Segir að Man United verði að fjárfesta í nýjum markverði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 08:30 Roy Keane er ekki aðdáandi David De Gea, svo vægt sé tekið til orða. Vísir/Independent David De Gea, spænski markvörður Manchester United, hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og gert fleiri mistök en vanalegt er. Roy Keane – fyrrum fyrirliði Manchester United – virðist vera sérstaklega í nöp við þann spænska og segir, enn og aftur, að liðið verði að fjárfesta í nýjum markverði. Keane var á Sky Sports að fjalla um leik Manchester United og Leicester City í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Þar viðurkenndi hann einfaldlega að hann væri ekki aðdáandi De Gea. „Hann gerir alltof mikið af mistökum, mistökum sem kosta United stig. Ef United vilja berjast um titilinn þurfa þeir betri markmann. Þeir þurfa að breyta, þeir hafa gert það áður,“ sagði Keane í sínum einstaka tón um helgina. 'He makes far too many mistakes' - Roy Keane calls on United to axe David de Geahttps://t.co/a1sq3kPwKO pic.twitter.com/8tTQxVkfVM— Independent Sport (@IndoSport) July 28, 2020 „Framherjar eru settir á bekkinn og seldir, sama með miðjumenn en út af einhverri stórskrítinni ástæðu verða lið að halda sig við sama markvörðinn aðeins lengur af því hann gerði eitthvað fyrir tveimur eða þremur árum,“ bætti Keane við. Frá 2013 til 2020 – þegar kórónufaraldurinn skall á – gerði De Gea tíu mistök sem leiddu til marks hjá mótherjum Man United. Frá 2013 og fram að upphafi tímabilsins 2018-2019 þá gerði spænski markvörðurinn þó aðeins þrjú mistök sem leiddu til þess að mótherji Man Utd skoraði. Hin sjö mistökin hafa komið á síðustu tveimur leiktíðum. My team https://t.co/TysCsAABzR— David de Gea (@D_DeGea) July 27, 2020 Á síðustu tveimur tímabilum hefur Spánverjinn hins vegar kostað Man Utd sjö mörk sem og hann átti afleitan leik gegn Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. Keane benti að lokum á hvernig Liverpool hefði losað sig við Loris Karius – sem þeir voru nýbúnir að kaupa – og eytt fúlgum fjár í Alisson í kjölfarið. „Hvað er málið? Ef De Gea er að gera mistök skiptið honum þá út. Það eru fleiri góðir markverðir þarna úti,“ sagði Keane að lokum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Solskjær: Næsta skref er að vinna eitthvað Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var að vonum kampakátur með að liðið hafi tryggt sér þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mun því leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. 26. júlí 2020 19:00 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
David De Gea, spænski markvörður Manchester United, hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og gert fleiri mistök en vanalegt er. Roy Keane – fyrrum fyrirliði Manchester United – virðist vera sérstaklega í nöp við þann spænska og segir, enn og aftur, að liðið verði að fjárfesta í nýjum markverði. Keane var á Sky Sports að fjalla um leik Manchester United og Leicester City í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Þar viðurkenndi hann einfaldlega að hann væri ekki aðdáandi De Gea. „Hann gerir alltof mikið af mistökum, mistökum sem kosta United stig. Ef United vilja berjast um titilinn þurfa þeir betri markmann. Þeir þurfa að breyta, þeir hafa gert það áður,“ sagði Keane í sínum einstaka tón um helgina. 'He makes far too many mistakes' - Roy Keane calls on United to axe David de Geahttps://t.co/a1sq3kPwKO pic.twitter.com/8tTQxVkfVM— Independent Sport (@IndoSport) July 28, 2020 „Framherjar eru settir á bekkinn og seldir, sama með miðjumenn en út af einhverri stórskrítinni ástæðu verða lið að halda sig við sama markvörðinn aðeins lengur af því hann gerði eitthvað fyrir tveimur eða þremur árum,“ bætti Keane við. Frá 2013 til 2020 – þegar kórónufaraldurinn skall á – gerði De Gea tíu mistök sem leiddu til marks hjá mótherjum Man United. Frá 2013 og fram að upphafi tímabilsins 2018-2019 þá gerði spænski markvörðurinn þó aðeins þrjú mistök sem leiddu til þess að mótherji Man Utd skoraði. Hin sjö mistökin hafa komið á síðustu tveimur leiktíðum. My team https://t.co/TysCsAABzR— David de Gea (@D_DeGea) July 27, 2020 Á síðustu tveimur tímabilum hefur Spánverjinn hins vegar kostað Man Utd sjö mörk sem og hann átti afleitan leik gegn Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. Keane benti að lokum á hvernig Liverpool hefði losað sig við Loris Karius – sem þeir voru nýbúnir að kaupa – og eytt fúlgum fjár í Alisson í kjölfarið. „Hvað er málið? Ef De Gea er að gera mistök skiptið honum þá út. Það eru fleiri góðir markverðir þarna úti,“ sagði Keane að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Solskjær: Næsta skref er að vinna eitthvað Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var að vonum kampakátur með að liðið hafi tryggt sér þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mun því leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. 26. júlí 2020 19:00 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40
Solskjær: Næsta skref er að vinna eitthvað Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var að vonum kampakátur með að liðið hafi tryggt sér þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mun því leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. 26. júlí 2020 19:00
United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55