MAST gefur lítið fyrir baráttu Brynju Dan Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2020 08:20 Brynja Dan Gunnarsdóttir, einn stofnenda Extraloppunnar, telur að megi bæta aðbúnað dýra í dýragarðinum Slakka á Suðurlandi. Hún hvatti fylgjendur sína á samfélagsmiðlum til að senda Matvælastofnun ábendingu um aðbúnaðinn og segja má að þeir hafi svarað kallinu. vísir/stöð 2 Hvatning Brynju Dan Gunnarsdóttur til fylgjenda sinna á Instagram samsvaraði „einkar óvæginni og rætinni herferð“ í garð dýragarðsins í Slakka, að mati dýralæknis hjá Matvælastofnun. Stofnuninni hafi borist 35 tilkynningar eftir ákall Brynju þar sem gerðar voru athugasemdir við dýrahald í Slakka - „og mátti lesa af sumum þeirra að viðkomandi hafði aldrei komið í húsdýragarðinn.“ Brynja Dan telur þó dæmin og nýlega heimildarmynd sanna að MAST sé ekki alltaf með puttann á púlsinum. „Ég vil taka það skýrt fram að ég hef ekkert á móti fólkinu í Slakka,“ segir Brynja Dan í samtali við Vísi. „Ég var fyrst og fremst bara að lýsa því sem margir hafa sagt: Að dýragarðar séu barn síns tíma.“ Eins og margir aðrir Íslendingar þetta sumarið heimsótti Brynja dýragarðinn Slakka að Laugarási á dögunum, þar sem gestir geta komist í návígi við húsdýr. Þar býðst börnum t.a.m. að halda á kettlingum, páfagaukum, kanínunum og hænum auk þess sem þar má sjá stærri dýr á borð við geitur, refi og kýr. Eftir heimsóknina var Brynju mikið niðri fyrir og ber löng færsla hennar á Instagram, sem sjá má hér að ofan, þess merki. Þar segist hún hafa gert athugasemdir við aðbúnað dýranna, ekki síst geitanna sem að hennar mati hafa úr litlu plássi að moða. Þau fáu svör sem hún fékk hafi einkennst af hroka - „það var hlegið að mér,“ segir Brynja við Vísi. Hún telur jafnframt aðfinnsluvert hversu greiðan aðgang gestir garðsins hafa að ungviði. „Það er t.d. hægt að halda á kettlingum, þeir eru teknir frá mömmu sinni og hnoðast með þá oft og í marga tíma á dag, eftirlitslaust og á ábyrgð foreldra en ekki starfsmanna“ segir Brynja. Af myndum á Facebook-síðu garðsins að dæma virðist það einmitt vera mikið aðdráttarafl. Brynja er með næstum 15 þúsund fylgjendur á Instagram og var hún því ekki lengi að fá viðbrögð við færslu sinni. Spurningum, „ömurlegum“ reynslusögum og myndum frá Slakka hafi hreinilega rignt inn. „Getum við bara öll haft gagnrýna hugsun og tilkynnt svona? Ég er miður mín,“ skrifaði Brynja til fylgjenda sinna. „Margir sendu mér að þeim þyki svona garðar ekki lengur boðlegir í nútímasamfélagi og að þeim hafi fundist mörgu ábótavant - en svo er kannski bara brotabrot sem tilkynnir það. Þannig virkum við sem samfélag. Með því að horfa gagnrýnum augum á hlutina þá getum við breytt þeim.“ Matvælastofnun segist ekki hafa neina ástæðu til gera athugasemdir við starfsemi Slakka.stöð 2 MAST borist tugir athugasemda Fylgjendur Brynju á Instagram virðast hafa svarað kalli hennar ef marka má athugasemdirnar sem Matvælastofnun, sem sinnir eftirliti með dýragörðum, hefur fengið á síðustu dögum. „Okkur berast stundum ábendingar þar sem augljóslega kemur fram að tilkynnandi hefur sett hugsanir sínar fram á samfélagsmiðlum og þá fylgja oft nokkrir í kjölfarið og taka undir orð síðasta ræðumanns. Húsdýragarðurinn í Slakka hefur ekki farið varhluta af þessu,“ segir Gunnar Þorkelsson héraðsdýralæknur Suðurumdæmis hjá MAST. Alls hafi stofnuninni borist um 35 ábendingar eftir færslu Brynju - „og mátti lesa af sumum þeirra að viðkomandi hafði aldrei komið í húsdýragarðinn í Slakka,“ segir Gunnar. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir með páfagauk í Slakka. Þessi virðist þó ekki hafa reytt á sér bringuna.Stöð 2 Tveir páfagaukar til skoðunar Matvælastofnun hefur haft auga með Slakka og segir Gunnar að í gegnum árin hafi ekki verið talið tilefni til að gera „alvarlegar athugasemdir við starfsemina.“ Aðbúnaður dýra, meðferð og öll umhirða að Slakka sé „með ágætum“ að mati stofnunarinnar. Eftirlitsmenn MAST hafi síðast farið í Slakka á föstudag í síðustu viku, eftir að Brynja gagnrýndi garðinn - „og þá voru aðeins gerðar athugasemdir við tvo páfagauka sem hafa reytt af sér fiður á bringu,“ segir Gunnar. Hann bætir við að Slakki eigi jafnframt í samstarfi við dýralæknaþjónustu sem komi þangað reglulega til að fylgjast með heilbrigði dýranna í garðinum. Síðasta heimsókn dýralæknanna hafi verið á fimmtudag í síðustu viku, sem einnig var eftir heimsókn Brynju. Óvægið og rætið Gunnar segir að því sé þó ekki að neita fólk sendi MAST reglulega kvartanir og athugasemdir „sem ekki eiga við rök að styðjast.“ Þær 35 ábendingar sem Matvælastofnun bárust eftir ákall Brynju hafi hins vegar verið „einkar óvægnar og rætnar“ að mati Gunnars. „Það eina sem unnt er að taka undir með þeim eru páfagaukarnir sem reyta af sér fiðrið en þeir virðast samt við góða líkamlega heilsu, en farið hefur verið fram á að finna út úr hvað þar er á ferðinni í samvinnu við þjónustudýralækna garðsins.“ Brynja Dan varð þjóðþekkt eftir að komið fram í þættinum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Átti að mæta níu sinnum en mætti einu sinni. Í færslu sinni og í samtali við Vísi segist Brynja Dan hafa fengið fjölda ábendinga frá fólki um að MAST hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu nægilega vel, sem Brynja telur að kunni að skýrast af fjárskorti. Tók hún dæmi af konu með lausagönguhænur sem býst við heimsókn frá MAST þrisvar á ári. MAST hafi hins vegar komið einu sinni á undanförnum árum. „Þá sýndi heimildarmyndin um hundinn Rjóma, sem sýnd var um daginn í sjónvarpinu, að MAST er ekki alveg með puttann á púlsinum,“ segir Brynja. Vísar hún þar til myndarinnar Rjóma eftir Freyju Kristinsdóttur, sem segir frá fimm ára baráttu Hilmars Egils Jónssonar til að flytja inn English Bull Terrier-rakkann Rjóma. Kvikmyndin er ekki lengur aðgengileg á vef Ríkisútvarpsins en í stuttu máli má segja að Matvælastofnun leiki lykilhlutverk í myndinni. Fólk losni við tilkynningahræðslu Burtséð frá því hvort Matvælastofnun sé fjársvelt, ákvarðanafælin eða að lögin um dýrahald séu óskýr eigi fólk að vera duglegra að tilkynna um vanrækslu að mati Brynju. „Ef við sjáum barn eða dýr sem greinilega er ekki hugsað nógu vel um þá eigum við að láta vita. Þannig knýjum við fram breytingar og reynum a.m.k. að breyta heiminum til hins betra,“ segir Brynja. Segja má að hún hafi farið að eigin fyrirmælum í þessum efnum; eftir heimsóknina í Slakka setti hún sig ekki aðeins í samband við Matvælastofnun heldur jafnframt nýjan forstjóra MAST, landbúnaðarráðherra og yfirdýralækni - „til að fá svörin sem ekki fengust,“ segir Brynja. „Ég vona að þessi hræðsla við að tilkynna svona hluti sé að fara úr fólki. Því við erum heild, við erum samfélag, við berum ábyrgð á náunganum og við eigum að hjálpast að.“ Ekki persónulegt Það eru þó ekki allir sammála Brynju. Þannig segist hún hafa fengið nokkur skilaboð frá fólki sem gagnrýni afskiptasemi hennar af Slakka. „Já, ég hef alveg orðið fyrir áreiti út af þessu. Alls konar fólk að spyrja hvers vegna ég sé að reyna að eyðileggja fjölskyldurekstur,“ segir Brynja en bætir við að fólkið á bakvið garðinn hafi aldrei verið í fyrirrúmi í hennar gagnrýni. „Ég hef aldrei og mun aldrei ráðast á einstaklinga, mín orð beinast alltaf að fyrirtækinu sem slíku,“ segir Brynja. „Já, ég gagnrýndi aðbúnað og utanumhald en ég vil taka það skýrt fram að ég hef ekkert á móti fólkinu í Slakka. Ég hef ekkert slæmt um þau að segja og þau eru líklega bara yndælis fólk. Það er samt enginn rekstur sem er yfir gagnrýni hafinn - hvað þá rekstur sem er barn síns tíma.“ Selur og hænur í Slakka., en selahald í Húsdýragarðinum hefur sætt gagnrýni á síðustu misserum.stöð 2 Dýrin eigi að njóta vafans Ljóst er að Brynja er ekki ein um þá skoðun að dýragarðar séu tímaskekkja. Nægir þar að nefna háværu umræðuna um heimildarmyndina Blackfish sem varpaði ljósi á aðbúnað háhyrninga í Seaworld. Nærtækara dæmi er þó líklega að finna í Laugardal. Ekki er nema hálft ár síðan að Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði til í borgarráði að borgin hætti að halda villt dýr í Húsdýragarðinum. Hildur sagði við Vísi á sínum tíma að hugmyndin hafi blundað í sér lengi og að hún rímaði við umræðuna sem þá var uppi um garðinn. Örfáum mánuðum áður hafði selurinn Snorri gefið upp öndina í garðinum, þrítugur að aldri. „Ég held að fólk í dag sé miklu meðvitaðra um aðbúnað dýra í dýragörðum og vill gera betur. Mér finnst ákveðin tímaskekkja hvernig við höldum á málum í garðinum,“ sagði Hildur. Það gefi garðinum færi á einbeita sér að aðbúnaði annarra dýra. Brynja spyr einfaldlega hvort ekki sé komið nóg af dýrahaldi sem þessu. „Eins og með selina í pottinum í Húsdýragarðinum, erum við ekki öll sammála um að þeir eigi ekki heima þar?“ Þá þyki henni skjóta skökku við að hitabeltisdýr skuli vera til sýnis í garðinum en Umhverfisstofnun veitti Húsdýragarðinum heimild til að flytja inn fimm kyrkislöngur í upphafi þessa árs. Brynja segist þó ekki vera neinn aktvisti að eðlisfari. Hún hafi einfaldlega viljað nýta vettvanginn sinn til að vekja athygli á málefni sem henni er huglægt. „Dýrin eiga alltaf að vera í forgangi,“ segir Brynja. „Við erum of rög við að láta í okkur heyra og sérstaklega þegar kemur að málleysingjum.“ Allir „Slakkir“ Hvað Slakka sjálfan varðar þá náði Vísir á Gunni Ösp Jónsdóttur, annan eiganda garðsins, sem sagði að þó það væri vissulega „leiðinlegt að vera tekin svona á samfélagsmiðlum“ þá væri málinu lokið af þeirri hálfu. Það væri þar að auki brjálað að gera í garðinum, gestirnir hafi sjaldan verið fleiri og jú, þeir eru vitaskuld allir Íslendingar. Dýr Landbúnaður Hrunamannahreppur Samfélagsmiðlar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Hvatning Brynju Dan Gunnarsdóttur til fylgjenda sinna á Instagram samsvaraði „einkar óvæginni og rætinni herferð“ í garð dýragarðsins í Slakka, að mati dýralæknis hjá Matvælastofnun. Stofnuninni hafi borist 35 tilkynningar eftir ákall Brynju þar sem gerðar voru athugasemdir við dýrahald í Slakka - „og mátti lesa af sumum þeirra að viðkomandi hafði aldrei komið í húsdýragarðinn.“ Brynja Dan telur þó dæmin og nýlega heimildarmynd sanna að MAST sé ekki alltaf með puttann á púlsinum. „Ég vil taka það skýrt fram að ég hef ekkert á móti fólkinu í Slakka,“ segir Brynja Dan í samtali við Vísi. „Ég var fyrst og fremst bara að lýsa því sem margir hafa sagt: Að dýragarðar séu barn síns tíma.“ Eins og margir aðrir Íslendingar þetta sumarið heimsótti Brynja dýragarðinn Slakka að Laugarási á dögunum, þar sem gestir geta komist í návígi við húsdýr. Þar býðst börnum t.a.m. að halda á kettlingum, páfagaukum, kanínunum og hænum auk þess sem þar má sjá stærri dýr á borð við geitur, refi og kýr. Eftir heimsóknina var Brynju mikið niðri fyrir og ber löng færsla hennar á Instagram, sem sjá má hér að ofan, þess merki. Þar segist hún hafa gert athugasemdir við aðbúnað dýranna, ekki síst geitanna sem að hennar mati hafa úr litlu plássi að moða. Þau fáu svör sem hún fékk hafi einkennst af hroka - „það var hlegið að mér,“ segir Brynja við Vísi. Hún telur jafnframt aðfinnsluvert hversu greiðan aðgang gestir garðsins hafa að ungviði. „Það er t.d. hægt að halda á kettlingum, þeir eru teknir frá mömmu sinni og hnoðast með þá oft og í marga tíma á dag, eftirlitslaust og á ábyrgð foreldra en ekki starfsmanna“ segir Brynja. Af myndum á Facebook-síðu garðsins að dæma virðist það einmitt vera mikið aðdráttarafl. Brynja er með næstum 15 þúsund fylgjendur á Instagram og var hún því ekki lengi að fá viðbrögð við færslu sinni. Spurningum, „ömurlegum“ reynslusögum og myndum frá Slakka hafi hreinilega rignt inn. „Getum við bara öll haft gagnrýna hugsun og tilkynnt svona? Ég er miður mín,“ skrifaði Brynja til fylgjenda sinna. „Margir sendu mér að þeim þyki svona garðar ekki lengur boðlegir í nútímasamfélagi og að þeim hafi fundist mörgu ábótavant - en svo er kannski bara brotabrot sem tilkynnir það. Þannig virkum við sem samfélag. Með því að horfa gagnrýnum augum á hlutina þá getum við breytt þeim.“ Matvælastofnun segist ekki hafa neina ástæðu til gera athugasemdir við starfsemi Slakka.stöð 2 MAST borist tugir athugasemda Fylgjendur Brynju á Instagram virðast hafa svarað kalli hennar ef marka má athugasemdirnar sem Matvælastofnun, sem sinnir eftirliti með dýragörðum, hefur fengið á síðustu dögum. „Okkur berast stundum ábendingar þar sem augljóslega kemur fram að tilkynnandi hefur sett hugsanir sínar fram á samfélagsmiðlum og þá fylgja oft nokkrir í kjölfarið og taka undir orð síðasta ræðumanns. Húsdýragarðurinn í Slakka hefur ekki farið varhluta af þessu,“ segir Gunnar Þorkelsson héraðsdýralæknur Suðurumdæmis hjá MAST. Alls hafi stofnuninni borist um 35 ábendingar eftir færslu Brynju - „og mátti lesa af sumum þeirra að viðkomandi hafði aldrei komið í húsdýragarðinn í Slakka,“ segir Gunnar. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir með páfagauk í Slakka. Þessi virðist þó ekki hafa reytt á sér bringuna.Stöð 2 Tveir páfagaukar til skoðunar Matvælastofnun hefur haft auga með Slakka og segir Gunnar að í gegnum árin hafi ekki verið talið tilefni til að gera „alvarlegar athugasemdir við starfsemina.“ Aðbúnaður dýra, meðferð og öll umhirða að Slakka sé „með ágætum“ að mati stofnunarinnar. Eftirlitsmenn MAST hafi síðast farið í Slakka á föstudag í síðustu viku, eftir að Brynja gagnrýndi garðinn - „og þá voru aðeins gerðar athugasemdir við tvo páfagauka sem hafa reytt af sér fiður á bringu,“ segir Gunnar. Hann bætir við að Slakki eigi jafnframt í samstarfi við dýralæknaþjónustu sem komi þangað reglulega til að fylgjast með heilbrigði dýranna í garðinum. Síðasta heimsókn dýralæknanna hafi verið á fimmtudag í síðustu viku, sem einnig var eftir heimsókn Brynju. Óvægið og rætið Gunnar segir að því sé þó ekki að neita fólk sendi MAST reglulega kvartanir og athugasemdir „sem ekki eiga við rök að styðjast.“ Þær 35 ábendingar sem Matvælastofnun bárust eftir ákall Brynju hafi hins vegar verið „einkar óvægnar og rætnar“ að mati Gunnars. „Það eina sem unnt er að taka undir með þeim eru páfagaukarnir sem reyta af sér fiðrið en þeir virðast samt við góða líkamlega heilsu, en farið hefur verið fram á að finna út úr hvað þar er á ferðinni í samvinnu við þjónustudýralækna garðsins.“ Brynja Dan varð þjóðþekkt eftir að komið fram í þættinum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Átti að mæta níu sinnum en mætti einu sinni. Í færslu sinni og í samtali við Vísi segist Brynja Dan hafa fengið fjölda ábendinga frá fólki um að MAST hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu nægilega vel, sem Brynja telur að kunni að skýrast af fjárskorti. Tók hún dæmi af konu með lausagönguhænur sem býst við heimsókn frá MAST þrisvar á ári. MAST hafi hins vegar komið einu sinni á undanförnum árum. „Þá sýndi heimildarmyndin um hundinn Rjóma, sem sýnd var um daginn í sjónvarpinu, að MAST er ekki alveg með puttann á púlsinum,“ segir Brynja. Vísar hún þar til myndarinnar Rjóma eftir Freyju Kristinsdóttur, sem segir frá fimm ára baráttu Hilmars Egils Jónssonar til að flytja inn English Bull Terrier-rakkann Rjóma. Kvikmyndin er ekki lengur aðgengileg á vef Ríkisútvarpsins en í stuttu máli má segja að Matvælastofnun leiki lykilhlutverk í myndinni. Fólk losni við tilkynningahræðslu Burtséð frá því hvort Matvælastofnun sé fjársvelt, ákvarðanafælin eða að lögin um dýrahald séu óskýr eigi fólk að vera duglegra að tilkynna um vanrækslu að mati Brynju. „Ef við sjáum barn eða dýr sem greinilega er ekki hugsað nógu vel um þá eigum við að láta vita. Þannig knýjum við fram breytingar og reynum a.m.k. að breyta heiminum til hins betra,“ segir Brynja. Segja má að hún hafi farið að eigin fyrirmælum í þessum efnum; eftir heimsóknina í Slakka setti hún sig ekki aðeins í samband við Matvælastofnun heldur jafnframt nýjan forstjóra MAST, landbúnaðarráðherra og yfirdýralækni - „til að fá svörin sem ekki fengust,“ segir Brynja. „Ég vona að þessi hræðsla við að tilkynna svona hluti sé að fara úr fólki. Því við erum heild, við erum samfélag, við berum ábyrgð á náunganum og við eigum að hjálpast að.“ Ekki persónulegt Það eru þó ekki allir sammála Brynju. Þannig segist hún hafa fengið nokkur skilaboð frá fólki sem gagnrýni afskiptasemi hennar af Slakka. „Já, ég hef alveg orðið fyrir áreiti út af þessu. Alls konar fólk að spyrja hvers vegna ég sé að reyna að eyðileggja fjölskyldurekstur,“ segir Brynja en bætir við að fólkið á bakvið garðinn hafi aldrei verið í fyrirrúmi í hennar gagnrýni. „Ég hef aldrei og mun aldrei ráðast á einstaklinga, mín orð beinast alltaf að fyrirtækinu sem slíku,“ segir Brynja. „Já, ég gagnrýndi aðbúnað og utanumhald en ég vil taka það skýrt fram að ég hef ekkert á móti fólkinu í Slakka. Ég hef ekkert slæmt um þau að segja og þau eru líklega bara yndælis fólk. Það er samt enginn rekstur sem er yfir gagnrýni hafinn - hvað þá rekstur sem er barn síns tíma.“ Selur og hænur í Slakka., en selahald í Húsdýragarðinum hefur sætt gagnrýni á síðustu misserum.stöð 2 Dýrin eigi að njóta vafans Ljóst er að Brynja er ekki ein um þá skoðun að dýragarðar séu tímaskekkja. Nægir þar að nefna háværu umræðuna um heimildarmyndina Blackfish sem varpaði ljósi á aðbúnað háhyrninga í Seaworld. Nærtækara dæmi er þó líklega að finna í Laugardal. Ekki er nema hálft ár síðan að Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði til í borgarráði að borgin hætti að halda villt dýr í Húsdýragarðinum. Hildur sagði við Vísi á sínum tíma að hugmyndin hafi blundað í sér lengi og að hún rímaði við umræðuna sem þá var uppi um garðinn. Örfáum mánuðum áður hafði selurinn Snorri gefið upp öndina í garðinum, þrítugur að aldri. „Ég held að fólk í dag sé miklu meðvitaðra um aðbúnað dýra í dýragörðum og vill gera betur. Mér finnst ákveðin tímaskekkja hvernig við höldum á málum í garðinum,“ sagði Hildur. Það gefi garðinum færi á einbeita sér að aðbúnaði annarra dýra. Brynja spyr einfaldlega hvort ekki sé komið nóg af dýrahaldi sem þessu. „Eins og með selina í pottinum í Húsdýragarðinum, erum við ekki öll sammála um að þeir eigi ekki heima þar?“ Þá þyki henni skjóta skökku við að hitabeltisdýr skuli vera til sýnis í garðinum en Umhverfisstofnun veitti Húsdýragarðinum heimild til að flytja inn fimm kyrkislöngur í upphafi þessa árs. Brynja segist þó ekki vera neinn aktvisti að eðlisfari. Hún hafi einfaldlega viljað nýta vettvanginn sinn til að vekja athygli á málefni sem henni er huglægt. „Dýrin eiga alltaf að vera í forgangi,“ segir Brynja. „Við erum of rög við að láta í okkur heyra og sérstaklega þegar kemur að málleysingjum.“ Allir „Slakkir“ Hvað Slakka sjálfan varðar þá náði Vísir á Gunni Ösp Jónsdóttur, annan eiganda garðsins, sem sagði að þó það væri vissulega „leiðinlegt að vera tekin svona á samfélagsmiðlum“ þá væri málinu lokið af þeirri hálfu. Það væri þar að auki brjálað að gera í garðinum, gestirnir hafi sjaldan verið fleiri og jú, þeir eru vitaskuld allir Íslendingar.
Dýr Landbúnaður Hrunamannahreppur Samfélagsmiðlar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira