Milla Ósk Magnúsdóttir aðstoðarmaður menntamálaráðherra og Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV gengu í það heilaga á föstudaginn og var athöfnin ákveðin með eins dags fyrirvara. Þetta kemur fram á vefsíðu Séð & Heyrt.
Aðeins var nánasta fjölskylda var viðstödd athöfnina .
„Í dag ætluðum við Milla Ósk Magnúsdóttir að giftast og halda stóra veislu í Borgarfirðinum. En plönin breyttust örlítið. Við giftum okkur í staðinn með dags fyrirvara síðasta föstudag með nánustu fjölskyldu. Athöfnin var einstaklega yndisleg og við erum óskaplega hamingjusöm. Við höldum svo brúðkaupsveisluna þegar aðstæður leyfa,“ skrifar Einar í færslu á Facebook.
Parið trúlofaði sig í byrjun febrúar á síðasta ári og þá störfuðu þau Milla og Einar saman á fréttastofu RÚV.
Upphaflega ætluðu þau að ganga í það heilaga á Spáni í október og vegna útbreiðslu kórónuveirunnar var brúðkaupinu flýtt og átti að fara fram í Borgarfirði um Verslunarmannahelgina. Sökum hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda á ný var ákveðið að ganga strax í verkið á föstudaginn.