Guðni: Höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júlí 2020 19:00 Guðni hefur gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu sem formaður KSÍ á tímum kórónuveirunnar. mynd/skjáskot Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með 5. ágúst. „Við þurftum að bregðast fljótt við. Við fengum þessar fréttir rétt fyrir hádegi og mótanefndin hittist. Í kjölfarið hittist stjórn sambandsins og tók þessa ákvörðun að fresta mótahaldi frá og með morgundeginum, fram yfir helgi,“ sagði Guðni í Sportpakkanum. Ljóst er mótahald raskast mikið vegna þessara aðgerða. Til að mynda fara tvær umferðir í Pepsi Max-deild karla og ein í Pepsi Max-deild kvenna fram á tímabilinu sem sóttvarnaryfirvöld óskuðu eftir að engir leikir færu fram eða til 10. ágúst. „Við höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt. Við vonum að við komumst í gegnum þetta. Við erum að ráða ráðum okkar og horfum fram á veginn. Fyrst og fremst viljum við leggja okkar að mörkum til þess að ná tökum á faraldrinum og þessum nýju smitum. Við verðum að sýna ábyrgð og það er okkar fyrsta verkefni. Vonandi getur svo mótahaldið haldið áfram og fótboltinn. Við vonum það besta.“ Einhver smit hafa verið á íþróttamótum en t.a.m. greindist einstaklingur sem hafði verið á Rey Cup mótinu í Laugardal með veiruna. „Eitthvað hefur verið hægt að tengja við þær [íþróttirnar]. Íþróttirnar eru gríðarlega stór þáttur í okkar samfélagi. Það eru íþróttirnar; bæði æfingar og keppnir. Eitthvað hefur verið rakið til þess en við opnuðum síðan landið til þess að koma efnahagnum af stað og ferðamannaiðnaðinum.“ „Við verðum að reyna halda áfram en það eru einhver smit úti sem er verið að reyna að rekja og greina. Við þurfum að taka á því með ábyrgum hætti og við gerum það í íþróttahreyfingunni. Nú er að huga vel að sóttvarnarúrræðum og við munum stíga skref til baka og vonandi dugar það til og við náum góðum tökum á þessu.“ Hann er bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið en segir að það þurfi að forgangsraða á tímum eins og þessum. „Við sjáum enn fram á að klára deildina og erum bjartsýn á að það takist. Við erum búin að setja reglugerð um það að ef til þess kemur að við náum ekki að klára alla deildina. Annars verðum við að sjá þetta í samhengi. Við viljum spila okkar íþrótt en við verðum einnig að sjá forgangsröðunina í þessu.“ Viðtalið í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan þar sem Guðni er m.a. spurður út í bikarkeppnina. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valsmenn vildu spila í kvöld en Skagamenn ekki Leikið verður í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir ákvörðun um að hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taki gildi í hádeginu á morgun. Einn leikur mun standa út af borðinu. 30. júlí 2020 15:51 KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með 5. ágúst. „Við þurftum að bregðast fljótt við. Við fengum þessar fréttir rétt fyrir hádegi og mótanefndin hittist. Í kjölfarið hittist stjórn sambandsins og tók þessa ákvörðun að fresta mótahaldi frá og með morgundeginum, fram yfir helgi,“ sagði Guðni í Sportpakkanum. Ljóst er mótahald raskast mikið vegna þessara aðgerða. Til að mynda fara tvær umferðir í Pepsi Max-deild karla og ein í Pepsi Max-deild kvenna fram á tímabilinu sem sóttvarnaryfirvöld óskuðu eftir að engir leikir færu fram eða til 10. ágúst. „Við höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt. Við vonum að við komumst í gegnum þetta. Við erum að ráða ráðum okkar og horfum fram á veginn. Fyrst og fremst viljum við leggja okkar að mörkum til þess að ná tökum á faraldrinum og þessum nýju smitum. Við verðum að sýna ábyrgð og það er okkar fyrsta verkefni. Vonandi getur svo mótahaldið haldið áfram og fótboltinn. Við vonum það besta.“ Einhver smit hafa verið á íþróttamótum en t.a.m. greindist einstaklingur sem hafði verið á Rey Cup mótinu í Laugardal með veiruna. „Eitthvað hefur verið hægt að tengja við þær [íþróttirnar]. Íþróttirnar eru gríðarlega stór þáttur í okkar samfélagi. Það eru íþróttirnar; bæði æfingar og keppnir. Eitthvað hefur verið rakið til þess en við opnuðum síðan landið til þess að koma efnahagnum af stað og ferðamannaiðnaðinum.“ „Við verðum að reyna halda áfram en það eru einhver smit úti sem er verið að reyna að rekja og greina. Við þurfum að taka á því með ábyrgum hætti og við gerum það í íþróttahreyfingunni. Nú er að huga vel að sóttvarnarúrræðum og við munum stíga skref til baka og vonandi dugar það til og við náum góðum tökum á þessu.“ Hann er bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið en segir að það þurfi að forgangsraða á tímum eins og þessum. „Við sjáum enn fram á að klára deildina og erum bjartsýn á að það takist. Við erum búin að setja reglugerð um það að ef til þess kemur að við náum ekki að klára alla deildina. Annars verðum við að sjá þetta í samhengi. Við viljum spila okkar íþrótt en við verðum einnig að sjá forgangsröðunina í þessu.“ Viðtalið í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan þar sem Guðni er m.a. spurður út í bikarkeppnina. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valsmenn vildu spila í kvöld en Skagamenn ekki Leikið verður í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir ákvörðun um að hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taki gildi í hádeginu á morgun. Einn leikur mun standa út af borðinu. 30. júlí 2020 15:51 KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Valsmenn vildu spila í kvöld en Skagamenn ekki Leikið verður í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir ákvörðun um að hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taki gildi í hádeginu á morgun. Einn leikur mun standa út af borðinu. 30. júlí 2020 15:51
KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22
Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59