklegt væri að mennirnir kæmu til með að stíga á Bandaríska grundu á næstunni. Því hafi dómsmálaráðuneytið tekið ákvörðun um að gefa ákæruna út opinberlega, í tilraun til þess að hún geti verið öðrum víti til varnaðar, frekar en að bíða þess að mennirnir kæmu til Bandaríkjanna. Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært tvo kínverska karlmenn, þá Li Xiaoyu og Dong Jiazhi, fyrir að reyna að brjótast inn í tölvukerfi bandarískra fyrirtækja sem unnið hafa að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ráðuneytið telur þá meðal annars hafa unnið fyrir kínversk stjórnvöld. Samkvæmt ákærunni, sem spannar 11 ákæruliði, hófust tilraunir tvíeykisins til þess að brjótast inn í tölvukerfi fjölda tækni-, lyfja og varnarmálafyrirtækja fyrir meira en áratug síðan. Eins kemur þar fram að þeim hafi tekist að stela miklu magni gagna frá Bandaríkjunum, en einnig frá Ástralíu, Belgíu, Þýskalandi, Japan, Litáen, Hollandi, Spáni, Suður-Kóreu, Svíþjóð og Bretlandi. „Í að minnsta kosti eitt skipti reyndu hakkararnir að kúga rafmynt út úr fórnarlambi sínu, með því að hóta að birta frumkóða á hugverki viðkomandi á netinu. Mun nýlegar reyndu hinir ákærðu að finna veikleika á tölvukerfum fyrirtækja sem vinna að bóluefni gegn Covid-19, tækni við prófun og meðferð við sjúkdómnum,“ segir í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins um málið. Gögn tengd bóluefninu eru þó ekki meðal þeirra gagna sem mennirnir eru taldir hafa komist yfir. Þá telur ráðuneytið að mennirnir hafi unnið fyrir leyniþjónustu Kínverja, og veitt henni upplýsingar. Mennirnir tveir eru ekki staddir í Bandaríkjunum og því ekki í haldi yfirvalda. Það var þó mat alríkissaksóknara að ólíklegt væri að mennirnir kæmu til með að stíga á Bandaríska grundu á næstunni. Því hafi dómsmálaráðuneytið tekið ákvörðun um að gefa ákæruna út opinberlega, í tilraun til þess að hún geti verið öðrum víti til varnaðar, frekar en að bíða þess að mennirnir kæmu til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira