Ekkert bendir til þess að búnaður Huawei sé óöruggur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2020 23:30 Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar. Vísir/vilhelm Ekkert bendir til þess að nokkuð ólöglegt eða óöruggt sé við tæknibúnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei að sögn forstöðumanns hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Íslensk fjarskiptafyrirtæki vinna að uppbyggingu fimmtu kynslóðar fjarskiptanetsins og tvö þeirra styðjast við búnað frá Huawei. Nova tók fyrsta 5G-sendinn í gagnið fyrr á þessu ári og uppsetning búnaðar er hafin hjá Vodafone. Bæði fyrirtæki nota búnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei. Undirbúningur er einnig hafinn hjá Símanum þar sem stefnt er að gangsetningu í haust, en Síminn notast alfarið við búnað frá sænska framleiðandanum Ericsson. Þorleifur Jónsson forstöðumaður hjá Póst- og fjarskiptastofnun segir töluverðan mun vera á 5G og fyrri kynslóðum. „Þetta er algjör bylting. Fyrsta skrefið það er í rauninni bara eins og ég nefndi áðan, það er meira gagnamagn og meiri hraði og það kemur til með að nýtast svona til að byrja með allavega fyrir til dæmis þéttbýlisstaði úti á landi þar sem ekki hefur verið lagður ljósleiðari,“ segir Þorleifur. Bandaríkjastjórn segir Huawei ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna og annarra ríkja.Vísir/Getty Fyrirferðamikil umræða hefur verið uppi um meinta öryggisbrest í 5G-búnað kínverska fyrirtækisins Huawei. Einkum hafa bandarísk stjórnvöld beitt áhrifum sínum til að sá tortryggni í garð kínverska fyrirtækisins og hafa hvatt til sniðgöngu þess. „Við höfum nú verið í sambandi við okkar systurstofnanir í Evrópu og víðar og það hefur hvergi í rauninni sannast neitt á þetta fyrirtæki um neitt ólöglegt eða misjafnt varðandi öruggi þeirra. Þannig að eins og staðan er í dag þá get ég ekki með góðu móti sagt að það sé einhver hætta.“ Engu að síður þurfi alltaf að huga vel að öryggi en samgönguráðherra hefur falið starfshóp að móta reglur um hvernig þess verður gætt. „Möguleikinn er alltaf fyrir hendi og við sjáum það bara núna í fréttum undanfarna viku með hvernig var brotist inn hjá Garmin. Það er alltaf möguleiki, það er aldrei 100% öryggi til. En eins og ég segi, það er okkar hlutverk að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt og fjarskiptafyrirtækjanna sem að reka búnaðinn, það er á þeirra ábyrgð að sjá til þess að hann sé öruggur.“ Rétt er að taka fram að Vodafone er í eigu Sýnar sem einnig á og rekur fréttastofu Stöðvar 2. Kína Fjarskipti Tækni Huawei Tengdar fréttir Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ekkert bendir til þess að nokkuð ólöglegt eða óöruggt sé við tæknibúnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei að sögn forstöðumanns hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Íslensk fjarskiptafyrirtæki vinna að uppbyggingu fimmtu kynslóðar fjarskiptanetsins og tvö þeirra styðjast við búnað frá Huawei. Nova tók fyrsta 5G-sendinn í gagnið fyrr á þessu ári og uppsetning búnaðar er hafin hjá Vodafone. Bæði fyrirtæki nota búnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei. Undirbúningur er einnig hafinn hjá Símanum þar sem stefnt er að gangsetningu í haust, en Síminn notast alfarið við búnað frá sænska framleiðandanum Ericsson. Þorleifur Jónsson forstöðumaður hjá Póst- og fjarskiptastofnun segir töluverðan mun vera á 5G og fyrri kynslóðum. „Þetta er algjör bylting. Fyrsta skrefið það er í rauninni bara eins og ég nefndi áðan, það er meira gagnamagn og meiri hraði og það kemur til með að nýtast svona til að byrja með allavega fyrir til dæmis þéttbýlisstaði úti á landi þar sem ekki hefur verið lagður ljósleiðari,“ segir Þorleifur. Bandaríkjastjórn segir Huawei ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna og annarra ríkja.Vísir/Getty Fyrirferðamikil umræða hefur verið uppi um meinta öryggisbrest í 5G-búnað kínverska fyrirtækisins Huawei. Einkum hafa bandarísk stjórnvöld beitt áhrifum sínum til að sá tortryggni í garð kínverska fyrirtækisins og hafa hvatt til sniðgöngu þess. „Við höfum nú verið í sambandi við okkar systurstofnanir í Evrópu og víðar og það hefur hvergi í rauninni sannast neitt á þetta fyrirtæki um neitt ólöglegt eða misjafnt varðandi öruggi þeirra. Þannig að eins og staðan er í dag þá get ég ekki með góðu móti sagt að það sé einhver hætta.“ Engu að síður þurfi alltaf að huga vel að öryggi en samgönguráðherra hefur falið starfshóp að móta reglur um hvernig þess verður gætt. „Möguleikinn er alltaf fyrir hendi og við sjáum það bara núna í fréttum undanfarna viku með hvernig var brotist inn hjá Garmin. Það er alltaf möguleiki, það er aldrei 100% öryggi til. En eins og ég segi, það er okkar hlutverk að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt og fjarskiptafyrirtækjanna sem að reka búnaðinn, það er á þeirra ábyrgð að sjá til þess að hann sé öruggur.“ Rétt er að taka fram að Vodafone er í eigu Sýnar sem einnig á og rekur fréttastofu Stöðvar 2.
Kína Fjarskipti Tækni Huawei Tengdar fréttir Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27
Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56
Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55