Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2020 10:44 Loftmynd af Stuðlagili. Vísir/Vilhelm Stefanía Katrín Karlsdóttir, landeigandi á Grund Efri-Jökuldal þar sem Stuðlagil er að finna, segir dreifingu mynda af gilinu á internetinu á við faraldur. Mikið hefur borið á því að ferðamenn heimsæki gilið í þeim tilgangi að berja það augum, og margir smella jafnvel af einni mynd fyrir Instagram, en Stefanía segist engar tekjur hafa af ferðum fólks inn á landið hjá sér. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Stefanía að á síðustu þremur árum, eftir að Jökulsá var stífluð við Kárahnjúkavirkjun, hafi gilið orðið vinsælt meðal ferðamanna. WOW-air hafi meðal annars notað myndir af gilinu í kynningarefni frá sér, án þess að láta landeigendur vita eða spyrja leyfis. „Svo er þetta bara eins og hver annar faraldur, og eiginlega verra en faraldur. Það verður alveg gífurleg dreifing á myndum á Instagram og fleiri samfélagsmiðlum,“ segir Stefanía. Hún segir þessa dreifingu valda því að æ fleiri vilji berja gilið augum. Hún segir að í byrjun hafi ekki verið nein aðstaða til þess að taka á móti fólki, bara vegurinn að bænum á Grund. „Í byrjun var það þannig að útlendingarnir voru fyrri til að uppgötva þetta gil. Íslendingar komu seinna. Það var ekki fyrr en á þessu ári sem við sáum Íslendinga að koma af einhverju viti.“ Hún segir að á síðasta ári hafi komið mikill fjöldi fólks, og telur að um 90 prósent þeirra sem komu í gilið hafi verið erlendir ferðamenn. Í ár hafi hlutfallinu þá líklega verið snúið á haus. Teljari sem settur var upp í sumarbyrjun sýnir að um 15.000 manns hafi lagt leið sína að gilinu í sumar. Þá segir hún íslensku ferðamennina ganga mun betur um svæðið en þeir erlendu. Engar tekjur enn „Það eru margir sem halda að við sitjum á gullkistu en ég hef nú ekki séð þá kistu, né hef reynt að opna hana, en hún er bara tóm. Það eru engar tekjur enn þá,“ segir Stefanía. Hún bætir við að hún hafi þó fengið styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp lágmarksinnviði á borð við bílastæði, afmarkaða göngustíga að gilinu og merkingar. Þá hafi verið smíðaðir pallar og stigar inni á landi hennar í fyrra. „Þetta er bara heljarinnar verkefni og auðvitað er þetta íþyngjandi. Við sitjum faktíst uppi með þetta,“ segir Stefanía. Hún segir landeigendum hafa staðið nokkrir kostir til boða: Að aðhafast ekkert, að loka landareigninni sem hún segir erfitt og illframkvæmanlegt eða að „reyna að gera eitthvað.“ Tækifærin eflaust að finna Stefanía segist þó telja að í þessari miklu aðsókn að gilinu geti falist einhver tækifæri. „Það má alveg líta á svona nýjung sem tækifæri og tækifæri felast eflaust í einhverri þjónustuuppbygginu.“ Hún segir þó að opinberar tölur Ferðamálastofu og Hagstofunnar bendi til þess að 70 prósent erlendra ferðamanna sem ferðast á Austurlandi komi á tímabilinu maí til september. „Þá erum við að horfa á það að uppbygging miðast eingöngu við sumarið. Svo kemur Covid, þá eru ekki erlendir ferðamenn. Þá erum við með Íslendinga, og eins og við vitum mætavel, þeir elta veðrið,“ segir Stefanía og bætir við að Íslendingar ferðist lang mest frá 20. júní fram að verslunarmannahelgi, sem er um sex vikna tímabil. „Ef maður ætlar að fara mjög mikla uppbyggingu upp á milljónatugi lengst uppi í sveit þar sem er ekki einu sinni starfsmannaaðstaða, það er ekki gott að ana að neinu þarna.“ Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Stefaníu í heild sinni. Eins og áður sagði hefur Stuðlagil sótt í sig veðrið sem vinsæll viðkomustaður ferðamanna, innlendra sem erlendra, sem margir hverjir eru ólmir í að birta myndir af gilinu og, eftir atvikum, sjálfum sér með. Því til stuðnings má benda á að sé staðsetningarmerking gilsins á Instagram skoðuð má sjá ógrynni nýrri og eldri mynda frá gilinu, eins og sjá má hér að ofan. Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rangt var haft eftir í fyrri fyrirsögn. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fljótsdalshérað Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Stefanía Katrín Karlsdóttir, landeigandi á Grund Efri-Jökuldal þar sem Stuðlagil er að finna, segir dreifingu mynda af gilinu á internetinu á við faraldur. Mikið hefur borið á því að ferðamenn heimsæki gilið í þeim tilgangi að berja það augum, og margir smella jafnvel af einni mynd fyrir Instagram, en Stefanía segist engar tekjur hafa af ferðum fólks inn á landið hjá sér. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Stefanía að á síðustu þremur árum, eftir að Jökulsá var stífluð við Kárahnjúkavirkjun, hafi gilið orðið vinsælt meðal ferðamanna. WOW-air hafi meðal annars notað myndir af gilinu í kynningarefni frá sér, án þess að láta landeigendur vita eða spyrja leyfis. „Svo er þetta bara eins og hver annar faraldur, og eiginlega verra en faraldur. Það verður alveg gífurleg dreifing á myndum á Instagram og fleiri samfélagsmiðlum,“ segir Stefanía. Hún segir þessa dreifingu valda því að æ fleiri vilji berja gilið augum. Hún segir að í byrjun hafi ekki verið nein aðstaða til þess að taka á móti fólki, bara vegurinn að bænum á Grund. „Í byrjun var það þannig að útlendingarnir voru fyrri til að uppgötva þetta gil. Íslendingar komu seinna. Það var ekki fyrr en á þessu ári sem við sáum Íslendinga að koma af einhverju viti.“ Hún segir að á síðasta ári hafi komið mikill fjöldi fólks, og telur að um 90 prósent þeirra sem komu í gilið hafi verið erlendir ferðamenn. Í ár hafi hlutfallinu þá líklega verið snúið á haus. Teljari sem settur var upp í sumarbyrjun sýnir að um 15.000 manns hafi lagt leið sína að gilinu í sumar. Þá segir hún íslensku ferðamennina ganga mun betur um svæðið en þeir erlendu. Engar tekjur enn „Það eru margir sem halda að við sitjum á gullkistu en ég hef nú ekki séð þá kistu, né hef reynt að opna hana, en hún er bara tóm. Það eru engar tekjur enn þá,“ segir Stefanía. Hún bætir við að hún hafi þó fengið styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp lágmarksinnviði á borð við bílastæði, afmarkaða göngustíga að gilinu og merkingar. Þá hafi verið smíðaðir pallar og stigar inni á landi hennar í fyrra. „Þetta er bara heljarinnar verkefni og auðvitað er þetta íþyngjandi. Við sitjum faktíst uppi með þetta,“ segir Stefanía. Hún segir landeigendum hafa staðið nokkrir kostir til boða: Að aðhafast ekkert, að loka landareigninni sem hún segir erfitt og illframkvæmanlegt eða að „reyna að gera eitthvað.“ Tækifærin eflaust að finna Stefanía segist þó telja að í þessari miklu aðsókn að gilinu geti falist einhver tækifæri. „Það má alveg líta á svona nýjung sem tækifæri og tækifæri felast eflaust í einhverri þjónustuuppbygginu.“ Hún segir þó að opinberar tölur Ferðamálastofu og Hagstofunnar bendi til þess að 70 prósent erlendra ferðamanna sem ferðast á Austurlandi komi á tímabilinu maí til september. „Þá erum við að horfa á það að uppbygging miðast eingöngu við sumarið. Svo kemur Covid, þá eru ekki erlendir ferðamenn. Þá erum við með Íslendinga, og eins og við vitum mætavel, þeir elta veðrið,“ segir Stefanía og bætir við að Íslendingar ferðist lang mest frá 20. júní fram að verslunarmannahelgi, sem er um sex vikna tímabil. „Ef maður ætlar að fara mjög mikla uppbyggingu upp á milljónatugi lengst uppi í sveit þar sem er ekki einu sinni starfsmannaaðstaða, það er ekki gott að ana að neinu þarna.“ Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Stefaníu í heild sinni. Eins og áður sagði hefur Stuðlagil sótt í sig veðrið sem vinsæll viðkomustaður ferðamanna, innlendra sem erlendra, sem margir hverjir eru ólmir í að birta myndir af gilinu og, eftir atvikum, sjálfum sér með. Því til stuðnings má benda á að sé staðsetningarmerking gilsins á Instagram skoðuð má sjá ógrynni nýrri og eldri mynda frá gilinu, eins og sjá má hér að ofan. Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rangt var haft eftir í fyrri fyrirsögn.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fljótsdalshérað Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira