Í athugun hvort grípa þurfi til hertari aðgerða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2020 12:22 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. ARNAR HALLDÓRSSON Tuttugu og einn er með staðfest kórónuveirusmit hér á landi og 173 eru í sóttkví. Í athugun er hvort grípa þurfi til hertari aðgerða. Af þeim tuttugu og einum sem er smitaður eru tíu innanlandssmit. „Þar af eru sjö sem tengjast hópsýkingu sem var staðfest i gær. Nú í dag kom í ljós út frá raðgreiningarupplýsingum að sennilega tengjast þessi smit á einhvern hátt smitunum sem komu upp og voru kennd við íþróttamót,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis í samtali við fréttastofu. Verið sé að skoða hver möguleg tengsl smitaðra séu. Ellefu af málunum tuttugu og einu eru aðskilin og í tveimur þeirra hefur uppruni smits ekki fengist staðfestur. Þeir einstaklingar sem eru með staðfest smit hafa sýnt einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur en enginn er á sjúkrahúsi vegna þessa. 173 eru í sóttkví vegna þessa og enginn þeirra með einkenni enn sem stendur. Þarf að grípa til hertari aðgerða? „Það er enn bara allt í athugun,“ segir Kamilla. „Fyrst og fremst er ástæða til að vera vel vakandi fyrir því hverjir þurfa að fara i sýnatöku og gefa út skýrar línur með það. Slíkt er á dagskrá og verður rætt við heilsugæsluna og aðra aðila sem málið varðar.“ Of snemmt sé að segja til um hvort önnur bylgja faraldursins sé hafin. Einn hinna smituðu er með erlent ríkisfang og kom hingað til lands vegna starfs síns. Kamilla biðlar til vinnuveitenda sem eru með erlent vinnuafl í starfi að vera vakandi fyrir einkennum. „Það er mjög mikilvægt að þakka fyrir það að vinnuveitendur séu meðvitaðir um það að ef þeir eru með stóran hóp af erlendu vinnuafli að biðja um og ýta á að það séu tekin sýni ef það koma upp veikindi sem gætu verið vegna kórónuveirunnar,“ segir Kamilla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 21 með virkt kórónuveirusmit hér á landi Í dag eru í heildina 21 með staðfest smit veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 27. júlí 2020 10:34 Sex ný smit greindust innanlands Sex ný innanlandssmit kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi í kvöld. Smitin tengjast öll einstaklingi sem kom til landsins 15. júlí síðastliðinn 26. júlí 2020 19:44 Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. 26. júlí 2020 19:00 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra Sjá meira
Tuttugu og einn er með staðfest kórónuveirusmit hér á landi og 173 eru í sóttkví. Í athugun er hvort grípa þurfi til hertari aðgerða. Af þeim tuttugu og einum sem er smitaður eru tíu innanlandssmit. „Þar af eru sjö sem tengjast hópsýkingu sem var staðfest i gær. Nú í dag kom í ljós út frá raðgreiningarupplýsingum að sennilega tengjast þessi smit á einhvern hátt smitunum sem komu upp og voru kennd við íþróttamót,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis í samtali við fréttastofu. Verið sé að skoða hver möguleg tengsl smitaðra séu. Ellefu af málunum tuttugu og einu eru aðskilin og í tveimur þeirra hefur uppruni smits ekki fengist staðfestur. Þeir einstaklingar sem eru með staðfest smit hafa sýnt einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur en enginn er á sjúkrahúsi vegna þessa. 173 eru í sóttkví vegna þessa og enginn þeirra með einkenni enn sem stendur. Þarf að grípa til hertari aðgerða? „Það er enn bara allt í athugun,“ segir Kamilla. „Fyrst og fremst er ástæða til að vera vel vakandi fyrir því hverjir þurfa að fara i sýnatöku og gefa út skýrar línur með það. Slíkt er á dagskrá og verður rætt við heilsugæsluna og aðra aðila sem málið varðar.“ Of snemmt sé að segja til um hvort önnur bylgja faraldursins sé hafin. Einn hinna smituðu er með erlent ríkisfang og kom hingað til lands vegna starfs síns. Kamilla biðlar til vinnuveitenda sem eru með erlent vinnuafl í starfi að vera vakandi fyrir einkennum. „Það er mjög mikilvægt að þakka fyrir það að vinnuveitendur séu meðvitaðir um það að ef þeir eru með stóran hóp af erlendu vinnuafli að biðja um og ýta á að það séu tekin sýni ef það koma upp veikindi sem gætu verið vegna kórónuveirunnar,“ segir Kamilla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 21 með virkt kórónuveirusmit hér á landi Í dag eru í heildina 21 með staðfest smit veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 27. júlí 2020 10:34 Sex ný smit greindust innanlands Sex ný innanlandssmit kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi í kvöld. Smitin tengjast öll einstaklingi sem kom til landsins 15. júlí síðastliðinn 26. júlí 2020 19:44 Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. 26. júlí 2020 19:00 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra Sjá meira
21 með virkt kórónuveirusmit hér á landi Í dag eru í heildina 21 með staðfest smit veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 27. júlí 2020 10:34
Sex ný smit greindust innanlands Sex ný innanlandssmit kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi í kvöld. Smitin tengjast öll einstaklingi sem kom til landsins 15. júlí síðastliðinn 26. júlí 2020 19:44
Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. 26. júlí 2020 19:00