Ætlar að kæra hótanir um ofbeldi og nauðgun til lögreglu Sylvía Hall skrifar 22. júlí 2020 09:05 Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur fengið afar ógeðfelld skilaboð eftir ummæli sín um Raufarhöfn og Kópasker. Instagram Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni er hótað ofbeldi og jafnvel lífláti eftir að hún birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist ekki mæla með því að fólk heimsótti Kópasker og Raufarhöfn. Færslan féll í grýttan jarðveg meðal íbúa og voru viðbrögðin ansi hörð. Líkt og Vísir greindi frá í vikunni baðst Leikhópurinn Lotta afsökunar á færslu Þórdísar, en hún er meðlimur í leikhópnum sem ferðast nú um landið til þess að sýna sýningu hópsins um Bakkabræður. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Þórdís hefði fengið nokkur einkaskilaboð sem innihéldu grófar hótanir. Meðal annars sagðist einn vita hvar hún ætti heima og að hún ætti að vera hrædd. Þórdís hyggst kæra skilaboðin til lögreglu. „Þið fólk úr Reykjavik sjáið ekkert nema ykkar eigin rassgat vertu viss um að ég mun birtast fyrir utan heima hjá þér og og skera þig á fkn háls,“ skrifaði einn til Þórdísar. Sambærilegar ofbeldishótanir fylgdu einnig öðrum skilaboðum, meðal annars hótun um kynferðisofbeldi. Sagði einn að hann myndi „glaður taka það að sér“ að nauðga henni og svo drepa hana. Á vef Fréttablaðsins er haft eftir Þórdísi að hún sé ýmsu vön þegar kemur að gagnrýni en hótanirnar sem hafi fylgt þessu máli séu viðbjóðslegar. Það hafi komið henni á óvart hversu margir hafi sent þær undir sínu rétta nafni. Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni er hótað ofbeldi og jafnvel lífláti eftir að hún birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist ekki mæla með því að fólk heimsótti Kópasker og Raufarhöfn. Færslan féll í grýttan jarðveg meðal íbúa og voru viðbrögðin ansi hörð. Líkt og Vísir greindi frá í vikunni baðst Leikhópurinn Lotta afsökunar á færslu Þórdísar, en hún er meðlimur í leikhópnum sem ferðast nú um landið til þess að sýna sýningu hópsins um Bakkabræður. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Þórdís hefði fengið nokkur einkaskilaboð sem innihéldu grófar hótanir. Meðal annars sagðist einn vita hvar hún ætti heima og að hún ætti að vera hrædd. Þórdís hyggst kæra skilaboðin til lögreglu. „Þið fólk úr Reykjavik sjáið ekkert nema ykkar eigin rassgat vertu viss um að ég mun birtast fyrir utan heima hjá þér og og skera þig á fkn háls,“ skrifaði einn til Þórdísar. Sambærilegar ofbeldishótanir fylgdu einnig öðrum skilaboðum, meðal annars hótun um kynferðisofbeldi. Sagði einn að hann myndi „glaður taka það að sér“ að nauðga henni og svo drepa hana. Á vef Fréttablaðsins er haft eftir Þórdísi að hún sé ýmsu vön þegar kemur að gagnrýni en hótanirnar sem hafi fylgt þessu máli séu viðbjóðslegar. Það hafi komið henni á óvart hversu margir hafi sent þær undir sínu rétta nafni.
Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira