Íslensk erfðagreining boðar þrjá hópa í skimun Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2020 15:28 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Íslensk erfðagreining vinnur nú aftur að skimun einstaklinga fyrir COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni. Þrír hópar eru boðaðir í skimunina; einstaklingar í sóttkví, fólk sem tengist einstaklingum í einangrun og handahófskennt úrtak. Skimun fer fram í Turninum í Kópavogi. Í tilkynningu á vef landlæknisembættisins segir að tilgangur skimunarinnar sé að kanna útbreiðslu veirunnar hér á landi. „[…] svo hægt sé að meta þörf fyrir frekari aðgerðir. Mögulega verður einnig hægt að rekja uppruna smitanna sem nú eru í gangi.“ Eftirfarandi þrír hópar munu fá boð í skimun ÍE: Einstaklingar í sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við einstaklinga sem greindust með veiruna nú nýlega. Fólk á landsbyggðinni í þessari stöðu fær leiðbeiningar um hvar og hvenær það geti farið í sýnatöku hjá heilsugæslunni. Fólk sem tengist einstaklingum í einangrun á einhvern hátt, sem ákveðið var að þyrftu þó ekki að fara í sóttkví, til dæmis, ef talsverður tími var frá samskiptum við þann smitaða. Handahófskennt úrtak á þeim svæðum þar sem sem smit hafa komið upp undanfarið. Fólk fær boð um þátttöku með textaskilaboðum. Þar koma fram upplýsingar um vefslóð sem notuð er til að skrá sig í sýnatöku. Við skráningu fær þátttakandi ítarlegar upplýsingar um hvar sýnatakan fer fram. Sóttvarnalæknir hvetur alla sem fá boð frá Íslenskri erfðagreiningu til að taka þátt og vera með í skimuninni. „Athugið að einstaklingar í sóttkví mega ekki fara inn í húsnæði Þjónustumiðstöðvar rannsóknarverkefna í Turninum, heldur eru sýni tekin fyrir utan eins og hjá einstaklingum með einkenni COVID-19 hjá heilsugæslunni. Mikilvægt er að hafa í huga að neikvætt sýni hjá einstaklingi í sóttkví vegna tengsla við þekkt smit verður ekki til þess að aflétta sóttkví. Afar mikilvægt er að einstaklingar sem hafa farið í skimun og fengið neikvæða niðurstöðu hafi samband við heilsugæslu eða Læknavaktina ef einkenni koma fram sem geta bent til COVID-19.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35 Óttast að veiran sé að breiðast út með leifturhraða um samfélagið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að kórónuveiran sé að breiðast út aftur með leifturhraða um íslenskt samfélag. Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag. 29. júlí 2020 11:56 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Íslensk erfðagreining vinnur nú aftur að skimun einstaklinga fyrir COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni. Þrír hópar eru boðaðir í skimunina; einstaklingar í sóttkví, fólk sem tengist einstaklingum í einangrun og handahófskennt úrtak. Skimun fer fram í Turninum í Kópavogi. Í tilkynningu á vef landlæknisembættisins segir að tilgangur skimunarinnar sé að kanna útbreiðslu veirunnar hér á landi. „[…] svo hægt sé að meta þörf fyrir frekari aðgerðir. Mögulega verður einnig hægt að rekja uppruna smitanna sem nú eru í gangi.“ Eftirfarandi þrír hópar munu fá boð í skimun ÍE: Einstaklingar í sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við einstaklinga sem greindust með veiruna nú nýlega. Fólk á landsbyggðinni í þessari stöðu fær leiðbeiningar um hvar og hvenær það geti farið í sýnatöku hjá heilsugæslunni. Fólk sem tengist einstaklingum í einangrun á einhvern hátt, sem ákveðið var að þyrftu þó ekki að fara í sóttkví, til dæmis, ef talsverður tími var frá samskiptum við þann smitaða. Handahófskennt úrtak á þeim svæðum þar sem sem smit hafa komið upp undanfarið. Fólk fær boð um þátttöku með textaskilaboðum. Þar koma fram upplýsingar um vefslóð sem notuð er til að skrá sig í sýnatöku. Við skráningu fær þátttakandi ítarlegar upplýsingar um hvar sýnatakan fer fram. Sóttvarnalæknir hvetur alla sem fá boð frá Íslenskri erfðagreiningu til að taka þátt og vera með í skimuninni. „Athugið að einstaklingar í sóttkví mega ekki fara inn í húsnæði Þjónustumiðstöðvar rannsóknarverkefna í Turninum, heldur eru sýni tekin fyrir utan eins og hjá einstaklingum með einkenni COVID-19 hjá heilsugæslunni. Mikilvægt er að hafa í huga að neikvætt sýni hjá einstaklingi í sóttkví vegna tengsla við þekkt smit verður ekki til þess að aflétta sóttkví. Afar mikilvægt er að einstaklingar sem hafa farið í skimun og fengið neikvæða niðurstöðu hafi samband við heilsugæslu eða Læknavaktina ef einkenni koma fram sem geta bent til COVID-19.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35 Óttast að veiran sé að breiðast út með leifturhraða um samfélagið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að kórónuveiran sé að breiðast út aftur með leifturhraða um íslenskt samfélag. Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag. 29. júlí 2020 11:56 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35
Óttast að veiran sé að breiðast út með leifturhraða um samfélagið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að kórónuveiran sé að breiðast út aftur með leifturhraða um íslenskt samfélag. Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag. 29. júlí 2020 11:56