Sjóbirtingurinn er mættur í Leirá Karl Lúðvíksson skrifar 10. ágúst 2020 08:04 Sjóbirtingurinn er mættur í Leirá Mynd: Mattías Stefánsson Leirá er lítil og nett á stutt frá Reykjavík sem hefur verið nokkðu vel geymt leyndarmál hin síðustu ár. Það hefur þó verið að breytast mikið og aðsókn í ánna hefur verið góð einfaldlega því veiðin í henni er meiri en margur á von á. Hún er best á vorin í miklu vatni og síðan aftur á haustin eða síðsumars á mjög blautum sumrum þegar hún hækkar mikið. Þessi skilyrði eru einmitt fyrir hendi núna og hefur sjóbirtingurinn þegar látið sjá sig í ánni en þetta er nokkuð snemmt fyrir hann að mæta. Það veiðist oft vel af sjóbirting í þessari nettu á og það er reglulega gaman að veiða hana í miklu vatni á nettar græjur. Samkvæmt okkar heimildum er töluvert af sjóbirting kominn í ánna og hefur hann verið að sjást á nokkrum stöðum, alveg frá vinsælasta veiðistaðnum neðan við þjóðveg eitt en síðan alveg upp í efstu veiðistaði. Það er veitt á tvær stangir í ánni og hún hentar vel þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í fluguveiði enda frekar nett og auðveidd. Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði
Leirá er lítil og nett á stutt frá Reykjavík sem hefur verið nokkðu vel geymt leyndarmál hin síðustu ár. Það hefur þó verið að breytast mikið og aðsókn í ánna hefur verið góð einfaldlega því veiðin í henni er meiri en margur á von á. Hún er best á vorin í miklu vatni og síðan aftur á haustin eða síðsumars á mjög blautum sumrum þegar hún hækkar mikið. Þessi skilyrði eru einmitt fyrir hendi núna og hefur sjóbirtingurinn þegar látið sjá sig í ánni en þetta er nokkuð snemmt fyrir hann að mæta. Það veiðist oft vel af sjóbirting í þessari nettu á og það er reglulega gaman að veiða hana í miklu vatni á nettar græjur. Samkvæmt okkar heimildum er töluvert af sjóbirting kominn í ánna og hefur hann verið að sjást á nokkrum stöðum, alveg frá vinsælasta veiðistaðnum neðan við þjóðveg eitt en síðan alveg upp í efstu veiðistaði. Það er veitt á tvær stangir í ánni og hún hentar vel þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í fluguveiði enda frekar nett og auðveidd.
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði