Banna heimsóknir í Viktoríuríki vegna veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 07:19 Tveir starfsmenn hjúkrunarheimilis í Melborune sjást hér fleygja notuðum lækningavörum. Getty/ Asanka Ratnayake Kórónuveirufaraldurinn virðist alls ekki í rénun í stærstu ríkjum heims. Í Brasilíu féll nýtt met í gær þegar staðfest smit voru 70 þúsund á einum sólarhring og rúmlega 1500 létu lífið. Í Ástralíu er ástandið einnig erfitt, ekki síst á hjúkrunarheimilum og á meðal heilbrigðisstarfsmanna. Sjöhundruð ný smit voru staðfest í Viktoríuríki í suðausturhluta landsins og þar létu þrettán lífið í gær. Þetta var 25 dagurinn í röð sem fleiri en 100 smitast í Ástralíu og aldrei hafa fleiri látið lífið í landinu á einum sólarhring vegna veirunnar. Fyrir vikið hefur ríkisstjóri Viktoríu bannað heimsóknir í nokkrum héröðum suðvestur af Melbourne og mun fólk þurfa að bera andlitsgrímu utandyra eftir helgi. Þar að auki hefur verið tekið fyrir brúðkaup og jarðafarir. Hins vegar má fólk áfram fara á veitingastaði og kaffihúsi, stunda hópíþróttir og fara í líkamsræktarstöðvar. Útgöngubann er nú þegar í gildi í Melbourne og má fólk aðeins yfirgefa heimili sitt til að kaupa í matinn, fara í vinnuna eða hlúa að nánum ættingjum. Í Bandaríkjunum fór fjöldi látinna af völdum Covid 19 yfir 150 þúsund manns í gær samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Met voru slegin í Kaliforníu, Flórída og Texas í þessum efnum, aldrei hafa fleiri látið lífið á einum sólarhring í þessum þremur af stærstu ríkjum Bandaríkjanna. Í Flórída hefur jafnframt verið tekin ákvörðun um að nemendur á stór Miami-svæðinu sitji heima þegar skólahald hefst á ný í haust. Alls hafa 10 þúsund manns dáið vestanhafs á síðustu 11 dögum og hafa dauðsföllin ekki verið fleiri síðan í júní. Aftur á móti hefur meðtalsfjöldi smita á viku í Bandaríkjunum lækkað örlítið og er nú tæplega 66 þúsund smit á dag. Á heimsvísu hafa nú sautján milljónir manna smitast af veirunni. Fimm daga af síðustu sjö hefur smituðum á heimsvísu fjölgað um meira en 250 þúsund manns á sólarhring. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Bandaríkin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn virðist alls ekki í rénun í stærstu ríkjum heims. Í Brasilíu féll nýtt met í gær þegar staðfest smit voru 70 þúsund á einum sólarhring og rúmlega 1500 létu lífið. Í Ástralíu er ástandið einnig erfitt, ekki síst á hjúkrunarheimilum og á meðal heilbrigðisstarfsmanna. Sjöhundruð ný smit voru staðfest í Viktoríuríki í suðausturhluta landsins og þar létu þrettán lífið í gær. Þetta var 25 dagurinn í röð sem fleiri en 100 smitast í Ástralíu og aldrei hafa fleiri látið lífið í landinu á einum sólarhring vegna veirunnar. Fyrir vikið hefur ríkisstjóri Viktoríu bannað heimsóknir í nokkrum héröðum suðvestur af Melbourne og mun fólk þurfa að bera andlitsgrímu utandyra eftir helgi. Þar að auki hefur verið tekið fyrir brúðkaup og jarðafarir. Hins vegar má fólk áfram fara á veitingastaði og kaffihúsi, stunda hópíþróttir og fara í líkamsræktarstöðvar. Útgöngubann er nú þegar í gildi í Melbourne og má fólk aðeins yfirgefa heimili sitt til að kaupa í matinn, fara í vinnuna eða hlúa að nánum ættingjum. Í Bandaríkjunum fór fjöldi látinna af völdum Covid 19 yfir 150 þúsund manns í gær samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Met voru slegin í Kaliforníu, Flórída og Texas í þessum efnum, aldrei hafa fleiri látið lífið á einum sólarhring í þessum þremur af stærstu ríkjum Bandaríkjanna. Í Flórída hefur jafnframt verið tekin ákvörðun um að nemendur á stór Miami-svæðinu sitji heima þegar skólahald hefst á ný í haust. Alls hafa 10 þúsund manns dáið vestanhafs á síðustu 11 dögum og hafa dauðsföllin ekki verið fleiri síðan í júní. Aftur á móti hefur meðtalsfjöldi smita á viku í Bandaríkjunum lækkað örlítið og er nú tæplega 66 þúsund smit á dag. Á heimsvísu hafa nú sautján milljónir manna smitast af veirunni. Fimm daga af síðustu sjö hefur smituðum á heimsvísu fjölgað um meira en 250 þúsund manns á sólarhring.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Bandaríkin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira