Lokuðu í miðjum faraldri og opna ekki aftur Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 09:00 Búið er að byrgja fyrir glugga rýmisins við Hagamel þar sem Fisherman var til húsa. Þar áður var ritfangaverslunin Úlfarsfell rekin í rýminu. Vísir/Stína Fiskisjoppan Fisherman við Hagamel hefur skellt í lás til frambúðar. Staðnum var lokað vegna kórónuveirufaraldursins í vor og opnaði ekki aftur. Framkvæmdastjóri Fisherman segir um að ræða rekstrarlega ákvörðun sem skrifist algjörlega á faraldurinn. Rekstrarumhverfi veitingastaða hefur verið einkar erfitt nú á tímum tveggja metra reglu, samkomubanns og brotthvarfs erlendra ferðamanna. Veitingamenn hafa margir þurft að loka stöðum sínum tímabundið – og sumir um ókomna tíð. Faraldurinn hefur leikið veitingamenn í miðbænum einkar grátt, líkt og fram kom í samantekt ViðskiptaMoggans í júní. Þá hafði minnst tuttugu og átta veitingastöðum verið lokað á svæðinu vegna veirunnar. Veiruáhrifanna gætir einnig í Vesturbænum en þar hefur fiskisjoppu Fisherman, fiskverslun og matsölustað í gamalgrónum kjarna við Hagamel, verið lokað. Staðurinn var opnaður árið 2017 og átti miklum vinsældum að fagna. Þannig sat hann á tímabili í öðru sæti á vef TripAdvisor yfir bestu veitingastaði í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis stendur nú til að opna annan matsölustað í rýminu sem áður hýsti Fisherman. Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman. Drógu sig úr harkinu Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri Fisherman segir í samtali við Vísi að fiskisjoppunni hafi verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins strax á vormánuðum. Ákveðið hafi verið að opna ekki aftur og leigusamningurinn framseldur. „Við ákváðum að draga okkur úr veitingaharkinu, á þessum síðustu og verstu tímum,“ segir Elías. „Þetta er algjörlega Covid-aðgerð vegna þess að uppistaða viðskiptavinanna var erlendir gestir. Ekki spennandi rekstrarumhverfi fyrir svona stað á þessum tímum meðan gengur vel hjá okkur í öðru.“ Með lokun fiskisjoppunnar snýr rekstur Fisherman nú alfarið að framleiðslu og sölu á fiski og tengdum vörum. Reksturinn er á tveimur stöðum; Fiskislóð í Reykjavík og á Suðureyri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Fiskisjoppan Fisherman við Hagamel hefur skellt í lás til frambúðar. Staðnum var lokað vegna kórónuveirufaraldursins í vor og opnaði ekki aftur. Framkvæmdastjóri Fisherman segir um að ræða rekstrarlega ákvörðun sem skrifist algjörlega á faraldurinn. Rekstrarumhverfi veitingastaða hefur verið einkar erfitt nú á tímum tveggja metra reglu, samkomubanns og brotthvarfs erlendra ferðamanna. Veitingamenn hafa margir þurft að loka stöðum sínum tímabundið – og sumir um ókomna tíð. Faraldurinn hefur leikið veitingamenn í miðbænum einkar grátt, líkt og fram kom í samantekt ViðskiptaMoggans í júní. Þá hafði minnst tuttugu og átta veitingastöðum verið lokað á svæðinu vegna veirunnar. Veiruáhrifanna gætir einnig í Vesturbænum en þar hefur fiskisjoppu Fisherman, fiskverslun og matsölustað í gamalgrónum kjarna við Hagamel, verið lokað. Staðurinn var opnaður árið 2017 og átti miklum vinsældum að fagna. Þannig sat hann á tímabili í öðru sæti á vef TripAdvisor yfir bestu veitingastaði í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis stendur nú til að opna annan matsölustað í rýminu sem áður hýsti Fisherman. Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman. Drógu sig úr harkinu Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri Fisherman segir í samtali við Vísi að fiskisjoppunni hafi verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins strax á vormánuðum. Ákveðið hafi verið að opna ekki aftur og leigusamningurinn framseldur. „Við ákváðum að draga okkur úr veitingaharkinu, á þessum síðustu og verstu tímum,“ segir Elías. „Þetta er algjörlega Covid-aðgerð vegna þess að uppistaða viðskiptavinanna var erlendir gestir. Ekki spennandi rekstrarumhverfi fyrir svona stað á þessum tímum meðan gengur vel hjá okkur í öðru.“ Með lokun fiskisjoppunnar snýr rekstur Fisherman nú alfarið að framleiðslu og sölu á fiski og tengdum vörum. Reksturinn er á tveimur stöðum; Fiskislóð í Reykjavík og á Suðureyri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira