Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2020 10:28 Lúkasjenkó forseti (við enda borðsins) fundar með þjóðaröryggisráði sínu. AP/Nikolai Petrov/BeITA Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi halda því fram að 33 meintir málaliðar sem voru handteknir vinni fyrir Wagner, þekktasta málaliðafyrirtæki Rússlands. Stjórnvöld segjast hafa fengið upplýsingar um að fleiri en tvö hundruð málaliðar hafi komið inn í landið til að skapa usla fyrir kosningarnar 9. ágúst. Andrei Rakov, aðalritari þjóðaröryggiráðs Hvíta-Rússlands, segir öryggissveitir leita þeirra. Spenna ríkir fyrir forsetakosningarnar en Alexander Lúkasjenkó forseti mætir nú mesta mótlæti sem hann hefur kynnst á langri valdatíð sinni. Gagnrýnendur hans telja hann hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum og efnahagsmálum af ábyrgðarleysi. Þá hefur ríkisstjórn Lúkasjenkó lengi verið sökuð um mannréttindabrot. Lúkasjenkó hefur á móti sakað andstæðinga sína um að vera í slagtogi við erlenda aðila til að steypa sér af stóli. Hann lét fangelsa tvo helstu keppinauta sína fyrir kosningarnar. Búist er við að Lúkasjenkó nái endurkjöri til sjötta kjörtímabils síns. Hann hefur verið handgenginn stjórnvöldum í Kreml en undanfarið hefur hann mótmælt því að Rússar seilist til frekari efnahagslegri áhrifa. Reuters-fréttastofan segir að rússnesk stjórnvöld hafi ekki tjáð sig um ásakanirnar. Þau hafa áður hafnað því að þau noti málaliða. Háttsettur embættismaður í Hvíta-Rússlandi segir Reuters aftur á móti að fjórtán af meintu málaliðunum hafi verið í Donbass-héraði í Austur-Úkraínu þar sem uppreisnarmenn studdir Rússum berjast gegn úkraínska stjórnarhernum. Simon Ostrovsky, fréttamaður PBS-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum, bendir á að rússneskur rithöfundur sem barðist með uppreisnarmönnum í Úkraínu, haldi því fram að nokkrir þeirra sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi hafi verið með honum í herdeild í Úkraínu. Hann telji þó að mennirnir hafi aðeins verið á leiðinni í gegnum Hvíta-Rússland annað. Prilepin, the Russian author who boasts of killing many during his time fighting against Ukraine, says some of the Russians arrested in Belarus were members of his battalion but believes they were simply transiting. Belarus says they were sent to destabilize it ahead of elections https://t.co/qieUjfy6uU— Simon Ostrovsky (@SimonOstrovsky) July 29, 2020 Í fórum mannanna fannst súdönsk mynt og símakort. Vangaveltur hafa verið um að málaliðarnir hafi verið á leiðinni til Afríku í gegnum Hvíta-Rússland. Alexander Alesin, sjálfstæður hermálasérfræðingur í Minsk, segir AP-fréttastofunni að Hvíta-Rússland hafi lengi verið viðkomuland fyrir rússneska útsendara á leið í aðgerðir erlendis. Hvíta-Rússland Rússland Súdan Tengdar fréttir Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi halda því fram að 33 meintir málaliðar sem voru handteknir vinni fyrir Wagner, þekktasta málaliðafyrirtæki Rússlands. Stjórnvöld segjast hafa fengið upplýsingar um að fleiri en tvö hundruð málaliðar hafi komið inn í landið til að skapa usla fyrir kosningarnar 9. ágúst. Andrei Rakov, aðalritari þjóðaröryggiráðs Hvíta-Rússlands, segir öryggissveitir leita þeirra. Spenna ríkir fyrir forsetakosningarnar en Alexander Lúkasjenkó forseti mætir nú mesta mótlæti sem hann hefur kynnst á langri valdatíð sinni. Gagnrýnendur hans telja hann hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum og efnahagsmálum af ábyrgðarleysi. Þá hefur ríkisstjórn Lúkasjenkó lengi verið sökuð um mannréttindabrot. Lúkasjenkó hefur á móti sakað andstæðinga sína um að vera í slagtogi við erlenda aðila til að steypa sér af stóli. Hann lét fangelsa tvo helstu keppinauta sína fyrir kosningarnar. Búist er við að Lúkasjenkó nái endurkjöri til sjötta kjörtímabils síns. Hann hefur verið handgenginn stjórnvöldum í Kreml en undanfarið hefur hann mótmælt því að Rússar seilist til frekari efnahagslegri áhrifa. Reuters-fréttastofan segir að rússnesk stjórnvöld hafi ekki tjáð sig um ásakanirnar. Þau hafa áður hafnað því að þau noti málaliða. Háttsettur embættismaður í Hvíta-Rússlandi segir Reuters aftur á móti að fjórtán af meintu málaliðunum hafi verið í Donbass-héraði í Austur-Úkraínu þar sem uppreisnarmenn studdir Rússum berjast gegn úkraínska stjórnarhernum. Simon Ostrovsky, fréttamaður PBS-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum, bendir á að rússneskur rithöfundur sem barðist með uppreisnarmönnum í Úkraínu, haldi því fram að nokkrir þeirra sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi hafi verið með honum í herdeild í Úkraínu. Hann telji þó að mennirnir hafi aðeins verið á leiðinni í gegnum Hvíta-Rússland annað. Prilepin, the Russian author who boasts of killing many during his time fighting against Ukraine, says some of the Russians arrested in Belarus were members of his battalion but believes they were simply transiting. Belarus says they were sent to destabilize it ahead of elections https://t.co/qieUjfy6uU— Simon Ostrovsky (@SimonOstrovsky) July 29, 2020 Í fórum mannanna fannst súdönsk mynt og símakort. Vangaveltur hafa verið um að málaliðarnir hafi verið á leiðinni til Afríku í gegnum Hvíta-Rússland. Alexander Alesin, sjálfstæður hermálasérfræðingur í Minsk, segir AP-fréttastofunni að Hvíta-Rússland hafi lengi verið viðkomuland fyrir rússneska útsendara á leið í aðgerðir erlendis.
Hvíta-Rússland Rússland Súdan Tengdar fréttir Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14