Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 15:35 Kári hefði sjálfur viljað sjá samkomur takmarkaðar við 20 manns. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sjálfur segist hann hafa viljað sjá gripið fastar og fyrr í taumana. Hann kveðst þó bera virðingu fyrir ákvörðuninni og þeim sem að henni komu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því fólki sem ákvað að gera þetta nákvæmlega svona. Þórólfur er afskaplega flinkur fagmaður og hefur verið farsæll sóttvarnalæknir,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra átti lokaorðið um breytingar á samkomutakmörkunum en fór eftir tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis við ákvörðun sína. „Ef ég hefði stjórnað þessu, og ég legg áherslu á að það má vera gæfa þessarar þjóðar að ég gerði það ekki, en ef ég hefði gert það þá hefði ég farið aðeins lengra. Ég hefði farið með þetta niður í 20 manna hóp, ég hefði lokað vínveitingastöðum, ég hefði krafist þess að allir sem koma til landsins verði skimaðir, svo maður nefni fátt.“ Sumir mjög smitandi Kári segir það skuggalega staðreynd að átta einstaklingar í samfélaginu hafi sýkst af af veiru með samskonar samsetningarstökkbreytingu, án þess að tengjast innbyrðis. Þetta bendi til þess að einstaklingarnir tengist jafnvel í gegn um sýktan aðila sem ekki hefur tekist að staðsetja. „Það sem gerir þetta enn meira ógnvekjandi er að meðal þeirra sem hafa greinst í þessum hópi er fólk sem hefur greinst með mjög mikla veiru sem þýðir að þeir eru mjög smitandi,“ segir Kári. Þá segist Kári virða ákvörðunina um að takmarka samkomur við hundrað manns, þó hann sjálfur hefði viljað ganga lengra. „Hann [sóttvarnalæknir] komst að þessari niðurstöðu með því að vega og meta annars vegar hvað myndi virka best ef eftir því yrði farið og hins vegar það sem hann reiknaði með því að hann gæti fengið fólk til þess að gera með svona skömmum fyrirvara. Það var hans niðurstaða og ég virði hana, þó að ég, amatörinn, þykist alltaf vita betur.“ Ekki ástæða til að loka Aðspurður hvað hann hefði viljað að gert yrði á landamærunum segist Kári ekki telja að lokun landamæranna, eða eitthvað í þá áttina, væri ákjósanleg. „Nei, ég held að það sé ekki ástæða til þess að loka. Þessi lönd sem hafa verið flokkuð sem örugg lönd eru lönd þar sem veiran er að blossa upp aftur á svipaðan máta og hjá okkur, þannig að ég hefði viljað skima þar áfram,“ segir Kári. Þá segir hann að þegar fréttir af mikilli fjölgun nýsmita berist, verði að bregðast hratt og ákveðið við þeim. „Þegar maður er að aflétta svona aðgerðum þá gerir maður það í skrefum, en maður setur svona takmarkanir á af fullum þunga eins hratt og maður getur.“ Íslensk erfðagreining hóf að skima fyrir kórónuveirunni á nýjan leik síðdegis í gær. Kári gerir ráð fyrir að í lok dagsins í dag verði búið að skima um þúsund manns. Í gær greindist einn einstaklingur í skimun hjá fyrirtækinu og var sá í sóttkví þegar hann greindist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sjálfur segist hann hafa viljað sjá gripið fastar og fyrr í taumana. Hann kveðst þó bera virðingu fyrir ákvörðuninni og þeim sem að henni komu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því fólki sem ákvað að gera þetta nákvæmlega svona. Þórólfur er afskaplega flinkur fagmaður og hefur verið farsæll sóttvarnalæknir,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra átti lokaorðið um breytingar á samkomutakmörkunum en fór eftir tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis við ákvörðun sína. „Ef ég hefði stjórnað þessu, og ég legg áherslu á að það má vera gæfa þessarar þjóðar að ég gerði það ekki, en ef ég hefði gert það þá hefði ég farið aðeins lengra. Ég hefði farið með þetta niður í 20 manna hóp, ég hefði lokað vínveitingastöðum, ég hefði krafist þess að allir sem koma til landsins verði skimaðir, svo maður nefni fátt.“ Sumir mjög smitandi Kári segir það skuggalega staðreynd að átta einstaklingar í samfélaginu hafi sýkst af af veiru með samskonar samsetningarstökkbreytingu, án þess að tengjast innbyrðis. Þetta bendi til þess að einstaklingarnir tengist jafnvel í gegn um sýktan aðila sem ekki hefur tekist að staðsetja. „Það sem gerir þetta enn meira ógnvekjandi er að meðal þeirra sem hafa greinst í þessum hópi er fólk sem hefur greinst með mjög mikla veiru sem þýðir að þeir eru mjög smitandi,“ segir Kári. Þá segist Kári virða ákvörðunina um að takmarka samkomur við hundrað manns, þó hann sjálfur hefði viljað ganga lengra. „Hann [sóttvarnalæknir] komst að þessari niðurstöðu með því að vega og meta annars vegar hvað myndi virka best ef eftir því yrði farið og hins vegar það sem hann reiknaði með því að hann gæti fengið fólk til þess að gera með svona skömmum fyrirvara. Það var hans niðurstaða og ég virði hana, þó að ég, amatörinn, þykist alltaf vita betur.“ Ekki ástæða til að loka Aðspurður hvað hann hefði viljað að gert yrði á landamærunum segist Kári ekki telja að lokun landamæranna, eða eitthvað í þá áttina, væri ákjósanleg. „Nei, ég held að það sé ekki ástæða til þess að loka. Þessi lönd sem hafa verið flokkuð sem örugg lönd eru lönd þar sem veiran er að blossa upp aftur á svipaðan máta og hjá okkur, þannig að ég hefði viljað skima þar áfram,“ segir Kári. Þá segir hann að þegar fréttir af mikilli fjölgun nýsmita berist, verði að bregðast hratt og ákveðið við þeim. „Þegar maður er að aflétta svona aðgerðum þá gerir maður það í skrefum, en maður setur svona takmarkanir á af fullum þunga eins hratt og maður getur.“ Íslensk erfðagreining hóf að skima fyrir kórónuveirunni á nýjan leik síðdegis í gær. Kári gerir ráð fyrir að í lok dagsins í dag verði búið að skima um þúsund manns. Í gær greindist einn einstaklingur í skimun hjá fyrirtækinu og var sá í sóttkví þegar hann greindist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira