Þrjótar komust í einkaskilaboð í innbrotinu hjá Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 10:36 Jack Dorsey, forstjóri Twitter, segist miður sín yfir innbrotinu í síðustu viku. Vísir/EPA Forstjóri Twitter staðfesti í gær að tölvuþrjótar sem brutust inn í innri kerfi samfélagsmiðilsins og tóku yfir reikninga heimþekktra notenda í síðustu viku hafi í sumum tilfellum komist í einkaskilaboð þeirra. Baðst hann afsökunar á að fyrirtækið hefði dregist aftur úr í öryggismálum upp á síðkastið. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal þeirra þekktu einstaklinga sem misstu yfirráð yfir Twitter-reikningum sínum til tölvuþrjóta í síðustu viku. Þrjótarnir tístu skilaboðum til fylgjenda þeirra þar sem falast var eftir greiðslum í rafmyntinni bitcoin. Twitter frysti reikningana sem þrjótarnir náðu á sitt vald tímabundið þannig að notendurnir gátu hvorki tíst né skipt um lykilorð á meðan. Í ljós kom að þrjótarnir höfðu komist yfir reikningana með því að brjótast inn í tölvukerfi Twitter. Fyrirtækið sætti gagnrýni fyrir að hafa brugðist seint við og eðli innbrotsins þótti benda til þess að öryggismálum þess væri ábótavant. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, staðfesti að þrjótarnir hefðu komist inn í einkaskilaboð 36 notenda þegar hann ræddi afkomu fyrirtækisins í gær. Á meðal þeirra var reikningur eins kjörins fulltrúa í Hollandi. Twitter telur ekki að skilaboð annarra núverandi eða fyrrverandi embættismanna hafi verið þrjótunum aðgengileg, að sögn Washington Post. „Síðasta vika var virkilega erfið fyrir okkur öll hjá Twitter og við erum miður okkar yfir öryggisatvikinu sem hafði neikvæð áhrif á fólkið sem við þjónum og treystir okkur,“ sagði Dorsey sem viðurkenndi að fyrirtækið hefði ekki gert nóg til að halda í við öryggisvarnir, bæði tæknilegar og mannlegar. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar innbrotið. Þrjótarnir komust inn í innri kerfi Twitter með því að svíkja auðkenni nokkurra starfsmanna út úr þeim. Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. 16. júlí 2020 14:12 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Forstjóri Twitter staðfesti í gær að tölvuþrjótar sem brutust inn í innri kerfi samfélagsmiðilsins og tóku yfir reikninga heimþekktra notenda í síðustu viku hafi í sumum tilfellum komist í einkaskilaboð þeirra. Baðst hann afsökunar á að fyrirtækið hefði dregist aftur úr í öryggismálum upp á síðkastið. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal þeirra þekktu einstaklinga sem misstu yfirráð yfir Twitter-reikningum sínum til tölvuþrjóta í síðustu viku. Þrjótarnir tístu skilaboðum til fylgjenda þeirra þar sem falast var eftir greiðslum í rafmyntinni bitcoin. Twitter frysti reikningana sem þrjótarnir náðu á sitt vald tímabundið þannig að notendurnir gátu hvorki tíst né skipt um lykilorð á meðan. Í ljós kom að þrjótarnir höfðu komist yfir reikningana með því að brjótast inn í tölvukerfi Twitter. Fyrirtækið sætti gagnrýni fyrir að hafa brugðist seint við og eðli innbrotsins þótti benda til þess að öryggismálum þess væri ábótavant. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, staðfesti að þrjótarnir hefðu komist inn í einkaskilaboð 36 notenda þegar hann ræddi afkomu fyrirtækisins í gær. Á meðal þeirra var reikningur eins kjörins fulltrúa í Hollandi. Twitter telur ekki að skilaboð annarra núverandi eða fyrrverandi embættismanna hafi verið þrjótunum aðgengileg, að sögn Washington Post. „Síðasta vika var virkilega erfið fyrir okkur öll hjá Twitter og við erum miður okkar yfir öryggisatvikinu sem hafði neikvæð áhrif á fólkið sem við þjónum og treystir okkur,“ sagði Dorsey sem viðurkenndi að fyrirtækið hefði ekki gert nóg til að halda í við öryggisvarnir, bæði tæknilegar og mannlegar. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar innbrotið. Þrjótarnir komust inn í innri kerfi Twitter með því að svíkja auðkenni nokkurra starfsmanna út úr þeim.
Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. 16. júlí 2020 14:12 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59
FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49
Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. 16. júlí 2020 14:12