Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2020 17:21 „Hún kemur ekki á óvart, þetta var sú dagsetning sem ég hafði giskað á,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að stefna á þingkosningar 25. september 2021. Hann er ekki hrifinn af þessari dagsetningu. „Því það er afleitt fyrir nýja ríkisstjórn að taka við fjárlögum þeirrar síðustu. Þegar kosið er að vori eins og venjan var þá hefst ríkisstjórn handa við að marka sína stefnu og láta hana birtast í fjárlögum. Með þessu er komið í veg fyrir það og ný ríkisstjórn situr uppi með fjárlög þeirrar gömlu,“ segir Sigmundur Davíð. Spurður hvers vegna hann telji þessa dagsetningu hafa orðið fyrir valinu segir Sigmundur Davíð svarið augljóst. „Þetta er ríkisstjórn sem var mynduð um að skipta með sér stólum, frekar en pólitísk markmið. Þannig að þau munu halda í þá stóla eins lengi og þau geta.“ Hann segir að nú blasi við kosningabarátta að sumri og það hafi sína galla. Þjóðin hafi til að mynda takmarkaðan áhuga á pólitískri baráttu að sumarlagi. „Það má segja að hún vilji frið fyrir pólitíkinni að mestu leyti á sumrinu,“ segir Sigmundur Davíð. Hann bendir á að pólitísk umræða detti niður á sumrin. „Kannski er leikurinn til þess gerður. Allt mæli með því að færa kosningarnar yfir á vori, líkt og fjármálaráðherra orðaði það sjálfur skömmu eftir síðustu kosningar að mikilvægt væri að halda kosningar næst að vori. „En svo þegar þau eru komin í ráðherrastólana, þá er erfitt að sleppa þeim.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir kosningar að hausti breyta allri vinnu með fjárlög. Uppbyggingar sé þörf haustið 2021 eftir niðursveifluna sem fylgir kórónuveirunni. „En þingið mun þá taka við fjárlögum sem eru tilbúin fyrir kosningar án þess að hafa fengið að sjá innihaldið. Kannski er innihald þess allt annað en við vildum segja með atkvæðum okkar,“ segir Björn Leví. Spurður hvers vegna hann telji dagsetninguna 25. september hafa orðið fyrir valinu segir hann þetta síðustu mögulega dagsetninguna sem ríkisstjórn Katrínar gat sett fram og sloppið þar með við að sýna fjárlögin. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira
„Hún kemur ekki á óvart, þetta var sú dagsetning sem ég hafði giskað á,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að stefna á þingkosningar 25. september 2021. Hann er ekki hrifinn af þessari dagsetningu. „Því það er afleitt fyrir nýja ríkisstjórn að taka við fjárlögum þeirrar síðustu. Þegar kosið er að vori eins og venjan var þá hefst ríkisstjórn handa við að marka sína stefnu og láta hana birtast í fjárlögum. Með þessu er komið í veg fyrir það og ný ríkisstjórn situr uppi með fjárlög þeirrar gömlu,“ segir Sigmundur Davíð. Spurður hvers vegna hann telji þessa dagsetningu hafa orðið fyrir valinu segir Sigmundur Davíð svarið augljóst. „Þetta er ríkisstjórn sem var mynduð um að skipta með sér stólum, frekar en pólitísk markmið. Þannig að þau munu halda í þá stóla eins lengi og þau geta.“ Hann segir að nú blasi við kosningabarátta að sumri og það hafi sína galla. Þjóðin hafi til að mynda takmarkaðan áhuga á pólitískri baráttu að sumarlagi. „Það má segja að hún vilji frið fyrir pólitíkinni að mestu leyti á sumrinu,“ segir Sigmundur Davíð. Hann bendir á að pólitísk umræða detti niður á sumrin. „Kannski er leikurinn til þess gerður. Allt mæli með því að færa kosningarnar yfir á vori, líkt og fjármálaráðherra orðaði það sjálfur skömmu eftir síðustu kosningar að mikilvægt væri að halda kosningar næst að vori. „En svo þegar þau eru komin í ráðherrastólana, þá er erfitt að sleppa þeim.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir kosningar að hausti breyta allri vinnu með fjárlög. Uppbyggingar sé þörf haustið 2021 eftir niðursveifluna sem fylgir kórónuveirunni. „En þingið mun þá taka við fjárlögum sem eru tilbúin fyrir kosningar án þess að hafa fengið að sjá innihaldið. Kannski er innihald þess allt annað en við vildum segja með atkvæðum okkar,“ segir Björn Leví. Spurður hvers vegna hann telji dagsetninguna 25. september hafa orðið fyrir valinu segir hann þetta síðustu mögulega dagsetninguna sem ríkisstjórn Katrínar gat sett fram og sloppið þar með við að sýna fjárlögin.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira