Kafarinn Jordan sem heldur úti Facebook-rásinni Jiggin' With Jordan skellti sér í leiðangur á dögunum og kafaði í á sem er mjög vinsæll partí-staður í Bandaríkjunum.
Allt að tíu þúsund manns mæta þangað á sumrin og skemmta sér. Því er hægt að finna allskonar hluti á botni árinnar.
Þeir félagar fundu meðal annars iPhone, veski, fjölmörg merkja sólgleraugu, kveikjara, hátalara og margt fleira eins og sjá má hér að neðan.