Stuðningsmenn Newcastle í öngum sínum Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 08:00 Newcastle endaði í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstaðinni leiktíð og má muna fífil sinn fegurri. VÍSIR/GETTY Stuðningsmenn Newcastle segjast vera gjörsamlega miður sín eftir að ljóst varð að ekkert yrði af kaupum Sádí-Araba á enska knattspyrnufélaginu. Fjárfestar á vegum krónsprins Sádí-Arabíu samþykktu í apríl að kaupa Newcastle af Mike Ashley fyrir 300 milljónir punda. Kaupin voru umdeild vegna stöðu mannréttinda í Sádí-Arabíu, og meðal annars mótmæltu mannréttindasamtökin Amnesty International þeim. Kaupin hafa ekki gengið í gegn þar sem að enska úrvalsdeildin hefur verið með þau til skoðunar, og samkvæmt BBC verður nú ekkert af kaupunum þar sem þolinmæði sádí-arabísku fjárfestanna er á þrotum. „Stuðningsmenn eru í öngum sínum,“ sagði Michelle George, stuðningsmaður Newcastle. „Sem stuðningsmenn þá eru hjörtu okkar brostin. Þetta hljómar kannski dramatískt en við höfum nú þjáðst í 13 ár með Ashley við stjórnvölinn vegna skorts á áhuga og fjárfestingu í félaginu,“ sagði George og bætti við: „Þess vegna er erfitt að sætta sig við hvernig þetta gekk fyrir sig, tímann sem þetta tók og að fá svo þessar fréttir, og við erum ekki enn með heildarmyndina.“ Samkvæmt könnun á meðal stuðningsmanna Newcastle vildu 97% þeirra að kaupin myndu ganga í gegn, en gríðarleg óánægja hefur verið með störf núverandi eiganda. Greg Tomlinson segir að enska úrvalsdeildin skuldi sér og öðrum stuðningsmönnum Newcastle svör um hægaganginn við að skoða kaupin. Samkvæmt BBC áttu lögfræðingar deildarinnar í erfiðleikum með að greina nákvæm tengsl fjárfestahópsins og stjórnvalda í Sádí-Arabíu. „Það voru allir spenntir fyrir þessu tilboði og mögulegri fjárfestingu í borginni, svo þarna fer í súginn gott tækifæri fyrir Newcastle og allt norðaustur svæði landsins,“ sagði Tomlinson. Enski boltinn Tengdar fréttir Hættir við kaup á Newcastle United Ekkert verður af kaupum fjárfesta á vegum krónprins Sádi-Arabíu á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. 30. júlí 2020 14:55 Nýr eigandi Newcastle United: Harðstjóri eða von um betri tíma? Nýr eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins lét myrða blaðamanninn Jamal Khashoggi en hefur einnig komið á ýmsum breytingum í Sádi-Arabíu. 16. maí 2020 09:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Stuðningsmenn Newcastle segjast vera gjörsamlega miður sín eftir að ljóst varð að ekkert yrði af kaupum Sádí-Araba á enska knattspyrnufélaginu. Fjárfestar á vegum krónsprins Sádí-Arabíu samþykktu í apríl að kaupa Newcastle af Mike Ashley fyrir 300 milljónir punda. Kaupin voru umdeild vegna stöðu mannréttinda í Sádí-Arabíu, og meðal annars mótmæltu mannréttindasamtökin Amnesty International þeim. Kaupin hafa ekki gengið í gegn þar sem að enska úrvalsdeildin hefur verið með þau til skoðunar, og samkvæmt BBC verður nú ekkert af kaupunum þar sem þolinmæði sádí-arabísku fjárfestanna er á þrotum. „Stuðningsmenn eru í öngum sínum,“ sagði Michelle George, stuðningsmaður Newcastle. „Sem stuðningsmenn þá eru hjörtu okkar brostin. Þetta hljómar kannski dramatískt en við höfum nú þjáðst í 13 ár með Ashley við stjórnvölinn vegna skorts á áhuga og fjárfestingu í félaginu,“ sagði George og bætti við: „Þess vegna er erfitt að sætta sig við hvernig þetta gekk fyrir sig, tímann sem þetta tók og að fá svo þessar fréttir, og við erum ekki enn með heildarmyndina.“ Samkvæmt könnun á meðal stuðningsmanna Newcastle vildu 97% þeirra að kaupin myndu ganga í gegn, en gríðarleg óánægja hefur verið með störf núverandi eiganda. Greg Tomlinson segir að enska úrvalsdeildin skuldi sér og öðrum stuðningsmönnum Newcastle svör um hægaganginn við að skoða kaupin. Samkvæmt BBC áttu lögfræðingar deildarinnar í erfiðleikum með að greina nákvæm tengsl fjárfestahópsins og stjórnvalda í Sádí-Arabíu. „Það voru allir spenntir fyrir þessu tilboði og mögulegri fjárfestingu í borginni, svo þarna fer í súginn gott tækifæri fyrir Newcastle og allt norðaustur svæði landsins,“ sagði Tomlinson.
Enski boltinn Tengdar fréttir Hættir við kaup á Newcastle United Ekkert verður af kaupum fjárfesta á vegum krónprins Sádi-Arabíu á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. 30. júlí 2020 14:55 Nýr eigandi Newcastle United: Harðstjóri eða von um betri tíma? Nýr eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins lét myrða blaðamanninn Jamal Khashoggi en hefur einnig komið á ýmsum breytingum í Sádi-Arabíu. 16. maí 2020 09:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Hættir við kaup á Newcastle United Ekkert verður af kaupum fjárfesta á vegum krónprins Sádi-Arabíu á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. 30. júlí 2020 14:55
Nýr eigandi Newcastle United: Harðstjóri eða von um betri tíma? Nýr eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins lét myrða blaðamanninn Jamal Khashoggi en hefur einnig komið á ýmsum breytingum í Sádi-Arabíu. 16. maí 2020 09:00