Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 08:01 Anthony Fauci segist hafa fengið fjölmargar morðhótanir að undanförnu. AP/Susan Walsh Forsvarsmenn bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Sinclair Group hafa ákveðið að fresta útsendingu umdeilds þáttar um samsæriskenningu sem snýr að því að Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, hafi komið að þróun nýju kórónuveirunnar. Stefnt er að því að sýna þáttinn um næstu helgi eftir að búið er að auka samhengi og bæta við fleiri sjónarmiðum, samkvæmt talsmanni Sinclair sem AP fréttaveitan ræddi við. Sinclair er umdeilt fyrirtæki sem er mjög umfangsmikið í rekstri héraðsmiðla í Bandaríkjunum og rekur sjónvarpsstöðvar víðsvegar um landið. Til stóð að sýna umræddan þátt: „America This Week“ á öllum stöðvum fyrirtækisins um helgina. Þátturinn hafði áður verið birtur á netinu. Í kjölfar þess var þátturinn harðlega gagnrýndur fyrir að ýta undir hættulegar samsæriskenningar. Meðal annars átti að sýna viðtal við aðila sem komu að myndbandinu Plandemic, sem var í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í sumar. Það er framleitt af andstæðingum bóluefna og inniheldur fjölmargar rangfærslur og lygar um kórónuveiruna og heimsfaraldur hennar. Myndbandið var að endingu fjarlægt af vefjum Facebook, Google og Twitter, þó enn megi finna útgáfur þess þar. ⚠️BLOODY HELL—Sinclair-owned local TV stations across US are set to air the discredited "Plandemic" conspiracy theory. The segment that is set to air asserts Fauci is responsible for creation of #COVID19. Boycott @WeAreSinclair! #SinclairAdvertiserBoycott https://t.co/sDQNMm9STM pic.twitter.com/RkNFZtsEDH— Eric Feigl-Ding (@DrEricDing) July 25, 2020 Sérfræðingar segja rangt að veiran hafi verið þróuð á rannsóknarstofu. Veiran beri þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Þrátt fyrir það var sjónarmiðum þeirra sem komu að Plandemic ekkert mótmælt í umræddum þætti. Eftir þáttinn ræddi Eric Bolling, þáttastjórnandinn sem vann áður á Fox News, við sérfræðin sem sagði „engar vísbendingar um að Fauci hefði komið framleiðslu veirunnar“. Á meðan þátturinn var í gangi var hins vegar textaborði neðst á skjánum þar sem stóð: „Skapaði Fauci veiruna?“ Í fyrstu sagðist Sinclair ætla að sýna þáttinn víðsvegar um Bandaríkin og í yfirlýsingum frá fyrirtækinu var því haldið fram að málið sneri að málfrelsi. Fyrirtækið styddi ekki við þau sjónarmið sem fram kæmu en það styddi málfrelsi og umræðu um „umdeild sjónarmið“. After further review, we have decided to delay this episode's airing. We will spend the coming days bringing together other viewpoints and provide additional context. All stations have been notified not to air this and will instead be re-airing last week’s episode in its place.— Sinclair Broadcast Group (@WeAreSinclair) July 25, 2020 Fauci hefur á undanförnum mánuðum ítrekað verið gagnrýndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og stuðningsmönnum hans vegna ummæla hans um faraldurinn. Hann hefur verið talsmaður þess að auka inngrip í líf Bandaríkjamanna og setja á samkomu- og útgöngubann. Hann er sömuleiðis einn fárra embættismanna sem hafa þorað opinberlega að leiðrétta Trump. Vegna hótana í hans garð þurfti fyrr í sumar að auka öryggisgæslu hans. Hann var nýverið til viðtals í hlaðvarpsþætti þar sem hann ræddi meðal annars þær hótanir sem honum hefur borist. Fauci sagðist þar hafa fengið raunverulegar morðhótanir og að fjölskyldu hans hafi ítrekað verið hótað. „Það er fólk sem er virkilega reitt og heldur að ég sé að hafa áhrif á líf þeirra því ég er að ýta undir heilbrigðisaðgerðir,“ sagði Fauci. Hann sagðist skilja að vissu leyti af hverju fólk væri ósátt við mögulegar aðgerðir sem hafi möguleg neikvæð áhrif. Þessi gífurlega reiði væri þó illskiljanleg. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Forsvarsmenn bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Sinclair Group hafa ákveðið að fresta útsendingu umdeilds þáttar um samsæriskenningu sem snýr að því að Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, hafi komið að þróun nýju kórónuveirunnar. Stefnt er að því að sýna þáttinn um næstu helgi eftir að búið er að auka samhengi og bæta við fleiri sjónarmiðum, samkvæmt talsmanni Sinclair sem AP fréttaveitan ræddi við. Sinclair er umdeilt fyrirtæki sem er mjög umfangsmikið í rekstri héraðsmiðla í Bandaríkjunum og rekur sjónvarpsstöðvar víðsvegar um landið. Til stóð að sýna umræddan þátt: „America This Week“ á öllum stöðvum fyrirtækisins um helgina. Þátturinn hafði áður verið birtur á netinu. Í kjölfar þess var þátturinn harðlega gagnrýndur fyrir að ýta undir hættulegar samsæriskenningar. Meðal annars átti að sýna viðtal við aðila sem komu að myndbandinu Plandemic, sem var í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í sumar. Það er framleitt af andstæðingum bóluefna og inniheldur fjölmargar rangfærslur og lygar um kórónuveiruna og heimsfaraldur hennar. Myndbandið var að endingu fjarlægt af vefjum Facebook, Google og Twitter, þó enn megi finna útgáfur þess þar. ⚠️BLOODY HELL—Sinclair-owned local TV stations across US are set to air the discredited "Plandemic" conspiracy theory. The segment that is set to air asserts Fauci is responsible for creation of #COVID19. Boycott @WeAreSinclair! #SinclairAdvertiserBoycott https://t.co/sDQNMm9STM pic.twitter.com/RkNFZtsEDH— Eric Feigl-Ding (@DrEricDing) July 25, 2020 Sérfræðingar segja rangt að veiran hafi verið þróuð á rannsóknarstofu. Veiran beri þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Þrátt fyrir það var sjónarmiðum þeirra sem komu að Plandemic ekkert mótmælt í umræddum þætti. Eftir þáttinn ræddi Eric Bolling, þáttastjórnandinn sem vann áður á Fox News, við sérfræðin sem sagði „engar vísbendingar um að Fauci hefði komið framleiðslu veirunnar“. Á meðan þátturinn var í gangi var hins vegar textaborði neðst á skjánum þar sem stóð: „Skapaði Fauci veiruna?“ Í fyrstu sagðist Sinclair ætla að sýna þáttinn víðsvegar um Bandaríkin og í yfirlýsingum frá fyrirtækinu var því haldið fram að málið sneri að málfrelsi. Fyrirtækið styddi ekki við þau sjónarmið sem fram kæmu en það styddi málfrelsi og umræðu um „umdeild sjónarmið“. After further review, we have decided to delay this episode's airing. We will spend the coming days bringing together other viewpoints and provide additional context. All stations have been notified not to air this and will instead be re-airing last week’s episode in its place.— Sinclair Broadcast Group (@WeAreSinclair) July 25, 2020 Fauci hefur á undanförnum mánuðum ítrekað verið gagnrýndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og stuðningsmönnum hans vegna ummæla hans um faraldurinn. Hann hefur verið talsmaður þess að auka inngrip í líf Bandaríkjamanna og setja á samkomu- og útgöngubann. Hann er sömuleiðis einn fárra embættismanna sem hafa þorað opinberlega að leiðrétta Trump. Vegna hótana í hans garð þurfti fyrr í sumar að auka öryggisgæslu hans. Hann var nýverið til viðtals í hlaðvarpsþætti þar sem hann ræddi meðal annars þær hótanir sem honum hefur borist. Fauci sagðist þar hafa fengið raunverulegar morðhótanir og að fjölskyldu hans hafi ítrekað verið hótað. „Það er fólk sem er virkilega reitt og heldur að ég sé að hafa áhrif á líf þeirra því ég er að ýta undir heilbrigðisaðgerðir,“ sagði Fauci. Hann sagðist skilja að vissu leyti af hverju fólk væri ósátt við mögulegar aðgerðir sem hafi möguleg neikvæð áhrif. Þessi gífurlega reiði væri þó illskiljanleg.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira