Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur munu etja kappi í bráðabana um Íslandsmeistaratitilinn í golfi.
Ragnhildur leiddi með fjórum höggum þegar sjö holur voru eftir en Guðrún Brá sótti á hana og lék á tveimur undir á síðustu sjö holunum. Á meðan lék Ragnhildur á tveimur höggum yfir pari á síðustu sex holunum, þar á meðal fékk hún skolla á lokaholunni þar sem par hefði dugað til sigurs.
Það verður spennandi að fylgjast með bráðabananum og munum við færa fréttir af því þegar úrslit liggja fyrir.