Sveindís áritaði takkaskó eftir fyrstu þrennuna í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2020 12:00 Sveindís Jane Jónsdóttir gaf sér tíma til að árita takkaskó ungra Blika eftir stórsigur Breiðabliks á Val, 4-0, í Pepsi Max-deild kvenna. vísir/stöð 2 sport Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik rúllaði yfir Íslandsmeistara Vals, 4-0, á Kópavogsvelli í gær. Sveindís, sem kom á láni til Breiðabliks frá Keflavík í vetur, hefur farið vel af stað í græna búningnum og skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum Blika í Pepsi Max-deildinni. Með sigrinum í gær minnkaði Breiðablik forskot Vals á toppi deildarinnar niður í eitt stig. Blikar eiga auk þess tvo leiki til góða á Valskonur. Þessi lið voru í sérflokki á síðasta tímabili og flestir búast við því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn standi á milli þeirra tveggja. Staðan í hálfleik í leiknum í gær var markalaus en byrjunin á seinni hálfleik var ótrúleg. Á 46. mínútu kom Sveindís Breiðabliki yfir eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur. Valur tók miðju, tapaði boltanum og nokkrum sekúndum síðar skoraði Sveindís aftur, nú eftir stungusendingu Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Sveindís skoraði sitt þriðja mark á 77. mínútu og tíu mínútum síðar gerði Berglind Björg fjórða mark Blika. Agla María lagði bæði mörkin upp og átti því stoðsendingaþrennu í leiknum. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína í Pepsi Max-deildinni í sumar með markatölunni 19-0. Næsti leikur Blika er gegn nýliðum Þróttara á heimavelli á föstudaginn. Sveindís var að vonum hin kátasta eftir leik og gaf sér tíma til að árita takkaskó fyrir unga Blika sem voru í stúkunni á Kópavogsvelli. Hana vantar aðeins eitt mark til að jafna markafjölda sinn frá síðasta tímabili. Sveindís skoraði þá sjö mörk í sautján leikjum fyrir Keflavík sem féll. Hún hefur alls skorað þrettán mörk í 22 leikjum í efstu deild. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær, þegar Sveindís áritaði takkaskó fyrir unga iðkendur Breiðabliks og viðtal við hana. Klippa: Breiðablik rúllaði yfir Val Klippa: Sveindís áritar Klippa: Viðtal við Sveindísi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik rúllaði yfir Íslandsmeistara Vals, 4-0, á Kópavogsvelli í gær. Sveindís, sem kom á láni til Breiðabliks frá Keflavík í vetur, hefur farið vel af stað í græna búningnum og skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum Blika í Pepsi Max-deildinni. Með sigrinum í gær minnkaði Breiðablik forskot Vals á toppi deildarinnar niður í eitt stig. Blikar eiga auk þess tvo leiki til góða á Valskonur. Þessi lið voru í sérflokki á síðasta tímabili og flestir búast við því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn standi á milli þeirra tveggja. Staðan í hálfleik í leiknum í gær var markalaus en byrjunin á seinni hálfleik var ótrúleg. Á 46. mínútu kom Sveindís Breiðabliki yfir eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur. Valur tók miðju, tapaði boltanum og nokkrum sekúndum síðar skoraði Sveindís aftur, nú eftir stungusendingu Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Sveindís skoraði sitt þriðja mark á 77. mínútu og tíu mínútum síðar gerði Berglind Björg fjórða mark Blika. Agla María lagði bæði mörkin upp og átti því stoðsendingaþrennu í leiknum. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína í Pepsi Max-deildinni í sumar með markatölunni 19-0. Næsti leikur Blika er gegn nýliðum Þróttara á heimavelli á föstudaginn. Sveindís var að vonum hin kátasta eftir leik og gaf sér tíma til að árita takkaskó fyrir unga Blika sem voru í stúkunni á Kópavogsvelli. Hana vantar aðeins eitt mark til að jafna markafjölda sinn frá síðasta tímabili. Sveindís skoraði þá sjö mörk í sautján leikjum fyrir Keflavík sem féll. Hún hefur alls skorað þrettán mörk í 22 leikjum í efstu deild. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær, þegar Sveindís áritaði takkaskó fyrir unga iðkendur Breiðabliks og viðtal við hana. Klippa: Breiðablik rúllaði yfir Val Klippa: Sveindís áritar Klippa: Viðtal við Sveindísi
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50