Nítján ára fótboltastelpa fær leyfi til þess að spila með karlaliði í Hollandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 10:00 Ellen Fokkema í viðtali við Omrop Fryslan sjónvarpstöðina í tilefni af tímamótunum. Skjámynd/Omrop Fryslan Hin nítján ára gamla Ellen Fokkema mun spila með karlaliði VV Foarut í hollensku fjórðu deildinni á komandi tímabili og verður litið á þetta sem tilraunaverkefni. Ellen Fokkema hefur spilað með sama fótboltaliði í fjórtán ár eða síðan að hún var fimm ára. Samkvæmt reglum í Hollandi þá þurfti hún að skipta um lið á nítján ára afmælisdaginn sinn. A groundbreaking moment in football history. The Dutch Football Federation have granted permission for a female player to join fourth-tier VV Foarut for the 2020-21 season https://t.co/IJSML330wt— SPORTbible (@sportbible) August 5, 2020 Ástæðan er að eftir nítján ára aldur þá mega konur ekki spila í karlaliðum. Hollendingar leyfa reyndar blönduð lið mun lengur en flest önnur lönd. Það var samt sem áður komið að tímamótum í sumar og allt leit út fyrir að Ellen þyrfti að finna sér nýtt lið og það kvennalið. Hollenska knattspyrnusambandið tók hins vegar vel í beiðni frá knattspyrnukonunni sjálfri og félagi hennar um að gera undantekningunni á reglunni og sjá hvernig það kemur út. Það hafa verið blönduð fótboltalið í Holland frá árinu 1986 en konur hafa aðeins fengið að spila með körlunum þar til að þær verða nítján ára gamlar. Þær mega reyndar halda áfram að spila með b-liðum félaga en ekki með aðalliðunum. Dutch football association has given the green light to allow a female footballer to play in a senior men's team as part of a landmark pilot scheme. Ellen Fokkema, 19, has been granted dispensation by KNVB to play for 4th division amateur outfit VV Foarut next season. pic.twitter.com/icY8UwlVAH— joel khamadi (@Joel_Khamadi) August 4, 2020 Nú var eins og áður sagði komið að þessum tímamótum hjá Ellen Fokkema og hún sóttist eftir því að fá að halda áfram að spila með liðinu sínu. Ellen Fokkema hefur verið hjá VV Foarut síðan að hún var enn í leikskóla. Ellen Fokkema var líka kát með að hafa fengið að taka þetta sögulega skref. „Það er frábært að ég megi spila áfram með mínu liði. Ég hef spilað með þessum strákum síðan að ég var fimm ára og var mjög leið yfir því að mega það ekki lengur á næsta tímabili,“ sagði Ellen Fokkema við NL Times. „Hollenska knattspyrnusambandið hefur alltaf ráðlagt mér að spila með strákunum eins lengi og mögulegt væri og af hverju ætti þetta því ekki að vera í boði? Þetta er alvöru áskorun en það gerir þetta bara meira spennandi. Ég spurði félagið hvort eitthvað væri hægt að gera í þessu og við lögðum sameiginlega beiðni inn á borð sambandsins,“ sagði Ellen Fokkema „Ég þori ekki að spá fyrir því hvernig þetta muni ganga en ég er mjög ánægð með að fá að taka þátt í þessari tilraun,“ sagði Ellen Fokkema. Ellen Fokkema (19) spilet as earste fuotbalster mei yn KNVB-manljuskompetysje. https://t.co/lztUGnOT4P pic.twitter.com/805Cfju85b— Omrop Fryslân (@OmropFryslan) August 4, 2020 Hollenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Sjá meira
Hin nítján ára gamla Ellen Fokkema mun spila með karlaliði VV Foarut í hollensku fjórðu deildinni á komandi tímabili og verður litið á þetta sem tilraunaverkefni. Ellen Fokkema hefur spilað með sama fótboltaliði í fjórtán ár eða síðan að hún var fimm ára. Samkvæmt reglum í Hollandi þá þurfti hún að skipta um lið á nítján ára afmælisdaginn sinn. A groundbreaking moment in football history. The Dutch Football Federation have granted permission for a female player to join fourth-tier VV Foarut for the 2020-21 season https://t.co/IJSML330wt— SPORTbible (@sportbible) August 5, 2020 Ástæðan er að eftir nítján ára aldur þá mega konur ekki spila í karlaliðum. Hollendingar leyfa reyndar blönduð lið mun lengur en flest önnur lönd. Það var samt sem áður komið að tímamótum í sumar og allt leit út fyrir að Ellen þyrfti að finna sér nýtt lið og það kvennalið. Hollenska knattspyrnusambandið tók hins vegar vel í beiðni frá knattspyrnukonunni sjálfri og félagi hennar um að gera undantekningunni á reglunni og sjá hvernig það kemur út. Það hafa verið blönduð fótboltalið í Holland frá árinu 1986 en konur hafa aðeins fengið að spila með körlunum þar til að þær verða nítján ára gamlar. Þær mega reyndar halda áfram að spila með b-liðum félaga en ekki með aðalliðunum. Dutch football association has given the green light to allow a female footballer to play in a senior men's team as part of a landmark pilot scheme. Ellen Fokkema, 19, has been granted dispensation by KNVB to play for 4th division amateur outfit VV Foarut next season. pic.twitter.com/icY8UwlVAH— joel khamadi (@Joel_Khamadi) August 4, 2020 Nú var eins og áður sagði komið að þessum tímamótum hjá Ellen Fokkema og hún sóttist eftir því að fá að halda áfram að spila með liðinu sínu. Ellen Fokkema hefur verið hjá VV Foarut síðan að hún var enn í leikskóla. Ellen Fokkema var líka kát með að hafa fengið að taka þetta sögulega skref. „Það er frábært að ég megi spila áfram með mínu liði. Ég hef spilað með þessum strákum síðan að ég var fimm ára og var mjög leið yfir því að mega það ekki lengur á næsta tímabili,“ sagði Ellen Fokkema við NL Times. „Hollenska knattspyrnusambandið hefur alltaf ráðlagt mér að spila með strákunum eins lengi og mögulegt væri og af hverju ætti þetta því ekki að vera í boði? Þetta er alvöru áskorun en það gerir þetta bara meira spennandi. Ég spurði félagið hvort eitthvað væri hægt að gera í þessu og við lögðum sameiginlega beiðni inn á borð sambandsins,“ sagði Ellen Fokkema „Ég þori ekki að spá fyrir því hvernig þetta muni ganga en ég er mjög ánægð með að fá að taka þátt í þessari tilraun,“ sagði Ellen Fokkema. Ellen Fokkema (19) spilet as earste fuotbalster mei yn KNVB-manljuskompetysje. https://t.co/lztUGnOT4P pic.twitter.com/805Cfju85b— Omrop Fryslân (@OmropFryslan) August 4, 2020
Hollenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Sjá meira