Eddie Hall er að komast í betra og betra form og það fá áhorfendur að sjá á YouTube síðu hans þar sem meira en milljóns manns fylgja honum.
Kraftajötuninn sem ætlar að berjast við Hafþór Júlíus Björnsson í Las Vegas á næsta ári er í fullum undirbúning fyrir boxbardagann en það andar á köldu milli þeirra tveggja.
Þeir fá ansi mikið í vasann af peningum fyrir bardagann en það er ljóst að það eru bara ekki peningar undir í þessum bardaga - því einnig er heiðurinn undir.
Eins og áður segir hafa þeir skotið mikið hvor á annan að undanförnu en í nýjasta myndbandi Eddie sýnir hann frá æfingu hjá sér, sem og hann lúskrar á æfingarfélaga sínum.