Rio Tinto birtir samninginn geri önnur íslensk álver það líka Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. júlí 2020 13:17 Álver Rio Tinto í Straumsvík lokar kerskála vegna ljósboga Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forsvarsmenn Rio Tinto sem reka álverið í Straumsvík segja viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver á landinu ef fyrirtækið eigi að birta sinn samning opinberlega. Félagið styðji að gagnsæi ríki. Fyrirtækið greiðir umtalsvert meira fyrir raforku en önnur álver að sögn sérfræðings. Rio Tinto lagði í gær fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. Rio Tinto og Landsvirkjun hafa átt í viðræðum um raforkusamning fyrirtækjanna sem er frá árinu 2010. Rio Tinto segir hann nú óhagstæðan í samanburði við samninga við önnur álfyrirtæki. Takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins í Straumsvík. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar sagði í fréttum okkar í gær að samningurinn sem nú væri í gildi hefði verið gerður að frumkvæði Rio Tinto og bæði fyrirtæki hafi ráðist í miklar fjárfestingar. Það sé þó ekki hægt að tjá sig um samninginn fyrr en Rio Tinto aflétti trúnaði um hann. Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.Vísir/vilhelm Í svari Bjarna Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúi Álversins í Straumsvík við fyrirspurn fréttastofu um hvort fyrirtækið sé tilbúið að aflétta trúnaði á samningnum kemur fram að Rio Tinto telji viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver þannig að gagnsæi ríki og hægt sé að bera saman verð. Ekki sé hægt að upplýsa um raforkuverð félagsins en það styðji að gagnsæi ríki. Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi hefur reiknað út að Rio Tinto greiði um 35 bandaríkjadali á hverja megavattsstund og þar sé innifalinn flutningur orkunnar. Þetta sé umtalsvert meira en önnur álver á landinu en þeir samningar byggi á öðrum forsendum, í alþjóðlegum samanburði sé þetta þó ekki óeðlilega hátt verð. „Rio Tinto bað um að fá nýjan samning og Landsvirkjun varð við því. Og fyrirætkin náðu saman um niðurstöðu og allir virtust mjög sáttir. Síðan hafa markaðsaðstæður á álmarkaði þróast öðruvísi en Rio Tinto virðist hafa gert ráð fyrir. Og þá koma þau til baka og vilja fá lægra verð en þeir eru náttúrulega bundnir af þeim samningi sem þeir gerðu, þeir hljóta að vera bundnir af honum bara eins og ég og þú,“ segir Ketill. Stóriðja Orkumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Forsvarsmenn Rio Tinto sem reka álverið í Straumsvík segja viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver á landinu ef fyrirtækið eigi að birta sinn samning opinberlega. Félagið styðji að gagnsæi ríki. Fyrirtækið greiðir umtalsvert meira fyrir raforku en önnur álver að sögn sérfræðings. Rio Tinto lagði í gær fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. Rio Tinto og Landsvirkjun hafa átt í viðræðum um raforkusamning fyrirtækjanna sem er frá árinu 2010. Rio Tinto segir hann nú óhagstæðan í samanburði við samninga við önnur álfyrirtæki. Takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins í Straumsvík. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar sagði í fréttum okkar í gær að samningurinn sem nú væri í gildi hefði verið gerður að frumkvæði Rio Tinto og bæði fyrirtæki hafi ráðist í miklar fjárfestingar. Það sé þó ekki hægt að tjá sig um samninginn fyrr en Rio Tinto aflétti trúnaði um hann. Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.Vísir/vilhelm Í svari Bjarna Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúi Álversins í Straumsvík við fyrirspurn fréttastofu um hvort fyrirtækið sé tilbúið að aflétta trúnaði á samningnum kemur fram að Rio Tinto telji viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver þannig að gagnsæi ríki og hægt sé að bera saman verð. Ekki sé hægt að upplýsa um raforkuverð félagsins en það styðji að gagnsæi ríki. Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi hefur reiknað út að Rio Tinto greiði um 35 bandaríkjadali á hverja megavattsstund og þar sé innifalinn flutningur orkunnar. Þetta sé umtalsvert meira en önnur álver á landinu en þeir samningar byggi á öðrum forsendum, í alþjóðlegum samanburði sé þetta þó ekki óeðlilega hátt verð. „Rio Tinto bað um að fá nýjan samning og Landsvirkjun varð við því. Og fyrirætkin náðu saman um niðurstöðu og allir virtust mjög sáttir. Síðan hafa markaðsaðstæður á álmarkaði þróast öðruvísi en Rio Tinto virðist hafa gert ráð fyrir. Og þá koma þau til baka og vilja fá lægra verð en þeir eru náttúrulega bundnir af þeim samningi sem þeir gerðu, þeir hljóta að vera bundnir af honum bara eins og ég og þú,“ segir Ketill.
Stóriðja Orkumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13
Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07
Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent