Gengur um með tönnina hans Floyd Mayweather um hálsinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 13:00 Tönnin og svo mynd frá bardaga þeirra Floyd Mayweather Jr. og Marcos Maidana frá árinu 2014. Samsett mynd/Instgram&Getty/Ethan Miller Bandaríski hnefaleikamaðurinn Floyd Mayweather Jr. lagði boxhanskana á hilluna árið 2015 án þess að hafa tapað í hringnum og vann meðal annars alla 26 titilbardaga sína. Mayweather er því margfaldur heimsmeistari í sínum þyngdarflokki og bardagatölfræðin hans er 50-0. Floyd Mayweather vann sér líka inn gríðarlega mikinn pening á þessum sigursæla ferli hans og hann hefur líka verið óhræddur við að monta sig af tekjunum. Eitthvað af þessum peningum hefur þó farið í það að endurnýja eina af tönnunum hans ef marka má orð hnefaleikamannsins Marcos Maidana. Marcos Maidana vann nefnilega smá sigur í tapinu á móti Floyd Mayweather í hringnum fyrir sex árum síðan. Maidana sagði stoltur frá „minningargrip“ sínum frá bardaganum. "I did a terrific job. I did enough to win, but what can I say? The judges like a runner." ?? https://t.co/iWAxU7uxbi— SPORTbible (@sportbible) August 1, 2020 Marcos Maidana er 37 ára Argentínumaður sem náði á sínum tíma að verða heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum. Hann mætti Floyd Mayweather tvisvar sinnum en tapaði í bæði skiptin. Kapparnir börðust í seinna skiptið í MGM Grand Arena í Las Vegas árið 2014. Floyd Mayweather náði að rota Maidana í hvorugt skiptið en vann báða bardagana á stigum. Maidana náði einum góðum króki í þriðju lotunni og það var ekki annað að sjá á endursýningunum en að Mayweather hafi þar misst eina tönn. Það fór ekki framhjá Marcos Maidana sem fann tönnina eftir bardagann og gengur nú með hana um hálsinn. Hann sagði frá þessu á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Það fylgir sögunni að Floyd Mayweather hafi neitað því eftir bardagann að hafa misst tönn við höggið og sagði líka að það hefði komið eftir að bjallan gall. „Nei hann sló ekki út neina tönn hjá mér. Alls ekki. Hann er sterkur strákur með góð högg en það er ekkert til í því að það vanti í mig eina tönn,“ var haft eftir Floyd Mayweather eftir bardagann. Marcos Maidana heldur aftur á móti öðru fram. View this post on Instagram Cuanto me dará el ratón Pérez ?@floydmayweather A post shared by Marcos "chino" Maidana (@chinomaidana.1) on Apr 10, 2020 at 12:14am PDT Box Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Sjá meira
Bandaríski hnefaleikamaðurinn Floyd Mayweather Jr. lagði boxhanskana á hilluna árið 2015 án þess að hafa tapað í hringnum og vann meðal annars alla 26 titilbardaga sína. Mayweather er því margfaldur heimsmeistari í sínum þyngdarflokki og bardagatölfræðin hans er 50-0. Floyd Mayweather vann sér líka inn gríðarlega mikinn pening á þessum sigursæla ferli hans og hann hefur líka verið óhræddur við að monta sig af tekjunum. Eitthvað af þessum peningum hefur þó farið í það að endurnýja eina af tönnunum hans ef marka má orð hnefaleikamannsins Marcos Maidana. Marcos Maidana vann nefnilega smá sigur í tapinu á móti Floyd Mayweather í hringnum fyrir sex árum síðan. Maidana sagði stoltur frá „minningargrip“ sínum frá bardaganum. "I did a terrific job. I did enough to win, but what can I say? The judges like a runner." ?? https://t.co/iWAxU7uxbi— SPORTbible (@sportbible) August 1, 2020 Marcos Maidana er 37 ára Argentínumaður sem náði á sínum tíma að verða heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum. Hann mætti Floyd Mayweather tvisvar sinnum en tapaði í bæði skiptin. Kapparnir börðust í seinna skiptið í MGM Grand Arena í Las Vegas árið 2014. Floyd Mayweather náði að rota Maidana í hvorugt skiptið en vann báða bardagana á stigum. Maidana náði einum góðum króki í þriðju lotunni og það var ekki annað að sjá á endursýningunum en að Mayweather hafi þar misst eina tönn. Það fór ekki framhjá Marcos Maidana sem fann tönnina eftir bardagann og gengur nú með hana um hálsinn. Hann sagði frá þessu á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Það fylgir sögunni að Floyd Mayweather hafi neitað því eftir bardagann að hafa misst tönn við höggið og sagði líka að það hefði komið eftir að bjallan gall. „Nei hann sló ekki út neina tönn hjá mér. Alls ekki. Hann er sterkur strákur með góð högg en það er ekkert til í því að það vanti í mig eina tönn,“ var haft eftir Floyd Mayweather eftir bardagann. Marcos Maidana heldur aftur á móti öðru fram. View this post on Instagram Cuanto me dará el ratón Pérez ?@floydmayweather A post shared by Marcos "chino" Maidana (@chinomaidana.1) on Apr 10, 2020 at 12:14am PDT
Box Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Sjá meira