Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2020 23:55 Hildur Sólveig Sigurðardóttir bæjarfulltrúi segir óeðlilegt að færa Ólaf Helga til Vestmannaeyja ef niðurstaðan er sú að hann er óhæfur til að gegna embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Vísir „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum,“ segir Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í færslu á Facebook. Þar deilir hún frétt þar sem greint er frá því að dómsmálaráðherra hafi tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann verði fluttur til Vestmannaeyja. Að sögn Hildar væri slíkur flutningur óásættanlegur og gjaldfelling á embættinu í Vestmannaeyjum. Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga. Vísir greindi frá því í síðustu viku að fjórir af sjö æðstu yfirmönnum embættisins ynnu gegn honum og héldu upplýsingum frá honum. Þá hefðu starfsmenn kvartað undan framkomu Ólafs Helga en ekki hafi verið tekið á þeim málum heldur hafi hann hótað starfsmönnunum brottrekstri. Hópur yfirmanna hafi jafnframt kvartað undan honum til dómsmálaráðuneytisins. Hildur segir eðlilegast ef staða lögreglustjórans í Vestmannaeyjum yrði auglýst. Þá gæti Ólafur Helgi sótt um eins og hver annar, en það væri óeðlilegt að færa hann þangað og þá sérstaklega í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Suðurnesjum. „Að veita einhverjum tækifæri umfram annan og hvað þá einhverjum sem nota bene er hringamiðjan í þessu erfiða máli á Suðurnesjum væri óásættanlegt,“ skrifar Hildur. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands, tjáir sig einnig um málið á Twitter síðu sinni. Þar hvetur hann Víði Reynisson yfirlögregluþjón til þess að sækja um og beinir því næst orðum sínum að Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og segir Vestmannaeyjar ekki „ruslakistu fyrir óhæfa embættismenn“. Ég skora á Eyjamanninn @VidirReynisson að sækja um embættið og flytja heim! Ég kem með rétt á eftir þér heim Víðir!@aslaugarna póstnúmerið 900 er ekki ruslakista fyrir óhæfa embættismenn!! Eyjamenn eru Bítlafólk ekki Stones!!https://t.co/13vQApaTJq— Kjartan Vído (@VidoKjartan) July 28, 2020 Samfélagsmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Suðurnesjabær Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um stöðuna á Suðurnesjum Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum. 24. júlí 2020 13:07 Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. 25. júlí 2020 19:57 Fjórir yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum sagðir reyna að grafa undan lögreglustjóra Djúpstæð og alvarleg átök innan lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. júlí 2020 16:26 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
„Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum,“ segir Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í færslu á Facebook. Þar deilir hún frétt þar sem greint er frá því að dómsmálaráðherra hafi tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann verði fluttur til Vestmannaeyja. Að sögn Hildar væri slíkur flutningur óásættanlegur og gjaldfelling á embættinu í Vestmannaeyjum. Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga. Vísir greindi frá því í síðustu viku að fjórir af sjö æðstu yfirmönnum embættisins ynnu gegn honum og héldu upplýsingum frá honum. Þá hefðu starfsmenn kvartað undan framkomu Ólafs Helga en ekki hafi verið tekið á þeim málum heldur hafi hann hótað starfsmönnunum brottrekstri. Hópur yfirmanna hafi jafnframt kvartað undan honum til dómsmálaráðuneytisins. Hildur segir eðlilegast ef staða lögreglustjórans í Vestmannaeyjum yrði auglýst. Þá gæti Ólafur Helgi sótt um eins og hver annar, en það væri óeðlilegt að færa hann þangað og þá sérstaklega í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Suðurnesjum. „Að veita einhverjum tækifæri umfram annan og hvað þá einhverjum sem nota bene er hringamiðjan í þessu erfiða máli á Suðurnesjum væri óásættanlegt,“ skrifar Hildur. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands, tjáir sig einnig um málið á Twitter síðu sinni. Þar hvetur hann Víði Reynisson yfirlögregluþjón til þess að sækja um og beinir því næst orðum sínum að Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og segir Vestmannaeyjar ekki „ruslakistu fyrir óhæfa embættismenn“. Ég skora á Eyjamanninn @VidirReynisson að sækja um embættið og flytja heim! Ég kem með rétt á eftir þér heim Víðir!@aslaugarna póstnúmerið 900 er ekki ruslakista fyrir óhæfa embættismenn!! Eyjamenn eru Bítlafólk ekki Stones!!https://t.co/13vQApaTJq— Kjartan Vído (@VidoKjartan) July 28, 2020
Samfélagsmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Suðurnesjabær Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um stöðuna á Suðurnesjum Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum. 24. júlí 2020 13:07 Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. 25. júlí 2020 19:57 Fjórir yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum sagðir reyna að grafa undan lögreglustjóra Djúpstæð og alvarleg átök innan lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. júlí 2020 16:26 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um stöðuna á Suðurnesjum Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum. 24. júlí 2020 13:07
Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. 25. júlí 2020 19:57
Fjórir yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum sagðir reyna að grafa undan lögreglustjóra Djúpstæð og alvarleg átök innan lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. júlí 2020 16:26