Fullkomin þrenna Ólafar, tveggja marka innkoma Gyðu og endurkoma ÍBV Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2020 15:30 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fagnar þriðja marki sínu fyrir Þrótt gegn Stjörnunni. vísir/stöð 2 sport Hvorki fleiri né færri en átján mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild kvenna í gær. Tíu þeirra komu í leik Stjörnunnar og Þróttar á Samsung-vellinum í Garðabænum. Leikar fóru 5-5. Hin sautján ára Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði fullkomna þrennu fyrir Þrótt gegn Stjörnunni. Hún skoraði fyrsta markið með skalla, annað markið með hægri fæti og það þriðja með þeim vinstri. Þetta var fyrsta þrenna Ólafar í efstu deild en því miður fyrir hana dugðu mörkin ekki til sigurs. Þróttarar komust fjórum sinnum tveimur mörkum yfir í leiknum en Stjörnukonur gáfust ekki upp og náðu að bjarga stigi. Hin nítján ára Gyða Kristín Gunnarsdóttir var hetja Stjörnunnar í leiknum í gær. Á 78. mínútu setti Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, Gyðu inn á í stöðunni 3-5, Þrótti í vil. Fimm mínútum síðar minnkaði Gyða muninn í 4-5. Á 88. mínútu skoraði hún svo jöfnunarmark Garðbæinga. Bæði mörkin komu með skotum fyrir utan vítateig. Þróttur og Stjarnan eru bæði með sjö stig líkt og KR sem tapaði fyrir Þór/KA á Þórsvelli, 2-1. Þetta var fyrsta tap KR-inga eftir sóttkvína sem þær þurftu að fara í. Staðan var markalaus í hálfleik en á 53. mínútu kom Lára Kristín Pedersen KR yfir gegn sínum gömlu félögum með skoti af löngu færi. Margrét Árnadóttir jafnaði á 56. mínútu, aðeins mínútu eftir að hún kom inn á sem varamaður. Margrét fiskaði svo vítaspyrnu þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka. Hún ætlaði að taka vítið en fékk það ekki þar sem hún var með eyrnalokka sem er ekki leyfilegt innan vallar. Margrét fékk gult spjald og þurfti að fara af út af til að fjarlægja eyrnalokkana. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, fór þess í stað á punktinn og skoraði sigurmark heimakvenna. Þetta var fyrsti sigur Þórs/KA í rúman mánuð. Liðið er í 5. sæti með tíu stig. ÍBV vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði bikarmeistara Selfoss að velli, 3-2, í Eyjum. Það blés ekki byrlega fyrir Eyjakonum í hálfleik en þá voru Selfyssingar 0-2 yfir. Tiffany McCarty og Dagný Brynjarsdóttir (víti) skoruðu mörkin. Olga Sevcova minnkaði muninn í 1-2 á 50. mínútu og þegar fimm mínútur voru til leiksloka jafnaði Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz metin. Í uppbótartíma skoraði Miyah Watford svo sigurmark ÍBV eftir að hafa sloppið inn fyrir vörn Selfoss. ÍBV er í 6. sæti deildarinnar með níu stig en Selfoss í því fjórða með tíu stig. Mörkin átján og viðtöl úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild kvenna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr Pepsi Max deild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Stjarnan Þór Akureyri KA KR ÍBV UMF Selfoss Tengdar fréttir Sólveig tvístígandi varðandi Flórídaför: „Leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. 29. júlí 2020 09:00 Meira en ár síðan jafn mörg mörk voru skoruð í einum og sama leiknum Leikur Stjörnunnar og Þróttar Reykjavíkur í Pepsi Max deild kvenna í gær var merkilegur fyrir margar sakir. Lauk leiknum með 5-5 jafntefli. 29. júlí 2020 08:00 Nik: Einn skrýtnasti leikur sem ég hef tekið þátt í Stjarnan og Þróttur gerðu 5-5 jafntefli í Garðabæ í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Ótrúleg úrslit í ótrúlegum leik. 28. júlí 2020 21:39 Alfreð: Þær hlupu af sér rassgatið og pressuðu okkur í drasl „Mér fannst við mjög slakar í seinni hálfleik,” sagði stuttorður Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss eftir tapið gegn ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 21:09 „Voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik” Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 20:57 Hólmfríður gæti verið frá í meira en mánuð eftir kinnsbeinsbrot Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, gæti verið frá í allt að fjórar vikur vegna kinnsbeinsbrot en þetta staðfesti hún í samtali við Vísi í kvöld. 28. júlí 2020 18:48 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 5-5 Þróttur | Tíu marka jafntefli í Garðabæ Ótrúlegur leikur átti sér stað í Garðabæ í kvöld. 28. júlí 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Hvorki fleiri né færri en átján mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild kvenna í gær. Tíu þeirra komu í leik Stjörnunnar og Þróttar á Samsung-vellinum í Garðabænum. Leikar fóru 5-5. Hin sautján ára Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði fullkomna þrennu fyrir Þrótt gegn Stjörnunni. Hún skoraði fyrsta markið með skalla, annað markið með hægri fæti og það þriðja með þeim vinstri. Þetta var fyrsta þrenna Ólafar í efstu deild en því miður fyrir hana dugðu mörkin ekki til sigurs. Þróttarar komust fjórum sinnum tveimur mörkum yfir í leiknum en Stjörnukonur gáfust ekki upp og náðu að bjarga stigi. Hin nítján ára Gyða Kristín Gunnarsdóttir var hetja Stjörnunnar í leiknum í gær. Á 78. mínútu setti Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, Gyðu inn á í stöðunni 3-5, Þrótti í vil. Fimm mínútum síðar minnkaði Gyða muninn í 4-5. Á 88. mínútu skoraði hún svo jöfnunarmark Garðbæinga. Bæði mörkin komu með skotum fyrir utan vítateig. Þróttur og Stjarnan eru bæði með sjö stig líkt og KR sem tapaði fyrir Þór/KA á Þórsvelli, 2-1. Þetta var fyrsta tap KR-inga eftir sóttkvína sem þær þurftu að fara í. Staðan var markalaus í hálfleik en á 53. mínútu kom Lára Kristín Pedersen KR yfir gegn sínum gömlu félögum með skoti af löngu færi. Margrét Árnadóttir jafnaði á 56. mínútu, aðeins mínútu eftir að hún kom inn á sem varamaður. Margrét fiskaði svo vítaspyrnu þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka. Hún ætlaði að taka vítið en fékk það ekki þar sem hún var með eyrnalokka sem er ekki leyfilegt innan vallar. Margrét fékk gult spjald og þurfti að fara af út af til að fjarlægja eyrnalokkana. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, fór þess í stað á punktinn og skoraði sigurmark heimakvenna. Þetta var fyrsti sigur Þórs/KA í rúman mánuð. Liðið er í 5. sæti með tíu stig. ÍBV vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði bikarmeistara Selfoss að velli, 3-2, í Eyjum. Það blés ekki byrlega fyrir Eyjakonum í hálfleik en þá voru Selfyssingar 0-2 yfir. Tiffany McCarty og Dagný Brynjarsdóttir (víti) skoruðu mörkin. Olga Sevcova minnkaði muninn í 1-2 á 50. mínútu og þegar fimm mínútur voru til leiksloka jafnaði Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz metin. Í uppbótartíma skoraði Miyah Watford svo sigurmark ÍBV eftir að hafa sloppið inn fyrir vörn Selfoss. ÍBV er í 6. sæti deildarinnar með níu stig en Selfoss í því fjórða með tíu stig. Mörkin átján og viðtöl úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild kvenna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr Pepsi Max deild kvenna
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Stjarnan Þór Akureyri KA KR ÍBV UMF Selfoss Tengdar fréttir Sólveig tvístígandi varðandi Flórídaför: „Leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. 29. júlí 2020 09:00 Meira en ár síðan jafn mörg mörk voru skoruð í einum og sama leiknum Leikur Stjörnunnar og Þróttar Reykjavíkur í Pepsi Max deild kvenna í gær var merkilegur fyrir margar sakir. Lauk leiknum með 5-5 jafntefli. 29. júlí 2020 08:00 Nik: Einn skrýtnasti leikur sem ég hef tekið þátt í Stjarnan og Þróttur gerðu 5-5 jafntefli í Garðabæ í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Ótrúleg úrslit í ótrúlegum leik. 28. júlí 2020 21:39 Alfreð: Þær hlupu af sér rassgatið og pressuðu okkur í drasl „Mér fannst við mjög slakar í seinni hálfleik,” sagði stuttorður Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss eftir tapið gegn ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 21:09 „Voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik” Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 20:57 Hólmfríður gæti verið frá í meira en mánuð eftir kinnsbeinsbrot Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, gæti verið frá í allt að fjórar vikur vegna kinnsbeinsbrot en þetta staðfesti hún í samtali við Vísi í kvöld. 28. júlí 2020 18:48 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 5-5 Þróttur | Tíu marka jafntefli í Garðabæ Ótrúlegur leikur átti sér stað í Garðabæ í kvöld. 28. júlí 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Sólveig tvístígandi varðandi Flórídaför: „Leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. 29. júlí 2020 09:00
Meira en ár síðan jafn mörg mörk voru skoruð í einum og sama leiknum Leikur Stjörnunnar og Þróttar Reykjavíkur í Pepsi Max deild kvenna í gær var merkilegur fyrir margar sakir. Lauk leiknum með 5-5 jafntefli. 29. júlí 2020 08:00
Nik: Einn skrýtnasti leikur sem ég hef tekið þátt í Stjarnan og Þróttur gerðu 5-5 jafntefli í Garðabæ í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Ótrúleg úrslit í ótrúlegum leik. 28. júlí 2020 21:39
Alfreð: Þær hlupu af sér rassgatið og pressuðu okkur í drasl „Mér fannst við mjög slakar í seinni hálfleik,” sagði stuttorður Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss eftir tapið gegn ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 21:09
„Voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik” Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 20:57
Hólmfríður gæti verið frá í meira en mánuð eftir kinnsbeinsbrot Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, gæti verið frá í allt að fjórar vikur vegna kinnsbeinsbrot en þetta staðfesti hún í samtali við Vísi í kvöld. 28. júlí 2020 18:48
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 5-5 Þróttur | Tíu marka jafntefli í Garðabæ Ótrúlegur leikur átti sér stað í Garðabæ í kvöld. 28. júlí 2020 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30