Almenn ánægja ríkir um skertan opnunartíma skemmtistaða meðal gesta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2020 20:30 Almenn ánægja ríkir um skertan opnunartíma skemmtistaða meðal þeirra gesta sem sóttu næturlíf miðborgarinnar í gærkvöld. „Það var margt um manninn í miðborginni í gærkvöld þar sem fréttastofa var og spurði fólk hvað því þyki um skertan opnunartíma skemmtistaða.“ „Mér finnst þetta geggjað ég var að koma frá Danmörku en ég bý þar. Munurinn er sá að það er gott að fara snemma að sofa mér finnst þetta alveg frábært,“ sagði Karl Emil Karlsson. Karl Emil KarlssonSTÖÐ2 Jónas Jónasson var á sama máli. „Byrja snemma, snemma heim.“ Þannig þú ert ánægður með þetta fyrirkomulag? „Já mér finnst þetta ánægjulegt. Mér finnst algjör óþarfi að menn séu hérna til sex á morgnanna á einhverju djammi,“ sagði Jónas. „Algjörlega, það má kannski vera opið aðeins lengur en ég meina opna fyrr og loka fyrr - allir sáttir,“ sagði Tanja Rán Einarsdóttir. Tanja Rán EinarsdóttirSTÖÐ2 Breytir skertur opnunartími þínu mynstri í skemmtanalífinu? „Já maður fer fyrr að sofa, væntanlega. Betra fyrir heilsuna. Við ættum að halda þessu áfram mér finnst þetta frábært,“ sagði Karl Emil. Einhverjir væru þó til í að vera aðeins lengur úti á lífinu. „Það mætti vera opið svona einn til tveimur tímum lengur,“ sagði María. Kristján Fannar Þorgrímsson kveðst sammála Maríu. „Bærinn mætti vera opinn til eitt að nóttu í minnsta lagi.“ „Nei ég myndi segja til svona tólf á miðnætti,“ sagði Ívar Skúli. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis og um mánaðarmótin verður skemmtistöðum því heimilt að hafa opið til klukkan 24 á kvöldin. Af öllum þeim sem fréttastofa ræddi við í gærkvöld var einungis einn sem vill lengja opnunartímann enn frekar. GAUTISTÖÐ2 „Ellefu eða fjögur, það er ekki eins og vírusinn mæti klukkan tólf á miðnætti,“ sagði Gauti. „Jæja nú er klukkan orðin 23 og mega skemmtistaðir því ekki vera lengur opnir í kvöld. Hér fyrir aftan mig sjáum við fólk tínast út í nóttina.“ Eftir að skemmtistaðir lokuðu bar á því að fólk hópaði sig saman á götum bæjarins og voru flestir í leit að eftirpartýi á meðan aðrir voru komnir með nóg af næturlífinu þetta kvöldið. „Ég ætla bara heim að sofa,“ sagði Tanja Rán. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58 „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Almenn ánægja ríkir um skertan opnunartíma skemmtistaða meðal þeirra gesta sem sóttu næturlíf miðborgarinnar í gærkvöld. „Það var margt um manninn í miðborginni í gærkvöld þar sem fréttastofa var og spurði fólk hvað því þyki um skertan opnunartíma skemmtistaða.“ „Mér finnst þetta geggjað ég var að koma frá Danmörku en ég bý þar. Munurinn er sá að það er gott að fara snemma að sofa mér finnst þetta alveg frábært,“ sagði Karl Emil Karlsson. Karl Emil KarlssonSTÖÐ2 Jónas Jónasson var á sama máli. „Byrja snemma, snemma heim.“ Þannig þú ert ánægður með þetta fyrirkomulag? „Já mér finnst þetta ánægjulegt. Mér finnst algjör óþarfi að menn séu hérna til sex á morgnanna á einhverju djammi,“ sagði Jónas. „Algjörlega, það má kannski vera opið aðeins lengur en ég meina opna fyrr og loka fyrr - allir sáttir,“ sagði Tanja Rán Einarsdóttir. Tanja Rán EinarsdóttirSTÖÐ2 Breytir skertur opnunartími þínu mynstri í skemmtanalífinu? „Já maður fer fyrr að sofa, væntanlega. Betra fyrir heilsuna. Við ættum að halda þessu áfram mér finnst þetta frábært,“ sagði Karl Emil. Einhverjir væru þó til í að vera aðeins lengur úti á lífinu. „Það mætti vera opið svona einn til tveimur tímum lengur,“ sagði María. Kristján Fannar Þorgrímsson kveðst sammála Maríu. „Bærinn mætti vera opinn til eitt að nóttu í minnsta lagi.“ „Nei ég myndi segja til svona tólf á miðnætti,“ sagði Ívar Skúli. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis og um mánaðarmótin verður skemmtistöðum því heimilt að hafa opið til klukkan 24 á kvöldin. Af öllum þeim sem fréttastofa ræddi við í gærkvöld var einungis einn sem vill lengja opnunartímann enn frekar. GAUTISTÖÐ2 „Ellefu eða fjögur, það er ekki eins og vírusinn mæti klukkan tólf á miðnætti,“ sagði Gauti. „Jæja nú er klukkan orðin 23 og mega skemmtistaðir því ekki vera lengur opnir í kvöld. Hér fyrir aftan mig sjáum við fólk tínast út í nóttina.“ Eftir að skemmtistaðir lokuðu bar á því að fólk hópaði sig saman á götum bæjarins og voru flestir í leit að eftirpartýi á meðan aðrir voru komnir með nóg af næturlífinu þetta kvöldið. „Ég ætla bara heim að sofa,“ sagði Tanja Rán.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58 „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58
„Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29