Mikil umferð gangandi fólks í Reykjadal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2020 12:37 Kristín Ólöf Steinþórsdóttir, landvörður í Reykjadal, sem hefur meira en nóg að gera að fylgjast með svæðinu og sjá til þess að allt gangi vel fyrir sig. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mörg hundruð manns hafa gengið Reykjadal fyrir ofan Hveragerði á hverjum degi í sumar en þar er einn fjölsóttasti náttúrulegi baðstaður landsins. Útlendingar hafa verið stór hluti þeirra sem hafa gengið leiðina í sumar sem er um tíu kílómetrar fram og til baka. Reykjadalur er vinsæl gönguleið, sem hefur slegið í gegn í sumar því þar hefur verið örtröð alla daga frá því að fjöldi fólks mátti fara upp í 500 manns saman 15. júní en nú fækkar göngugörpunum eftir að talan var lækkuð niður í 100 manns. Merkt gönguleið um Reykjadal liggur upp úr Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði en á leiðinni upp dalinn má sjá ólgandi hveri og reyk stíga upp úr jörðu. „Það er alveg brjálað að gera, það er endalaust af fólki sem kemur á hverjum degi, mörg hundruð manns. Vinsældir leiðarinnar eru fyrst og fremst vegna læksins hérna því það er vinsælt að koma og fara í heita lækinn, þetta er líka mjög fallegur staður,“ segir Kristín Ólöf Steinþórsdóttir, landvörður í Reykjadal. Margir ganga Reykjadalinn og nota þá tækifærið og skella sér í náttúrulegan baðstað á svæðinu og láta þreytuna þar með líða úr sér áður en gengið er til baka.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kristín Ólöf segir að um helmingur gesta fari í lækinn og njóti þess að baða sig þar í stórbrotnu umhverfi Reykjadals. Hún segir að erlendir ferðamenn hafi verið mjög mikið að ferðinni í sumar. „Já, það var bara strax 16.júní, þá voru hér strákar sem komu með fyrstu vél frá Kaupmannahöfn og beint hingað í Reykjadalinn, það var fyrsta stopp, það er mjög mikið af túristum hérna“. Mikið af hjólreiðafólki fer líka um Reykjadal. „Já, það er mjög vinsælt hjá fjallareiðhjólafólki að koma hingað og ég vil koma ábendingu til þeirra að það er bannað að búa til nýja hjólreiðastíga en annars eru þeir velkomnir,“ segir Kristín Ólöf. Hveragerði Ölfus Menning Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mörg hundruð manns hafa gengið Reykjadal fyrir ofan Hveragerði á hverjum degi í sumar en þar er einn fjölsóttasti náttúrulegi baðstaður landsins. Útlendingar hafa verið stór hluti þeirra sem hafa gengið leiðina í sumar sem er um tíu kílómetrar fram og til baka. Reykjadalur er vinsæl gönguleið, sem hefur slegið í gegn í sumar því þar hefur verið örtröð alla daga frá því að fjöldi fólks mátti fara upp í 500 manns saman 15. júní en nú fækkar göngugörpunum eftir að talan var lækkuð niður í 100 manns. Merkt gönguleið um Reykjadal liggur upp úr Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði en á leiðinni upp dalinn má sjá ólgandi hveri og reyk stíga upp úr jörðu. „Það er alveg brjálað að gera, það er endalaust af fólki sem kemur á hverjum degi, mörg hundruð manns. Vinsældir leiðarinnar eru fyrst og fremst vegna læksins hérna því það er vinsælt að koma og fara í heita lækinn, þetta er líka mjög fallegur staður,“ segir Kristín Ólöf Steinþórsdóttir, landvörður í Reykjadal. Margir ganga Reykjadalinn og nota þá tækifærið og skella sér í náttúrulegan baðstað á svæðinu og láta þreytuna þar með líða úr sér áður en gengið er til baka.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kristín Ólöf segir að um helmingur gesta fari í lækinn og njóti þess að baða sig þar í stórbrotnu umhverfi Reykjadals. Hún segir að erlendir ferðamenn hafi verið mjög mikið að ferðinni í sumar. „Já, það var bara strax 16.júní, þá voru hér strákar sem komu með fyrstu vél frá Kaupmannahöfn og beint hingað í Reykjadalinn, það var fyrsta stopp, það er mjög mikið af túristum hérna“. Mikið af hjólreiðafólki fer líka um Reykjadal. „Já, það er mjög vinsælt hjá fjallareiðhjólafólki að koma hingað og ég vil koma ábendingu til þeirra að það er bannað að búa til nýja hjólreiðastíga en annars eru þeir velkomnir,“ segir Kristín Ólöf.
Hveragerði Ölfus Menning Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira