Sveindís áritaði takkaskó eftir fyrstu þrennuna í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2020 12:00 Sveindís Jane Jónsdóttir gaf sér tíma til að árita takkaskó ungra Blika eftir stórsigur Breiðabliks á Val, 4-0, í Pepsi Max-deild kvenna. vísir/stöð 2 sport Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik rúllaði yfir Íslandsmeistara Vals, 4-0, á Kópavogsvelli í gær. Sveindís, sem kom á láni til Breiðabliks frá Keflavík í vetur, hefur farið vel af stað í græna búningnum og skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum Blika í Pepsi Max-deildinni. Með sigrinum í gær minnkaði Breiðablik forskot Vals á toppi deildarinnar niður í eitt stig. Blikar eiga auk þess tvo leiki til góða á Valskonur. Þessi lið voru í sérflokki á síðasta tímabili og flestir búast við því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn standi á milli þeirra tveggja. Staðan í hálfleik í leiknum í gær var markalaus en byrjunin á seinni hálfleik var ótrúleg. Á 46. mínútu kom Sveindís Breiðabliki yfir eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur. Valur tók miðju, tapaði boltanum og nokkrum sekúndum síðar skoraði Sveindís aftur, nú eftir stungusendingu Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Sveindís skoraði sitt þriðja mark á 77. mínútu og tíu mínútum síðar gerði Berglind Björg fjórða mark Blika. Agla María lagði bæði mörkin upp og átti því stoðsendingaþrennu í leiknum. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína í Pepsi Max-deildinni í sumar með markatölunni 19-0. Næsti leikur Blika er gegn nýliðum Þróttara á heimavelli á föstudaginn. Sveindís var að vonum hin kátasta eftir leik og gaf sér tíma til að árita takkaskó fyrir unga Blika sem voru í stúkunni á Kópavogsvelli. Hana vantar aðeins eitt mark til að jafna markafjölda sinn frá síðasta tímabili. Sveindís skoraði þá sjö mörk í sautján leikjum fyrir Keflavík sem féll. Hún hefur alls skorað þrettán mörk í 22 leikjum í efstu deild. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær, þegar Sveindís áritaði takkaskó fyrir unga iðkendur Breiðabliks og viðtal við hana. Klippa: Breiðablik rúllaði yfir Val Klippa: Sveindís áritar Klippa: Viðtal við Sveindísi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik rúllaði yfir Íslandsmeistara Vals, 4-0, á Kópavogsvelli í gær. Sveindís, sem kom á láni til Breiðabliks frá Keflavík í vetur, hefur farið vel af stað í græna búningnum og skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum Blika í Pepsi Max-deildinni. Með sigrinum í gær minnkaði Breiðablik forskot Vals á toppi deildarinnar niður í eitt stig. Blikar eiga auk þess tvo leiki til góða á Valskonur. Þessi lið voru í sérflokki á síðasta tímabili og flestir búast við því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn standi á milli þeirra tveggja. Staðan í hálfleik í leiknum í gær var markalaus en byrjunin á seinni hálfleik var ótrúleg. Á 46. mínútu kom Sveindís Breiðabliki yfir eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur. Valur tók miðju, tapaði boltanum og nokkrum sekúndum síðar skoraði Sveindís aftur, nú eftir stungusendingu Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Sveindís skoraði sitt þriðja mark á 77. mínútu og tíu mínútum síðar gerði Berglind Björg fjórða mark Blika. Agla María lagði bæði mörkin upp og átti því stoðsendingaþrennu í leiknum. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína í Pepsi Max-deildinni í sumar með markatölunni 19-0. Næsti leikur Blika er gegn nýliðum Þróttara á heimavelli á föstudaginn. Sveindís var að vonum hin kátasta eftir leik og gaf sér tíma til að árita takkaskó fyrir unga Blika sem voru í stúkunni á Kópavogsvelli. Hana vantar aðeins eitt mark til að jafna markafjölda sinn frá síðasta tímabili. Sveindís skoraði þá sjö mörk í sautján leikjum fyrir Keflavík sem féll. Hún hefur alls skorað þrettán mörk í 22 leikjum í efstu deild. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær, þegar Sveindís áritaði takkaskó fyrir unga iðkendur Breiðabliks og viðtal við hana. Klippa: Breiðablik rúllaði yfir Val Klippa: Sveindís áritar Klippa: Viðtal við Sveindísi
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50