Kjartan: Blikar voru frábærir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2020 22:16 Kjartan Stefánsson segir að Fylkiskonur hafi misst dampinn á síðustu vikum eftir góða byrjun á tímabilinu. vísir/bára Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, sagði að Árbæingar hefðu mætt ofjörlum sínum þegar Breiðablik kom í heimsókn í kvöld. Blikar léku á alls oddi í fyrri hálfleik og skoruðu þá öll sín fjögur mörk. „Blikar voru yfir í öllu og mikið betri en við í dag,“ sagði Kjartan í samtali við Vísi eftir leikinn á Würth-vellinum. Hann hefði viljað sjá sitt lið gera betur í leiknum, jafnvel þótt við ofurefli hefði verið að etja. „Blikar voru frábærir í þessum leik. Við vorum kannski frá okkar besta. Það sem ég er ósáttastur með er hvað við fáum á okkur mörg mörk úr föstum leikatriðum. Við stóðum of langt frá og gáfum þeim of mikið svæði. Það eru kannski leiðindin í þessu. Svo sköpuðum við okkur ekki mikið.“ Staðan var 0-4 í hálfleik og úrslitin nánast ráðin. Fylkiskonur náðu þó að bjarga andlitinu í seinni hálfleik og héldu hreinu í honum. „Við ætluðum a.m.k. að koma út á völlinn og vera þéttari og reyna að sækja að sama skapi. En klárlega þurftum við að svara og ekki tapa seinni hálfleiknum. Við ætluðum að gefa þeim leik hérna í kvöld en þær voru bara þetta góðar og tóku okkur,“ sagði Kjartan. Fylkiskonur hafa ekki spilað vel í síðustu leikjum þótt fyrsta tapið hafi ekki komið fyrr en í kvöld. „Ég hef ekki áhyggjur af þessu en við höfum misst taktinn. Kannski fórum við ekki vel út úr sóttkvínni og þurfum að svara því,“ sagði Kjartan en líkt og Breiðablik og KR þurfti Fylkir að fara í tveggja vikna sóttkví. Hún virðist hafa farið verst í Fylki af þessum þremur liðum. Kjartan segir kærkomið að fá smá tíma til að anda núna en næsti leikur Fylkis er ekki fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku. „Við komumst loksins í frí. Þetta er bara endalaus endurheimt og undirbúningur fyrir leiki. Maður getur varla tekið alvöru æfingu,“ sagði Kjartan að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Breiðablik Tengdar fréttir Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, sagði að Árbæingar hefðu mætt ofjörlum sínum þegar Breiðablik kom í heimsókn í kvöld. Blikar léku á alls oddi í fyrri hálfleik og skoruðu þá öll sín fjögur mörk. „Blikar voru yfir í öllu og mikið betri en við í dag,“ sagði Kjartan í samtali við Vísi eftir leikinn á Würth-vellinum. Hann hefði viljað sjá sitt lið gera betur í leiknum, jafnvel þótt við ofurefli hefði verið að etja. „Blikar voru frábærir í þessum leik. Við vorum kannski frá okkar besta. Það sem ég er ósáttastur með er hvað við fáum á okkur mörg mörk úr föstum leikatriðum. Við stóðum of langt frá og gáfum þeim of mikið svæði. Það eru kannski leiðindin í þessu. Svo sköpuðum við okkur ekki mikið.“ Staðan var 0-4 í hálfleik og úrslitin nánast ráðin. Fylkiskonur náðu þó að bjarga andlitinu í seinni hálfleik og héldu hreinu í honum. „Við ætluðum a.m.k. að koma út á völlinn og vera þéttari og reyna að sækja að sama skapi. En klárlega þurftum við að svara og ekki tapa seinni hálfleiknum. Við ætluðum að gefa þeim leik hérna í kvöld en þær voru bara þetta góðar og tóku okkur,“ sagði Kjartan. Fylkiskonur hafa ekki spilað vel í síðustu leikjum þótt fyrsta tapið hafi ekki komið fyrr en í kvöld. „Ég hef ekki áhyggjur af þessu en við höfum misst taktinn. Kannski fórum við ekki vel út úr sóttkvínni og þurfum að svara því,“ sagði Kjartan en líkt og Breiðablik og KR þurfti Fylkir að fara í tveggja vikna sóttkví. Hún virðist hafa farið verst í Fylki af þessum þremur liðum. Kjartan segir kærkomið að fá smá tíma til að anda núna en næsti leikur Fylkis er ekki fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku. „Við komumst loksins í frí. Þetta er bara endalaus endurheimt og undirbúningur fyrir leiki. Maður getur varla tekið alvöru æfingu,“ sagði Kjartan að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Breiðablik Tengdar fréttir Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52