Skildu svínshöfuð eftir fyrir utan æfingasvæðið í mótmælaskyni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2020 16:00 Ljóst er að SPAL leikur í ítölsku B-deildinni á næsta tímabili eftir þriggja ára dvöl í ítölsku úrvalsdeildinni. getty/Gabriele Maltinti Stuðningsmenn SPAL voru afar ósáttir með að liðið hafi fallið úr ítölsku úrvalsdeildinni og sýndu óánægju sína í verki með fremur ógeðfelldum hætti. Þeir skildu nefnilega afsagað svínshöfuð eftir fyrir utan æfingasvæði SPAL. Meðfylgjandi var borði með orðunum „Hypjið ykkur, svínin frá Ferrara“. SPAL er í borginni Ferrara á Norður-Ítalíu. Forseti SPAL, Valentina Ferozzi, fordæmdi athæfi stuðningsmannanna. „Fólki er frjálst að mótmæla en það er hægt að fara aðrar leiðir. Ég veit ekki hver gerði þetta en að nota afsagað svínshöfuð er smekklaust og endurspeglar ekki stuðningsmannahóp okkar, sem á betra skilið en þetta,“ sagði hún. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svínshöfuð er notað í mótmælaskyni í fótbolta. Frægt er þegar stuðningsmaður Barcelona kastaði svínshöfði í átt að Luis Figo, leikmanni Real Madrid, þegar hann var að taka hornspyrnu í leik liðanna, El Clásico, á Nývangi í nóvember 2002. Tveimur árum áður hafði Figo gengið í raðir Real Madrid frá Barcelona stuðningsmönnum Börsunga til lítillar ánægju. Ljóst var að SPAL myndi falla eftir 2-1 tap fyrir Birki Bjarnasyni og félögum í Brescia 19. júlí. Tímabilið hefur verið ein samfelld sorgarsaga hjá SPAL og liðið hefur aðeins unnið fimm af 37 leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni. Í lokaumferðinni á sunnudaginn tekur SPAL á móti Fiorentina. Uppgangur SPAL var eftirtektarverður en liðið fór upp um tvær deildir á jafn mörgum árum og og endaði í 13. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. SPAL vann þá m.a. 2-1 sigur á meisturum Juventus. Nú er ævintýrinu hins vegar lokið, allavega í bili. Ítalski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Stuðningsmenn SPAL voru afar ósáttir með að liðið hafi fallið úr ítölsku úrvalsdeildinni og sýndu óánægju sína í verki með fremur ógeðfelldum hætti. Þeir skildu nefnilega afsagað svínshöfuð eftir fyrir utan æfingasvæði SPAL. Meðfylgjandi var borði með orðunum „Hypjið ykkur, svínin frá Ferrara“. SPAL er í borginni Ferrara á Norður-Ítalíu. Forseti SPAL, Valentina Ferozzi, fordæmdi athæfi stuðningsmannanna. „Fólki er frjálst að mótmæla en það er hægt að fara aðrar leiðir. Ég veit ekki hver gerði þetta en að nota afsagað svínshöfuð er smekklaust og endurspeglar ekki stuðningsmannahóp okkar, sem á betra skilið en þetta,“ sagði hún. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svínshöfuð er notað í mótmælaskyni í fótbolta. Frægt er þegar stuðningsmaður Barcelona kastaði svínshöfði í átt að Luis Figo, leikmanni Real Madrid, þegar hann var að taka hornspyrnu í leik liðanna, El Clásico, á Nývangi í nóvember 2002. Tveimur árum áður hafði Figo gengið í raðir Real Madrid frá Barcelona stuðningsmönnum Börsunga til lítillar ánægju. Ljóst var að SPAL myndi falla eftir 2-1 tap fyrir Birki Bjarnasyni og félögum í Brescia 19. júlí. Tímabilið hefur verið ein samfelld sorgarsaga hjá SPAL og liðið hefur aðeins unnið fimm af 37 leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni. Í lokaumferðinni á sunnudaginn tekur SPAL á móti Fiorentina. Uppgangur SPAL var eftirtektarverður en liðið fór upp um tvær deildir á jafn mörgum árum og og endaði í 13. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. SPAL vann þá m.a. 2-1 sigur á meisturum Juventus. Nú er ævintýrinu hins vegar lokið, allavega í bili.
Ítalski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira