Nína leikur aftur í Rómeó og Júlíu en núna í nýju hlutverki Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júlí 2020 12:30 Nína Dögg mætir aftur til leiks í Rómeó og Júlíu og nú í nýju hlutverki. Nína Dögg gengur til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur tvö stór hlutverk á leikárinu, í Jólaboðinu og Rómeó og Júlíu. Nína Dögg lék Júlíu í sama verki sem Vesturport setti upp og sýndi víða um heim árum saman. Sýningin var sett upp í Young Vic og á West End í London, fór á hátíðir um allan heim. Þessi uppsetning Vesturports er þó sér á báti og langvinsælasta uppsetning á verki Shakespeare hér á landi. Hún var sýnd í yfir tíu ár í ólíkum leikhúsum og fluttist á stóra svið Borgarleikhússins. Júlía lifði því með Nínu og eiginmanni hennar, Gísla Erni árum saman. Að þessu sinni eftirlætur hún hlutverk Júlíu til Ebbu Katrínar en tekur sjálf við hlutverki móður hennar, Lafði Kapúlet. Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir verkinu en hann mun vera einn fremsti leikstjóri Evrópu og einn listrænna stjórnenda hins virta leikhúss Volksbühne. Hann á að baki geysi vinsælar sýningar á Íslandi á borð við Engla alheimsins og Njálu. Nú hefur hann gengið til liðs við nýtt listrænt teymi Þjóðleikhússins þar sem hann mun starfa á næstu árum. Nína hefur verið í hópi fremstu leikara þjóðarinnar og leikið í fjölda verkefna í leikhúsunum tveimur, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún var annar höfunda Fanga, sjónvarpsþáttaraðar sem hún vann með Unni Ösp, þá lék hún eitt aðalhlutverkið í Ófærð, Hafinu og fleiri þáttum. Nína Dögg útskrifaðist úr Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Margreynd leikkona Í Þjóðleikhúsinu hefur Nína Dögg leikið Jagó í Óþelló, Öldu í Tímaþjófnum, Blanche í Sporvagninum Girnd, Höllu í Fjalla-Eyvindi, í Rambó 7 og Átta konum. Nína er einn af stofnendum leikhússins Vesturports. Þar hefur hún m.a. leikið í Rómeó og Júlíu, Brimi, Woyzek, Hamskiptunum, Kommúnunni og Faust. Hún hefur ferðast víða með Vesturporti og leikið bæði í London og víða á leikferðum leikhópsins. Nína lék í Kryddlegnum hjörtum, Púntilla og Matta, Fjölskyldunni, Dúfunum, Furðulegt háttalag hunds um nótt og Fólk staðir hlutir í Borgarleikhúsinu. Nína hefur leikið í kvikmyndunum Villiljósi, Hafinu, Börnum og Foreldrum, Sveitabrúðkaupi, Kóngavegi og Brimi. Hún lék einnig í sjónvarpsþáttunum Föngum, Ófærð, Stelpunum og Heimsendi. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Fólk, staðir og hlutir. Nína hlaut styrk úr Minningasjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2005. Nína mun einnig leika í Jólaboðinu, nýju verki sem frumsýnt verður í byrjun nóvember. Þar er á ferð ný útgáfa af verki Thornton Wilder, The Long Cristmas Dinner sem Gísli Örn leikstýrir og vinnur handrit upp úr. Í verkinu er fylgst með fjölskyldu einni í Reykjavík á hundrað ára tímabili. Leikhús Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Nína Dögg gengur til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur tvö stór hlutverk á leikárinu, í Jólaboðinu og Rómeó og Júlíu. Nína Dögg lék Júlíu í sama verki sem Vesturport setti upp og sýndi víða um heim árum saman. Sýningin var sett upp í Young Vic og á West End í London, fór á hátíðir um allan heim. Þessi uppsetning Vesturports er þó sér á báti og langvinsælasta uppsetning á verki Shakespeare hér á landi. Hún var sýnd í yfir tíu ár í ólíkum leikhúsum og fluttist á stóra svið Borgarleikhússins. Júlía lifði því með Nínu og eiginmanni hennar, Gísla Erni árum saman. Að þessu sinni eftirlætur hún hlutverk Júlíu til Ebbu Katrínar en tekur sjálf við hlutverki móður hennar, Lafði Kapúlet. Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir verkinu en hann mun vera einn fremsti leikstjóri Evrópu og einn listrænna stjórnenda hins virta leikhúss Volksbühne. Hann á að baki geysi vinsælar sýningar á Íslandi á borð við Engla alheimsins og Njálu. Nú hefur hann gengið til liðs við nýtt listrænt teymi Þjóðleikhússins þar sem hann mun starfa á næstu árum. Nína hefur verið í hópi fremstu leikara þjóðarinnar og leikið í fjölda verkefna í leikhúsunum tveimur, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún var annar höfunda Fanga, sjónvarpsþáttaraðar sem hún vann með Unni Ösp, þá lék hún eitt aðalhlutverkið í Ófærð, Hafinu og fleiri þáttum. Nína Dögg útskrifaðist úr Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Margreynd leikkona Í Þjóðleikhúsinu hefur Nína Dögg leikið Jagó í Óþelló, Öldu í Tímaþjófnum, Blanche í Sporvagninum Girnd, Höllu í Fjalla-Eyvindi, í Rambó 7 og Átta konum. Nína er einn af stofnendum leikhússins Vesturports. Þar hefur hún m.a. leikið í Rómeó og Júlíu, Brimi, Woyzek, Hamskiptunum, Kommúnunni og Faust. Hún hefur ferðast víða með Vesturporti og leikið bæði í London og víða á leikferðum leikhópsins. Nína lék í Kryddlegnum hjörtum, Púntilla og Matta, Fjölskyldunni, Dúfunum, Furðulegt háttalag hunds um nótt og Fólk staðir hlutir í Borgarleikhúsinu. Nína hefur leikið í kvikmyndunum Villiljósi, Hafinu, Börnum og Foreldrum, Sveitabrúðkaupi, Kóngavegi og Brimi. Hún lék einnig í sjónvarpsþáttunum Föngum, Ófærð, Stelpunum og Heimsendi. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Fólk, staðir og hlutir. Nína hlaut styrk úr Minningasjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2005. Nína mun einnig leika í Jólaboðinu, nýju verki sem frumsýnt verður í byrjun nóvember. Þar er á ferð ný útgáfa af verki Thornton Wilder, The Long Cristmas Dinner sem Gísli Örn leikstýrir og vinnur handrit upp úr. Í verkinu er fylgst með fjölskyldu einni í Reykjavík á hundrað ára tímabili.
Leikhús Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira