Klopp valinn besti þjálfarinn | Vakti Sir Alex Ferguson um miðja nótt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 08:00 Klopp virðist hafa skemmt sér ágætlega kvöldið sem Liverpool varð Englandsmeistari. Paul Ellis/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var valinn þjálfari ársina á Englandi í gær eins og Vísir greindi frá. Þjálfarar allra liða í Englandi, sem eru í deildarkeppni þar að segja, hafa kosningarétt og hafa úrslitin oftar en ekki komið á óvart. Til að mynda vann Chris Wilder - þjálfari Sheffield United - þau á síðustu leiktíð og var hann í öðru sæti í ár. Liverpool - sem voru einnig frábærir á síðasta tímabili - voru nær óstöðvandi framan af þessu tímabili og var það enginn annar en goðsögnin Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United og af mörgum talinn besti þjálfari allra tíma - sem tilkynnti Klopp það að hann hefði unnið verðlaunin. Raunar er það svo að verðlaunin sem Klopp fékk eru nefnd í höfuðið á Sir Alex. Það er ljóst að þeir tveir eiga ágætis skap saman en Klopp vakti víst Ferguson, sem er orðinn 78 ára gamall, um miðja nótt til að tilkynna honum að Liverpool væru orðnir Englandsmeistarar. „Sigurvegarinn er að sjálfsögðu Jurgen Klopp. Það er talað um Leeds United og þau 16 ár sem þeir voru í Championship (B-deildinni). Það eru 30 ár síðan Liverpool vann deildina og þeir áttu það fyllilega skilið. Frammistaðan hjá liðinu þínu var mögnuð, persónuleiki þinn skín í gegnum allt félagið og þetta var frábær frammistaða.“ „Ég fyrirgef þér fyrir að vekja mig klukkan hálf fjögur um nóttina til að segja mér að þú hafir unnið deildina, takk fyrir. En þú áttir þetta skilið, til hamingju,“ sagði Sir Alex Ferguson að lokum. I ll forgive you for waking me up at half three in the morning to tell that you d won the League Just Alex Ferguson announcing Jürgen Klopp as the LMA Manager of the Year pic.twitter.com/9OdMwMoO73— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) July 27, 2020 „Ég er mjög ánægður að vinna hinn magnaða Sir Alex Ferguson-bikar, verðlaun sem eru nefnd í höfuðið á manninum sem ég ber svo mikla virðingu fyrir. Ég veit það er ekki viðeigandi að segja þetta sem þjálfari Liverpool en ég ber gífurlega virðingu fyrir honum. Hann var fyrsti breski þjálfarinn sem ég hitti, það er langt síðan og ég veit ekki hvort hann muni eftir því en ég mun aldrei gleyma því fyrir mér var þetta eins og að hitta páfann,“ sagði Klopp er hann tók við verðlaununum. „Það er sérstakt að vinna þessi verðlaun því það erum við þjálfararnir sem kjósum hver á þau skilið.“ „Ég er hér út af þjálfarateymi mínu. Ég er allt í lagi þjálfari en það er teymið mitt sem er sérstakt og ég elska að vinna með þeim,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var valinn þjálfari ársina á Englandi í gær eins og Vísir greindi frá. Þjálfarar allra liða í Englandi, sem eru í deildarkeppni þar að segja, hafa kosningarétt og hafa úrslitin oftar en ekki komið á óvart. Til að mynda vann Chris Wilder - þjálfari Sheffield United - þau á síðustu leiktíð og var hann í öðru sæti í ár. Liverpool - sem voru einnig frábærir á síðasta tímabili - voru nær óstöðvandi framan af þessu tímabili og var það enginn annar en goðsögnin Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United og af mörgum talinn besti þjálfari allra tíma - sem tilkynnti Klopp það að hann hefði unnið verðlaunin. Raunar er það svo að verðlaunin sem Klopp fékk eru nefnd í höfuðið á Sir Alex. Það er ljóst að þeir tveir eiga ágætis skap saman en Klopp vakti víst Ferguson, sem er orðinn 78 ára gamall, um miðja nótt til að tilkynna honum að Liverpool væru orðnir Englandsmeistarar. „Sigurvegarinn er að sjálfsögðu Jurgen Klopp. Það er talað um Leeds United og þau 16 ár sem þeir voru í Championship (B-deildinni). Það eru 30 ár síðan Liverpool vann deildina og þeir áttu það fyllilega skilið. Frammistaðan hjá liðinu þínu var mögnuð, persónuleiki þinn skín í gegnum allt félagið og þetta var frábær frammistaða.“ „Ég fyrirgef þér fyrir að vekja mig klukkan hálf fjögur um nóttina til að segja mér að þú hafir unnið deildina, takk fyrir. En þú áttir þetta skilið, til hamingju,“ sagði Sir Alex Ferguson að lokum. I ll forgive you for waking me up at half three in the morning to tell that you d won the League Just Alex Ferguson announcing Jürgen Klopp as the LMA Manager of the Year pic.twitter.com/9OdMwMoO73— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) July 27, 2020 „Ég er mjög ánægður að vinna hinn magnaða Sir Alex Ferguson-bikar, verðlaun sem eru nefnd í höfuðið á manninum sem ég ber svo mikla virðingu fyrir. Ég veit það er ekki viðeigandi að segja þetta sem þjálfari Liverpool en ég ber gífurlega virðingu fyrir honum. Hann var fyrsti breski þjálfarinn sem ég hitti, það er langt síðan og ég veit ekki hvort hann muni eftir því en ég mun aldrei gleyma því fyrir mér var þetta eins og að hitta páfann,“ sagði Klopp er hann tók við verðlaununum. „Það er sérstakt að vinna þessi verðlaun því það erum við þjálfararnir sem kjósum hver á þau skilið.“ „Ég er hér út af þjálfarateymi mínu. Ég er allt í lagi þjálfari en það er teymið mitt sem er sérstakt og ég elska að vinna með þeim,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04