Samkvæmt hinum virta ítalska íþróttafréttamanni Fabrizio Romano hafa Inter og Manchester United komist að samkomulagi um að Alexis Sanchez fari á frjálsri sölu til Inter.
Alexis hefur verið að láni hjá Inter frá Man Utd undanfarið ár. Lánssamningur hans rennur út í þessum mánuði en það er vilji beggja aðila að hann verði leikmaður Inter fyrir næsta tímabil.
Sílemaðurinn kom til United frá Arsenal árið 2018 en stóðst ekki væntingar og skoraði aðeins fimm mörk í 45 leikjum í United treyjunni. Hann var einn launahæsti leikmaður heims hjá Man Utd og mun hann fá sömu laun hjá Mílanó-liðinu. Vegna ofurlauna hans náðist samkomulag um að Inter þyrfti ekki að greiða Man Utd fyrir kaupin á Sanchez, í staðinn sparar United góða summu í launakostnað með því að losna við hann af launaskránni.
Total agreement reached between Inter and Manchester United on a permanent deal, here we go!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 3, 2020
Inter will NOT pay any fee to Man United. He’ll join for free and Inter will take charge of his full wage. Sanchez will earn €7M/season as Inter player. ⚫️🔵 #MUFC #Inter @SkySport