Misjöfn veiði í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 3. ágúst 2020 08:29 Veiðimenn tala um að sumarið sé lélegt í bleikjunni við Þingvallavatn Mynd: KL Þingvallavatn er líklega eitt mest sótta veiðivatn landsins en þangað fer fjöldi veiðimanna á hverjum degi til veiða sé veðrið skaplegt. Það hefur verið rætt á milli veiðimanna um að veiðin í sumar sé ein sú slakasta í mörg ár og ein af þeim skýringum sem er talin eiga þar sök í máli er að urriðastofninn sé að verða of stór og sé að éta upp smábleikjuna. Það hefur sést á nokkrum urriðum sem hafa veiðst í sumar sem hafa verið horaðir en það er samt ekki þannig með allann urriðann, langt því frá. Þetta er því varla eina skýringin á þeirri upplifun veiðimanna um lakari veiði og að hún sé urriðanum um að kenna. Vissulega hafa margir haft orð á því að veiðin sé léleg og við fengum senda veiðidagbók frá einum ágætum veiðimanni en hann hefur haldið tölur um veiðina sína í vatninu síðan 2004. Ásóknin hjá honum er tuttugu dagar minnst 2008 en mest 2012 þegar hann var þrjátíu og fimm daga við vatnið. Hann hefur aldrei veitt jafn fáar bleikjur og á þessu ári og þegar meðaltalið er skoðað er fjöldi veiddra fiska aðeins 28% af meðalári. Síðan eru veiðimenn sem tala bara um að þetta sé meðalár og hafa ekki fundið fyrir svona djúpri lægð í veiðitölum. Stangveiði Mest lesið Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Stórlax á land á land á urriðasvæðinu neðan virkjunar Veiði 23 laxar í fyrsta hollinu í Miðfjarðará Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði
Þingvallavatn er líklega eitt mest sótta veiðivatn landsins en þangað fer fjöldi veiðimanna á hverjum degi til veiða sé veðrið skaplegt. Það hefur verið rætt á milli veiðimanna um að veiðin í sumar sé ein sú slakasta í mörg ár og ein af þeim skýringum sem er talin eiga þar sök í máli er að urriðastofninn sé að verða of stór og sé að éta upp smábleikjuna. Það hefur sést á nokkrum urriðum sem hafa veiðst í sumar sem hafa verið horaðir en það er samt ekki þannig með allann urriðann, langt því frá. Þetta er því varla eina skýringin á þeirri upplifun veiðimanna um lakari veiði og að hún sé urriðanum um að kenna. Vissulega hafa margir haft orð á því að veiðin sé léleg og við fengum senda veiðidagbók frá einum ágætum veiðimanni en hann hefur haldið tölur um veiðina sína í vatninu síðan 2004. Ásóknin hjá honum er tuttugu dagar minnst 2008 en mest 2012 þegar hann var þrjátíu og fimm daga við vatnið. Hann hefur aldrei veitt jafn fáar bleikjur og á þessu ári og þegar meðaltalið er skoðað er fjöldi veiddra fiska aðeins 28% af meðalári. Síðan eru veiðimenn sem tala bara um að þetta sé meðalár og hafa ekki fundið fyrir svona djúpri lægð í veiðitölum.
Stangveiði Mest lesið Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Stórlax á land á land á urriðasvæðinu neðan virkjunar Veiði 23 laxar í fyrsta hollinu í Miðfjarðará Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði