Lag Ölmu og Klöru á plötu eins vinsælasta tónlistarmanns heims Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júlí 2020 10:00 Baekhyun (t.h.) er lygilega vinsæll tónlistarmaður í Asíu og Alma og Klara (t.v.) sömdu handa honum lag. Myndir/instagram-síða Ölmu/Getty/Gabriel Olsen Lag eftir íslensku tónlistarkonurnar Ölmu Guðmundsdóttur og Klöru Ósk Elíasdóttur má finna á nýjustu plötu Baekhyun, eins vinsælasta tónlistarmanns í Asíu - og þótt víðar væri leitað. Alma segir að lagið hafi næstum því komið út nokkrum sinnum, þar af einu sinni í meðförum kanadísku hljómsveitarinnar Chromeo, en að endingu hafnað í herbúðum Baekhyun. Baekhyun er frá Suður-Kóreu og er einn vinsælasti tónlistamaðurinn í Asíu - og jafnvel í heiminum. Hann kom fyrst fram á sjónvarsviðið árið 2012 með hinni gríðarvinsælu hljómsveit Exo en fyrir ekki svo löngu fór hann að gefa út sólóefni. Á þessu ári kom út platan Delight - The 2nd Mini Album og hefur sú plata selst í yfir milljón eintaka í Suður-Kóreu. Baekhyun er fyrsti sólólistamaðurinn í Suður-Kóreu til að selja plötu í yfir milljón eintökum síðan árið 2001. Hulda Hólmkelsdóttir, upplýsingafulltrúi þingflokks VG, bendir á það á Twitter að þær Klara Ósk Elíasdóttir og Alma Guðmundsdóttir, oft kenndar við sveitina Nylon, hafi samið lag á plötunni, sem ber heitið Ghost. Þetta er Baekhyun vinur minn. Hann er fæddur árið 1992 og er ein vinsælasta poppstjarna Kóreu og víðar í Asíu. Hann var að gefa út EP plötu um daginn sem hefur selst í yfir milljón eintökum í SK. Sem er merkilegt ekki síst vegna þess að Alma og Klara í Nylon eiga lag á henni. pic.twitter.com/AgkoPpjfzB— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) July 21, 2020 Lífið heyrði í Klöru sem búsett er í Los Angeles. Hún segir að verkefnið hafi komið til í gegnum umboðsmann þeirra Ölmu, Tyler Johnson. Hann sjái um að koma tónlistinni sem þær semja inn á borð útgáfufyrirtækja og tónlistarfólks. „Við sömdum lagið með Lárusi Erni Arnarsyni og Tony Ferrari fyrir 4 árum og lagið er búið að vera „næstum“ því gefið út svo oft. Bandið Chromeo og tónlistarmaðurinn Max Schneider til að mynda gerðu útgáfur en gáfu svo önnur lög út í staðinn. Síðan fékk Tyler þá hugmynd að senda þetta til Kóreu og þeir hikuðu ekki. Stuttu seinna var lagið komið á kóresku hjá einum stærsta „artista“ í Suður-Kóreu. Við notum þetta lag og þau fjögur ár sem það tók fyrir það að koma út sem dæmi um að góðir hlutir gerast hægt,“ segir Klara. Þetta er risastór stjarna. Hvernig var að vinna með honum? „Já, hann er risastór og það er náttúrulega út af bandinu sem hann er í, EXO, sem er næststærsta strákaband í heimi,“ segir Klara. „Þegar hann fékk lagið í hendurnar var okkar hlutverki eiginlega lokið sem lagahöfundar, fyrir utan nokkrar minniháttar breytingar sem þeir vildu gera á síðustu mínútu, sem við þurftum að gera yfir FaceTime því við Alma vorum staddar í Nashville að semja og Tony i LA. Mjög alþjóðlegt lag!“ Þá telur Klara ekki ólíklegt að þær Alma muni vinna meira með Baekhyun. „Þeir sækja lög meira og meira núorðið til LA og við förum oft í „session“ þar sem er verið að semja eingöngu fyrir kóreskan markað. Okkur hefur nokkrum sinnum verið boðið í svokallaðar lagasmíðabúðir þar sem stærsta plötufyrirtækið býður nokkrum lagahöfunum og „pródúserum“ í LA að koma saman í nokkra daga og vinna í stórum og flottum stúdióum, nokkrir saman í herbergi og svo er skipst á, þar sem tilgangurinn er að gera lög fyrir artistana þeirra. Mjög skemmtilegt. Ég á svo annað lag sem kemur út í haust sem smáskífa frá stórum kóreskum artista, svo velgengni „Ghost“ gerir mann enn þá spenntari fyrir því að lög komi út í Suður-Kóreu,“ segir Klara. Lagið Ghost með Baekhyun, tónsmíð þeirra Ölmu og Klöru, má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Sjá meira
Lag eftir íslensku tónlistarkonurnar Ölmu Guðmundsdóttur og Klöru Ósk Elíasdóttur má finna á nýjustu plötu Baekhyun, eins vinsælasta tónlistarmanns í Asíu - og þótt víðar væri leitað. Alma segir að lagið hafi næstum því komið út nokkrum sinnum, þar af einu sinni í meðförum kanadísku hljómsveitarinnar Chromeo, en að endingu hafnað í herbúðum Baekhyun. Baekhyun er frá Suður-Kóreu og er einn vinsælasti tónlistamaðurinn í Asíu - og jafnvel í heiminum. Hann kom fyrst fram á sjónvarsviðið árið 2012 með hinni gríðarvinsælu hljómsveit Exo en fyrir ekki svo löngu fór hann að gefa út sólóefni. Á þessu ári kom út platan Delight - The 2nd Mini Album og hefur sú plata selst í yfir milljón eintaka í Suður-Kóreu. Baekhyun er fyrsti sólólistamaðurinn í Suður-Kóreu til að selja plötu í yfir milljón eintökum síðan árið 2001. Hulda Hólmkelsdóttir, upplýsingafulltrúi þingflokks VG, bendir á það á Twitter að þær Klara Ósk Elíasdóttir og Alma Guðmundsdóttir, oft kenndar við sveitina Nylon, hafi samið lag á plötunni, sem ber heitið Ghost. Þetta er Baekhyun vinur minn. Hann er fæddur árið 1992 og er ein vinsælasta poppstjarna Kóreu og víðar í Asíu. Hann var að gefa út EP plötu um daginn sem hefur selst í yfir milljón eintökum í SK. Sem er merkilegt ekki síst vegna þess að Alma og Klara í Nylon eiga lag á henni. pic.twitter.com/AgkoPpjfzB— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) July 21, 2020 Lífið heyrði í Klöru sem búsett er í Los Angeles. Hún segir að verkefnið hafi komið til í gegnum umboðsmann þeirra Ölmu, Tyler Johnson. Hann sjái um að koma tónlistinni sem þær semja inn á borð útgáfufyrirtækja og tónlistarfólks. „Við sömdum lagið með Lárusi Erni Arnarsyni og Tony Ferrari fyrir 4 árum og lagið er búið að vera „næstum“ því gefið út svo oft. Bandið Chromeo og tónlistarmaðurinn Max Schneider til að mynda gerðu útgáfur en gáfu svo önnur lög út í staðinn. Síðan fékk Tyler þá hugmynd að senda þetta til Kóreu og þeir hikuðu ekki. Stuttu seinna var lagið komið á kóresku hjá einum stærsta „artista“ í Suður-Kóreu. Við notum þetta lag og þau fjögur ár sem það tók fyrir það að koma út sem dæmi um að góðir hlutir gerast hægt,“ segir Klara. Þetta er risastór stjarna. Hvernig var að vinna með honum? „Já, hann er risastór og það er náttúrulega út af bandinu sem hann er í, EXO, sem er næststærsta strákaband í heimi,“ segir Klara. „Þegar hann fékk lagið í hendurnar var okkar hlutverki eiginlega lokið sem lagahöfundar, fyrir utan nokkrar minniháttar breytingar sem þeir vildu gera á síðustu mínútu, sem við þurftum að gera yfir FaceTime því við Alma vorum staddar í Nashville að semja og Tony i LA. Mjög alþjóðlegt lag!“ Þá telur Klara ekki ólíklegt að þær Alma muni vinna meira með Baekhyun. „Þeir sækja lög meira og meira núorðið til LA og við förum oft í „session“ þar sem er verið að semja eingöngu fyrir kóreskan markað. Okkur hefur nokkrum sinnum verið boðið í svokallaðar lagasmíðabúðir þar sem stærsta plötufyrirtækið býður nokkrum lagahöfunum og „pródúserum“ í LA að koma saman í nokkra daga og vinna í stórum og flottum stúdióum, nokkrir saman í herbergi og svo er skipst á, þar sem tilgangurinn er að gera lög fyrir artistana þeirra. Mjög skemmtilegt. Ég á svo annað lag sem kemur út í haust sem smáskífa frá stórum kóreskum artista, svo velgengni „Ghost“ gerir mann enn þá spenntari fyrir því að lög komi út í Suður-Kóreu,“ segir Klara. Lagið Ghost með Baekhyun, tónsmíð þeirra Ölmu og Klöru, má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Sjá meira