„Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 1. ágúst 2020 10:56 Lúðrasveit Vestmannaeyja spilaði á óformlegri setningu þjóðhátíðar í Herjólfsdal í gær. Vísir/Stöð 2 Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. Heimamenn létu ástandið þó ekki stöðva sig í að fagna hver í sínu horni. Þúsundir manna sækja Vestmannaeyjar heim um verslunarmannahelgi ár hvert. Eftir að ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem tóku gildi í gær var hátíðin blásin af. Samkomur fleiri en hundrað manns eru nú bannaðar og tryggja verður tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Fréttaritari Vísis í Eyjum segir að þrátt fyrir þetta hafi verið líf og fjör þar í gærkvöldi. Bærinn hafi iðað af lífi og hvítu tjöldin sem setja svip sinn á þjóðhátíð hafi verið reist í bakgörðum þar sem Eyjamenn og gestir þeirra sungu þjóðhátíðarlög fram á nótt. Þá var jafnframt bálköstur í Herjólfsdal þrátt fyrir að dalurinn sé lokaður almenningi vegna sóttvarnaráðstafana. Eyjamenn hafi því stillt sér upp og notið brennunnar úr fjarska þetta árið. Lítið kvartað undan hávaða Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn, segir að nóttin hafi verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Lítið sem ekkert hafi verið kvartað eða tilkynnt um hávaða. Engar samkomur fleiri en hundrað manna hafi farið fram og þeir sem komu saman hafi að mestu verið fjölskyldur að gera sér glaðan dag. Nokkur fjöldi fólks hafi safnast saman á dreifu svæði þegar kveikt var í brennunni og lítil flugeldasýning var haldin. Það hafi verið búið á innan við hálftíma og fólk hafi að svo búnu haldið til sín heima. Bæði lögregla og aðstandendur brennunnar hafi verið með gæslu. Eyjarfréttir sögðu frá því í gær að nokkuð hafi verið um afbókanir í Herjólf en um fimm hundruð manns hafi átt bókað far með honum til Eyja. Jóhannes segir að eitthvað sé um að ættingjar og vinir heimsæki Eyjamenn um helgina en að sé ekki í stórum stíl. „Þetta er bara eins og slöpp helgi í fjölda. Það eru búnar að vera mun fjölmennari helgar í sumar, sérstaklega í júlí þegar það voru fluttir allt upp í 3.000 manns á dag,“ segir hann. Ekki aðeins hafi hertar sóttvarnareglur dregið úr straumnum til Eyja heldur hafi veðurspáin einnig verið slök. „Þetta er skrýtinn tími í Eyjum, það er ekki hægt að segja anna. Hér ætti allt að vera á blússandi ferð þessa helgi,“ segir Jóhannes. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. Heimamenn létu ástandið þó ekki stöðva sig í að fagna hver í sínu horni. Þúsundir manna sækja Vestmannaeyjar heim um verslunarmannahelgi ár hvert. Eftir að ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem tóku gildi í gær var hátíðin blásin af. Samkomur fleiri en hundrað manns eru nú bannaðar og tryggja verður tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Fréttaritari Vísis í Eyjum segir að þrátt fyrir þetta hafi verið líf og fjör þar í gærkvöldi. Bærinn hafi iðað af lífi og hvítu tjöldin sem setja svip sinn á þjóðhátíð hafi verið reist í bakgörðum þar sem Eyjamenn og gestir þeirra sungu þjóðhátíðarlög fram á nótt. Þá var jafnframt bálköstur í Herjólfsdal þrátt fyrir að dalurinn sé lokaður almenningi vegna sóttvarnaráðstafana. Eyjamenn hafi því stillt sér upp og notið brennunnar úr fjarska þetta árið. Lítið kvartað undan hávaða Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn, segir að nóttin hafi verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Lítið sem ekkert hafi verið kvartað eða tilkynnt um hávaða. Engar samkomur fleiri en hundrað manna hafi farið fram og þeir sem komu saman hafi að mestu verið fjölskyldur að gera sér glaðan dag. Nokkur fjöldi fólks hafi safnast saman á dreifu svæði þegar kveikt var í brennunni og lítil flugeldasýning var haldin. Það hafi verið búið á innan við hálftíma og fólk hafi að svo búnu haldið til sín heima. Bæði lögregla og aðstandendur brennunnar hafi verið með gæslu. Eyjarfréttir sögðu frá því í gær að nokkuð hafi verið um afbókanir í Herjólf en um fimm hundruð manns hafi átt bókað far með honum til Eyja. Jóhannes segir að eitthvað sé um að ættingjar og vinir heimsæki Eyjamenn um helgina en að sé ekki í stórum stíl. „Þetta er bara eins og slöpp helgi í fjölda. Það eru búnar að vera mun fjölmennari helgar í sumar, sérstaklega í júlí þegar það voru fluttir allt upp í 3.000 manns á dag,“ segir hann. Ekki aðeins hafi hertar sóttvarnareglur dregið úr straumnum til Eyja heldur hafi veðurspáin einnig verið slök. „Þetta er skrýtinn tími í Eyjum, það er ekki hægt að segja anna. Hér ætti allt að vera á blússandi ferð þessa helgi,“ segir Jóhannes.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira