Veðrið, veiran og viðbrögð Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. ágúst 2020 14:00 Flest í þessum heimi er breytilegt, og fátt stendur í stað. Þetta á við um alls konar aðstæður og skilyrði, og eru flest verk manna stillt inn á, að fylgja og aðlaga sig breyttum aðstæðum. Ef um vandamál er að ræða, þurfa lausnir að vera sveigjanlegar og fylgja, eftir því sem verða má, eðli og breytingum vandans, sem um ræðir. Einn sá vandi, sem steðjar að fólki víða um heim, eru hamfarir veðurs og eyðileggingarhættan, sem þeim fylgja. Fyrir veðurhamfarir er til kvarði, sem segir til um hættustig, og reyna þeir, sem verjast eiga slíkum hamförum, að miða varnaraðgerðir að stærð hættunnar skv. þessum kvarða. Kaldi, 5 vindstig, er hættulaus og varnir óþarfar, stormur, 9 vindstig, er líka - alla vega hér á Íslandi - hættulítill eða hættulaus. En, þegar komið er í ofsaveður eða fárviðri, 11-12 vindstig, verður að fara að gá að ýmsu, bátum í höfn, svo að ekki sé talað um á sjó, öllu lauslegu og óvönduðu eða fúnu, mannvirkjum á byggingarstigi o.s.frv. Fara verndar- og björgunaraðilar þá í bezta mögulega undirbúningsvinnu. Svipað má segja um veðurviðvörunar- og varnarkerfið hér á Íslandi. Gul viðvörun er hættulítil, sú appelsínugula gæti boðað áföll og menn verða að sýna aðgát, og rauð viðvörun er hrein hættuviðvörun, þar sem stjórnvöld grípa gjarnan inn í, loka vegum eða leiðum og vara almenning sterklega við; hafa vit fyrir mönnum og setja reglur og ramma um gjörðir þeirra. Kórónu-veiran hefur nú grasserað hér í hálft ár. Upphaflega var styrkur veirunnar mikill og hættan, sem af henni stafaði, mikil; margir veiktust illa, urðu að vera vikum saman í öndunarvélum og gjörgæzlu og til allrar óhamingju létust 10. Þetta var alvarlegt ástand, hátt hættustig; ofsaveður eða fárviðri, rauð viðvörun. Þökk sé markvissu starfi stjórnvalda - þríeykinu sérstaklega - tókst að hemja veiruna, koma á hana böndum, og leyfði það síðan tilslakanir og nýja byrjun nokkuð eðilegs lífs og starfs. Gott mál. En nýlega, vegna aukinna samgangna og samskipta, skaut veiran sér upp aftur, og nú í nýju og breyttu formi; greinilega miklu veikara formi; fárviðrið virðist orðið að stormi; rautt ástand að appelsínugulu. Upp á síðkastið, þrátt fyrir um hundrað manns með virkt smit og nær þúsund manns í sóttkví, var lengi vel enginn á sjúkrahúsi, hvað þá í gjörgæzlu eða öndunarvél, svo að ekki sé talað um, að einhver hafi látizt. Nú síðustu daga fóru reyndar 2 sjúklingar (af um 100) á spítala og annar í gjörgæzlu. Þrátt fyrir þetta, er þessi önnur alda, að því er virðist, allt annars og veikara eðlis en sú fyrsta, og lítil skynsemi í því, að taka á henni með sama hætti og þá var gert. Þó að sama veira, sami fellibylurinn kunni að vera á ferð, þá hefur hún greinilega veikzt verulega, og þarf því að aðlaga viðbrögð, úrræði og reglur því. Annað væri óskynsamlegt og yfirkeyrt. Ekki skilur undirritaður skimunarpáfann okkar vel - reyndar ekki í fyrsta sinn -, en hann talaði nýlega um „ógnvekjandi þróun“. Slíkt virðist ekki viðeigandi og til þess eins fallið að hræða menn og skelfa umfram það, sem efni standa til. Allt sem ég hef heyrt til þríeykisins hefur virzt yfirvegað og málefnalegt. Vil ég með þessum pistli skora á það ágæta fólk, að íhuga, hvort að ekki mega fara úr rauðri viðvörun, aðgerðum og reglum í appelsínugula eða gula viðvörun í COVID-19 málum. Auðvitað gæti veiran sótt í sig veðrið að nýju, en, ef til þess kæmi, yrði að taka á því í samræmi við þá nýju stöðu. Á gamalli og góðri Íslenzku heitir slíkt auðvitað: Að haga seglum eftir vindi. Vil ljúka þessum pistli með þessari athugasemd, sem þó er kannske ekki stóra málið: Ég fylgdist með sýnatöku tuga manna í þýzkum fréttum í morgun, og voru þau sýni öll eingöngu tekin úr munni, ekki í gegnum nef. Hér er - oft all harkalega - verið að þrælast í gegnum nefgöng manna, þeim til mikilla óþægina, að því er virðist þá án nauðsynar. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Flest í þessum heimi er breytilegt, og fátt stendur í stað. Þetta á við um alls konar aðstæður og skilyrði, og eru flest verk manna stillt inn á, að fylgja og aðlaga sig breyttum aðstæðum. Ef um vandamál er að ræða, þurfa lausnir að vera sveigjanlegar og fylgja, eftir því sem verða má, eðli og breytingum vandans, sem um ræðir. Einn sá vandi, sem steðjar að fólki víða um heim, eru hamfarir veðurs og eyðileggingarhættan, sem þeim fylgja. Fyrir veðurhamfarir er til kvarði, sem segir til um hættustig, og reyna þeir, sem verjast eiga slíkum hamförum, að miða varnaraðgerðir að stærð hættunnar skv. þessum kvarða. Kaldi, 5 vindstig, er hættulaus og varnir óþarfar, stormur, 9 vindstig, er líka - alla vega hér á Íslandi - hættulítill eða hættulaus. En, þegar komið er í ofsaveður eða fárviðri, 11-12 vindstig, verður að fara að gá að ýmsu, bátum í höfn, svo að ekki sé talað um á sjó, öllu lauslegu og óvönduðu eða fúnu, mannvirkjum á byggingarstigi o.s.frv. Fara verndar- og björgunaraðilar þá í bezta mögulega undirbúningsvinnu. Svipað má segja um veðurviðvörunar- og varnarkerfið hér á Íslandi. Gul viðvörun er hættulítil, sú appelsínugula gæti boðað áföll og menn verða að sýna aðgát, og rauð viðvörun er hrein hættuviðvörun, þar sem stjórnvöld grípa gjarnan inn í, loka vegum eða leiðum og vara almenning sterklega við; hafa vit fyrir mönnum og setja reglur og ramma um gjörðir þeirra. Kórónu-veiran hefur nú grasserað hér í hálft ár. Upphaflega var styrkur veirunnar mikill og hættan, sem af henni stafaði, mikil; margir veiktust illa, urðu að vera vikum saman í öndunarvélum og gjörgæzlu og til allrar óhamingju létust 10. Þetta var alvarlegt ástand, hátt hættustig; ofsaveður eða fárviðri, rauð viðvörun. Þökk sé markvissu starfi stjórnvalda - þríeykinu sérstaklega - tókst að hemja veiruna, koma á hana böndum, og leyfði það síðan tilslakanir og nýja byrjun nokkuð eðilegs lífs og starfs. Gott mál. En nýlega, vegna aukinna samgangna og samskipta, skaut veiran sér upp aftur, og nú í nýju og breyttu formi; greinilega miklu veikara formi; fárviðrið virðist orðið að stormi; rautt ástand að appelsínugulu. Upp á síðkastið, þrátt fyrir um hundrað manns með virkt smit og nær þúsund manns í sóttkví, var lengi vel enginn á sjúkrahúsi, hvað þá í gjörgæzlu eða öndunarvél, svo að ekki sé talað um, að einhver hafi látizt. Nú síðustu daga fóru reyndar 2 sjúklingar (af um 100) á spítala og annar í gjörgæzlu. Þrátt fyrir þetta, er þessi önnur alda, að því er virðist, allt annars og veikara eðlis en sú fyrsta, og lítil skynsemi í því, að taka á henni með sama hætti og þá var gert. Þó að sama veira, sami fellibylurinn kunni að vera á ferð, þá hefur hún greinilega veikzt verulega, og þarf því að aðlaga viðbrögð, úrræði og reglur því. Annað væri óskynsamlegt og yfirkeyrt. Ekki skilur undirritaður skimunarpáfann okkar vel - reyndar ekki í fyrsta sinn -, en hann talaði nýlega um „ógnvekjandi þróun“. Slíkt virðist ekki viðeigandi og til þess eins fallið að hræða menn og skelfa umfram það, sem efni standa til. Allt sem ég hef heyrt til þríeykisins hefur virzt yfirvegað og málefnalegt. Vil ég með þessum pistli skora á það ágæta fólk, að íhuga, hvort að ekki mega fara úr rauðri viðvörun, aðgerðum og reglum í appelsínugula eða gula viðvörun í COVID-19 málum. Auðvitað gæti veiran sótt í sig veðrið að nýju, en, ef til þess kæmi, yrði að taka á því í samræmi við þá nýju stöðu. Á gamalli og góðri Íslenzku heitir slíkt auðvitað: Að haga seglum eftir vindi. Vil ljúka þessum pistli með þessari athugasemd, sem þó er kannske ekki stóra málið: Ég fylgdist með sýnatöku tuga manna í þýzkum fréttum í morgun, og voru þau sýni öll eingöngu tekin úr munni, ekki í gegnum nef. Hér er - oft all harkalega - verið að þrælast í gegnum nefgöng manna, þeim til mikilla óþægina, að því er virðist þá án nauðsynar. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun