Fundu eftirlýstan mann sofandi í rútu í Árbænum Sylvía Hall skrifar 27. júlí 2020 06:33 Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt. Vísir/vilhelm Rúmlega sextíu mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu. Lögregla var kölluð til vegna manns í annarlegu ástandi sem var sofandi í rútu í Árbæ en þegar lögregla mætti á vettvang og vakti manninn kom í ljós að hann var eftirlýstur. Var maðurinn fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa. Í Kópavogi höfðu tvö þrettán ára börn klifrað upp á skólabyggingu en þegar þau voru komin upp á þak féll niður stiginn sem þau höfðu notað til þess að komast upp. Þegar lögreglu bar að garði hafði ein móðir mætt á svæðið til þess að bjarga þeim niður. Þá aðstoðaði lögregla mann í Kópavogi sem hafði verið ofurölvi á reiðhjóli og fallið á höfuðið. Sjúkraflutningamenn skoðuðu manninn og var honum síðar ekið heim ásamt hjólinu, enda ekki í ástandi til þess að koma sér heim sjálfur að því er segir í dagbók lögreglu. Lögregla stöðvaði för ungra drengja sem höfðu verið á rúntinum í Hlíðahverfi, en í ljós kom að þar var um fjórtán ára dreng að ræða sem hafði tekið bifreið ófrjálsri hendi og keyrt um með fjóra jafnaldra sína. Í Garðabæ var ekið á þrettán ára dreng á vespu en hann slapp ómeiddur samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Lítils háttar skemmdir voru á vespunni. Þá var talsverður erill í miðborginni en tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Annar ökumaðurinn hafði ekið á tvær bifreiðar og reynt að flýja vettvang og var sá vistaður í fangaklefa og verður færður í skýrslutöku þegar rennur af honum. Einn var handtekinn í miðborginni vegna þjófnaðar úr verslun. Þegar öryggisvörður reyndi að stöðva manninn réðst maðurinn á hann en að lokum náðist að yfirbuga manninn og var hann vistaður í fangaklefa. Lögreglumál Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Rúmlega sextíu mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu. Lögregla var kölluð til vegna manns í annarlegu ástandi sem var sofandi í rútu í Árbæ en þegar lögregla mætti á vettvang og vakti manninn kom í ljós að hann var eftirlýstur. Var maðurinn fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa. Í Kópavogi höfðu tvö þrettán ára börn klifrað upp á skólabyggingu en þegar þau voru komin upp á þak féll niður stiginn sem þau höfðu notað til þess að komast upp. Þegar lögreglu bar að garði hafði ein móðir mætt á svæðið til þess að bjarga þeim niður. Þá aðstoðaði lögregla mann í Kópavogi sem hafði verið ofurölvi á reiðhjóli og fallið á höfuðið. Sjúkraflutningamenn skoðuðu manninn og var honum síðar ekið heim ásamt hjólinu, enda ekki í ástandi til þess að koma sér heim sjálfur að því er segir í dagbók lögreglu. Lögregla stöðvaði för ungra drengja sem höfðu verið á rúntinum í Hlíðahverfi, en í ljós kom að þar var um fjórtán ára dreng að ræða sem hafði tekið bifreið ófrjálsri hendi og keyrt um með fjóra jafnaldra sína. Í Garðabæ var ekið á þrettán ára dreng á vespu en hann slapp ómeiddur samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Lítils háttar skemmdir voru á vespunni. Þá var talsverður erill í miðborginni en tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Annar ökumaðurinn hafði ekið á tvær bifreiðar og reynt að flýja vettvang og var sá vistaður í fangaklefa og verður færður í skýrslutöku þegar rennur af honum. Einn var handtekinn í miðborginni vegna þjófnaðar úr verslun. Þegar öryggisvörður reyndi að stöðva manninn réðst maðurinn á hann en að lokum náðist að yfirbuga manninn og var hann vistaður í fangaklefa.
Lögreglumál Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira