14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2020 09:00 Ning-De-Jesus veiddi þennan 13 punda urriða í Grænavatni og er það stærsti fiskurinn úr Veiðivötnum í sumar. Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Veiðin í Veiðivötnum er búin að vera undir væntingum í sumar þó svo að margir hafi verið að gera ágæta veiði. Það sést þegar veiðitölur eru skoðaðar að það vantar svolítið upp á að veiðin verði á pari við það sem hún var í fyrra sem mörgum þótti heldur magurt ár. Í fyrra 2019 veiddust 20.393 fiskar, árið 2018 veiddust 19.876 fiskar, árið 2017 20.315 fiskar og svo 2016 veiddust 21.066 fiskar. Heidlarveiðin á þessu tímabili er 14.305 fiskar og það er eiginlega orðið nokkuð ljóst að heildarveiðin í vötnunum er ekki að fara ná neinu meðaltali síðustu þriggja ára. Mesta veiðin er í Snjóölduvatni þar sem 4977 fiskar hafa veiðst en þar af eru ekki nema 73 urriðar sem er ekkert skrítið því vatnið er að upplagi bleikjuvatn og þarna er hægt að mokveiða 1-2 punda bleikju. Nýjavatn hefur gefið 2.136 fiska og þar af 11 urriða. Þar er mikið af bleikju sem er um 1-2 pund en auðvitað eru stærri bleikjur inn á milli. Litli Sjór hefur gefið bestu urriðaveiðina með 1.923 fiska. Stærsti fiskurinn úr vötnunum í sumar kemur úr Grænavatni en hann var 13 pund. Stangveiði Mest lesið 95 sm lax í Elliðaánum Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði Dagbók Urriða komin út Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Áfram mokveiði í Eystri Rangá Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði
Veiðin í Veiðivötnum er búin að vera undir væntingum í sumar þó svo að margir hafi verið að gera ágæta veiði. Það sést þegar veiðitölur eru skoðaðar að það vantar svolítið upp á að veiðin verði á pari við það sem hún var í fyrra sem mörgum þótti heldur magurt ár. Í fyrra 2019 veiddust 20.393 fiskar, árið 2018 veiddust 19.876 fiskar, árið 2017 20.315 fiskar og svo 2016 veiddust 21.066 fiskar. Heidlarveiðin á þessu tímabili er 14.305 fiskar og það er eiginlega orðið nokkuð ljóst að heildarveiðin í vötnunum er ekki að fara ná neinu meðaltali síðustu þriggja ára. Mesta veiðin er í Snjóölduvatni þar sem 4977 fiskar hafa veiðst en þar af eru ekki nema 73 urriðar sem er ekkert skrítið því vatnið er að upplagi bleikjuvatn og þarna er hægt að mokveiða 1-2 punda bleikju. Nýjavatn hefur gefið 2.136 fiska og þar af 11 urriða. Þar er mikið af bleikju sem er um 1-2 pund en auðvitað eru stærri bleikjur inn á milli. Litli Sjór hefur gefið bestu urriðaveiðina með 1.923 fiska. Stærsti fiskurinn úr vötnunum í sumar kemur úr Grænavatni en hann var 13 pund.
Stangveiði Mest lesið 95 sm lax í Elliðaánum Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði Dagbók Urriða komin út Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Áfram mokveiði í Eystri Rangá Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði