Zuckerberg í fámennan hóp auðkýfinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2020 07:44 Zuckerberg ávarpar hér þingnefnd Bandaríkjaþings í gegn um fjarfundabúnað. AP/(Mandel Ngan Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi samskiptamiðilsins Facebook, er nú metinn á meira en 100 milljarða Bandaríkjadollara, eftir að Facebook kynnti til leiks nýjan myndbandamöguleika til höfuðs kínverska samskiptamiðlinum TikTok. Zuckerberg bætist í fámennan hóp manna sem metnir eru á svo háa fjárhæð. Facebook gaf á miðvikudag út Instagram Reels, sem gerir notendum kleift að deila stuttum myndböndum til fylgjenda sinna á sérstakri efnisveitu sem haldið verður aðgreindri frá meginefnisveitu Instagram. Hlutabréf í Facebook hækkuðu um meira en sex prósent við útgáfu Reels en Instagram er í eigu Facebook, sem hinn bandaríski Zuckerberg á 13 prósenta hlut í. Zuckerberg er þannig kominn í þriggja manna hóp manna sem metnir eru á 100 milljarða Bandaríkjadollara eða meira. Fyrir voru það þeir Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Bill Gates, stofnandi Microsoft, sem voru metnir á svo mikið. Tæknifyrirtæki og eigendur þeirra hafa verið í fréttum síðustu vikur og mánuði þar sem umsvif slíkra fyrirtækja verða sífellt meiri og persónulegur hagur eigenda vænkar um leið. Amazon, Facebook, Google og Apple eru þannig á meðal þeirra fyrirtækja sem hagnast hafa hvað mest á kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans, þar sem fólk eyðir meiri tíma heima en oft áður og á því meiri samskipti, sækir meiri afþreyingu og verslar meira á netinu. Á þessu ári hefur sú fjárhæð sem Zuckerberg er metinn á hækkað um 22 milljarða Bandaríkjadollara. Á meðan hefur metið virði Jeff Bezos hækkað um meira en 75 milljarða dollara, samkvæmt Bloomberg. Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi samskiptamiðilsins Facebook, er nú metinn á meira en 100 milljarða Bandaríkjadollara, eftir að Facebook kynnti til leiks nýjan myndbandamöguleika til höfuðs kínverska samskiptamiðlinum TikTok. Zuckerberg bætist í fámennan hóp manna sem metnir eru á svo háa fjárhæð. Facebook gaf á miðvikudag út Instagram Reels, sem gerir notendum kleift að deila stuttum myndböndum til fylgjenda sinna á sérstakri efnisveitu sem haldið verður aðgreindri frá meginefnisveitu Instagram. Hlutabréf í Facebook hækkuðu um meira en sex prósent við útgáfu Reels en Instagram er í eigu Facebook, sem hinn bandaríski Zuckerberg á 13 prósenta hlut í. Zuckerberg er þannig kominn í þriggja manna hóp manna sem metnir eru á 100 milljarða Bandaríkjadollara eða meira. Fyrir voru það þeir Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Bill Gates, stofnandi Microsoft, sem voru metnir á svo mikið. Tæknifyrirtæki og eigendur þeirra hafa verið í fréttum síðustu vikur og mánuði þar sem umsvif slíkra fyrirtækja verða sífellt meiri og persónulegur hagur eigenda vænkar um leið. Amazon, Facebook, Google og Apple eru þannig á meðal þeirra fyrirtækja sem hagnast hafa hvað mest á kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans, þar sem fólk eyðir meiri tíma heima en oft áður og á því meiri samskipti, sækir meiri afþreyingu og verslar meira á netinu. Á þessu ári hefur sú fjárhæð sem Zuckerberg er metinn á hækkað um 22 milljarða Bandaríkjadollara. Á meðan hefur metið virði Jeff Bezos hækkað um meira en 75 milljarða dollara, samkvæmt Bloomberg.
Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent