KA

Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild
Norðankonur í Þór/KA byrja vel í Bestu deild kvenna í fótbolta en þær unnu flottan sigur í fyrstu umferðinni í gær.

Viðar Örn að glíma við meiðsli
Viðar Örn Kjartansson, framherji KA í Bestu deild karla í fótbolta, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Víking á dögunum. Hallgrímur Jónasson staðfesti meiðslin í stuttu viðtali við Fótbolti.net.

Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum
Þór/KA gerði sér góða ferð suður og sigraði Víking, 4-1, í Víkinni í fyrstu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld.Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið voru að reyna að finna taktinn í upphafi tímabilsins. Norðankonur áttu hættulegri færi eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn.

Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar
Marcel Römer var fyrirliði Lyngby í efstu deild Danmerkur en þó ekki í myndinni hjá þjálfarateymi félagsins. Hann grínaðist með að vilja prófa eitthvað nýtt og er nú mættur til Akureyrar þar sem hann mun spila fyrir bikarmeistara KA í Bestu deild karla í fótbolta.

„Það verður alltaf talað um hana“
Bríet Fjóla Bjarnadóttir er enn bara fimmtán ára gömul en hefur þrátt fyrir það verið mikið á milli tannana á fólki í íslenska fótboltaheiminum. Hér er á ferðinni ein efnilegasta knattspyrnukona Íslands en Þór/KA ætlar að passa upp á sína stelpu.

„KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“
Það var ekki að heyra á sérfræðingum Stúkunnar á Stöð 2 Sport að Daninn Marcel Rømer væri lausnin við vandamálum KA og maðurinn sem gæti leitt liðið upp í efri hluta Bestu deildarinnar.

„Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“
Sandra María Jessen varð markadrottning í Bestu deild kvenna síðasta sumar þar sem hún skoraði 22 mörk í 23 leikjum í deildinni. Sandra María og félagar hennar í Þór/KA eru til umfjöllunar í fimmta þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi.

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
KA greindi í dag frá því að búið væri að semja við varnarsinnaða miðjumanninn Marcel Rømer sem kemur til félagsins eftir að hafa áður verið fyrirliði danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby.

Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla
Vestri, Víkingur og Fram fögnuðu öll sigri í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar önnur umferðin fór af stað. Nú ná sjá mörkin úr leikjunum hér á Vísi.

Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt
Víkingur vann afar sannfærandi 4-0 sigur þegar liðið fékk KA í heimsókn á Víkingsvöll í Fossvogi í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er þar af leiðandi með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.

Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
KR-ingar eru ósáttir við tveggja leikja bannið sem Aron Sigurðarson var úrskurðaður í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla um síðustu helgi og vinnubrögð aganefndar KSÍ.

Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þór/KA 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar.

Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“
Skiptar skoðanir eru á rauðu spjaldi Arons Sigurðarsonar, fyrirliða KR, í 2-2 jafntefli við KA á Akureyri um liðna helgi. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en var sýnt í Stúkunni í gær. Sérfræðingar þar virtust sammála um að Aron hefði ekki átt að fá reisupassann, við dræmar undirtektir Akureyringa sem létu í sér heyra á samfélagsmiðlum.

Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Sjö mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu á Akureyri þar sem KA og KR skildu jöfn.

„Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“
KA og KR skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist fara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur en hafði ýmislegt að segja um leikinn.

Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri
KA og KR gerðu 2-2 jafntefli í leik liðanna í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Akureyri í dag. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik en KR-ingar luku leik tveimur leikmönnum færri.

KA kaus að losa sig við þjálfarann
Handknattleiksdeild KA hefur sagt upp samningi sínum við Halldór Stefán Haraldsson sem þjálfað hefur karlalið félagsins síðastliðin tvö ár.

Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru meistarar meistaranna eftir 3-1 sigur gegn bikarmeisturum KA á Kópavogsvelli. Blikar skoruðu öll sín mörk í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað bætt fleirum við í seinni hálfleik.

Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA
Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja knattspyrnuvorið á sömu nótum og þær luku síðasta sumri en liðið tryggði sér Lengjubikarinn í kvöld með 4-1 sigri á Þór/KA.

Sorrí Valdi og allir hinir
Baldur Fritz Bjarnason varð markakóngur Olís-deildar karla tímabilið 2024-25. Í frétt á Vísi í gær var því haldið fram með nokkurri vissu að hann ætti nú metið yfir flest mörk að meðaltali í leik í sögu efstu deildar karla. Það er rangt.

„Þetta er veikara lið“
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er ekki bjartsýnn fyrir hönd KA og segir að bikarmeistararnir hafi ekki styrkt sig nógu mikið í vetur.

Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik
William Tönning hefur samið við KA og lék sinn fyrsta leik með liðinu þegar leikið var til úrslita í Kjarnafæðismóti karla í fótbolta.

Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum
Þór/KA fór í góða ferð suður í kvöld og fagnaði flottum sigri á Fylkiskonum í Lengjubikar kvenna í fótbolta.

Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni
Stjarnan tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með tveggja marka sigri á KA í dag, lokatölur 31-29. Enn eru tvær umferðir eftir af deildarkeppni Olís-deildarinnar.

Fullkominn bikardagur KA
KA varð í dag bikarmeistari kvenna í blaki með sigri gegn HK og afrekaði því það sama og karlalið HK fyrr í dag, á úrslitadegi Kjörísbikarsins.

Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér
Fjölnir og ÍR, tvö neðstu lið Olís deildar karla í handbolta, eru ekki búin að syngja sitt síðasta í fallbaráttunni.

Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður
Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson hefur samið á ný við KA og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta í sumar.

Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum
Lið Þór/KA vann í dag öruggan sigur á Fram þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikars kvenna í Boganum.

Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina
Það verður stór dagur í KA-heimilinu í dag þegar stelpurnar í KA/Þór taka á móti deildarmeistaratitlinum í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Norðanmenn ætla nefnilega líka að heiðra mikla hetju í leiðinni.