„Við megum ekki láta deigan síga“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. ágúst 2020 13:21 Hér má sjá heilbrigðisstarfsmann taka sýni úr Sævari Frey Þráinsyni, bæjarstjóra á Akranesi, í gær Vísir/EInar Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir Skagamenn finna fyrir létti eftir að allir greindust neikvæðir fyrir kórónuveirunni sem veldur covid-19 í skimun gærdagsins. Hann ítrekar þó mikilvægi þess að fólk gæti áfram ítrustu varúðar og fylgi leiðbeiningum um einstaklingsbundnar sóttvarnir. Mikill áhugi var fyrir skimuninni sem fram fór á Akranesi í gær og var að endingu fleirum boðið að taka þátt en upphaflega höfðu verið boðaðir með slembiúrtaki. „Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir fyrir okkur hér á Akranesi að engin af þessum 612 sem fóru í sýnatöku, það er bara alveg frábært,“ segir Sævar. Tekin voru á bilinu 26 til 30 sýni á hverju korteri á meðan skimun stóð yfir á Akranesi í gær.Vísir/Einar Hann sé afar ánægður með viðtökur bæjarbúa. „Það var bara einstakt að finna stemninguna og samheldnina í Skagamönnum sem mættu á svæðið og vildu sinna þessu samfélagslega verkefni. En það minnir okkur auðvitað á að þó að við höfum fengið góðar niðurstöður þá þarf áfram að sinna einstaklingsbundnum smitvörnum,“ segir Sævar. „Við megum ekki láta deigan síga og sinna þessu verkefni öll saman á Íslandi.“ Það sé mikill léttir að enginn hafi greinst sýktur. „Ég vil bara þakka Íslenskri erfðagreiningu, Kára og öllu hans frábæra fólki og heilbrigðisstarfsfólkinu sem að var að sinna þessu. Þetta er einstakt fólk sem er að vinna fyrir íslenskt samfélag á þessum afar sérstöku tímum,“ segir Sævar. Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir Skagamenn finna fyrir létti eftir að allir greindust neikvæðir fyrir kórónuveirunni sem veldur covid-19 í skimun gærdagsins. Hann ítrekar þó mikilvægi þess að fólk gæti áfram ítrustu varúðar og fylgi leiðbeiningum um einstaklingsbundnar sóttvarnir. Mikill áhugi var fyrir skimuninni sem fram fór á Akranesi í gær og var að endingu fleirum boðið að taka þátt en upphaflega höfðu verið boðaðir með slembiúrtaki. „Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir fyrir okkur hér á Akranesi að engin af þessum 612 sem fóru í sýnatöku, það er bara alveg frábært,“ segir Sævar. Tekin voru á bilinu 26 til 30 sýni á hverju korteri á meðan skimun stóð yfir á Akranesi í gær.Vísir/Einar Hann sé afar ánægður með viðtökur bæjarbúa. „Það var bara einstakt að finna stemninguna og samheldnina í Skagamönnum sem mættu á svæðið og vildu sinna þessu samfélagslega verkefni. En það minnir okkur auðvitað á að þó að við höfum fengið góðar niðurstöður þá þarf áfram að sinna einstaklingsbundnum smitvörnum,“ segir Sævar. „Við megum ekki láta deigan síga og sinna þessu verkefni öll saman á Íslandi.“ Það sé mikill léttir að enginn hafi greinst sýktur. „Ég vil bara þakka Íslenskri erfðagreiningu, Kára og öllu hans frábæra fólki og heilbrigðisstarfsfólkinu sem að var að sinna þessu. Þetta er einstakt fólk sem er að vinna fyrir íslenskt samfélag á þessum afar sérstöku tímum,“ segir Sævar.
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira